Viðburðir

Sameining öryggisstjórnkerfa: Reynslusaga frá samruna RB og Teris

Sameining öryggisstjórnkerfa: Reynslusaga frá samruna RB og Teris
14.10.2015

Spennandi morgunverðarfundur í nóvember.

Í byrjun árs 2012 keypti RB stærstan hluta eigna upplýsingatæknifyrirtækisins Teris og voru fyrirtækin í kjölfarið sameinuð.

Við samruna þarf að taka á mörgum áskorunum s.s. samþættingu fyrirtækjamenningar, lausnaframboðs, gæðakerfis o.fl.

Haraldur Þorbjörnsson Öryggisstjóri RB og Sigurður Örn Gunnarsson Þjónustustjóri RB munu fjalla um reynsluna af sameiningu gæðakerfa RB og Teris, en bæði fyrirtækin voru fyrir samrunann með ISO/IEC 27001 vottun.

Umfjöllunarefni fundarins:

•    Áskoranirnar
•    Ferlið
•    Lærdómurinn

Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum RB (Katrínartún 2, Höfðatorg, 5. hæð) 19. nóvember næst komandi klukkan 8:45 - 10:15.

Taktu daginn frá!

Skrá mig