Gildin okkar

Gildin endurspegla stefnu RB hverju sinni auk þess að leiðbeina okkur um hvernig við gerum hlutina og skilgreina hvað við stöndum fyrir.  Þau eru mikilvægt stjórntæki sem er notað til að leiðbeina okkur við t.d. mat á verkefnum og í daglegum viðfangsefnum.

Fagmennska

Öryggi

Ástríða

Gildin okkar - Myndbönd

 • Gildin okkar: Fagmennska - Öryggi - Ástríða (02:54)

 • Gildin okkar - Fagmennska (01:24)

 • Gildin okkar - Öryggi (01:30)

 • Gildin okkar - Ástríða (01:22)

Fagmennska

 • Við leitum stöðugt bestu lausna í samvinnu við viðskiptavini
 • Við sýnum frumkvæði við að halda okkur hæfum í starfi og búa alltaf yfir bestu mögulegu þekkingu á okkar sviði
 • Við byggjum upp traust og góð sambönd við viðskiptavini
 • Við mætum þörfum viðskiptavina okkar
 • Við beitum vönduðum og faglegum vinnubrögðum
 • Við tökum ábyrgð á verkum okkar
 • Við ætlum að gera betur í dag en í gær

Öryggi

 • Við tryggjum réttleika, tiltækileika og leynd
 • Við leggjum okkur öll fram við að vera leiðandi og til fyrirmyndar í öryggismálum í allri okkar starfsemi
 • Við veitum áreiðanlega og örugga þjónustu
 • Við áttum okkur á okkar hlutverki í að viðhalda 100% uppitíma
 • Við tryggjum trúnað við viðskiptavini
 • Við þekkjum og störfum eftir verklagsreglum í gæðahandbók

Ástríða

 • Við endurskoðum viðteknar venjur og erum breytingaafl
 • Við sýnum frumkvæði í verkefnum
 • Við sýnum frumkvæði í samskiptum við viðskiptavini og bjóðum þeim lausnir að fyrra bragði
 • Við leyfum sköpunargleðinni að njóta sín
 • Við höfum löngun, eldmóð og gleði, við þorum, gerum og njótum

Okkar ástríða

 • Antje Muller í Tæknirekstri og þjónustu stundar austurlenskar bardagaíþróttir af miklu kappi.

 • Kristrún Arnarsdóttir á Hugbúnaðarsviði hjólar, gengur á fjöll og hleypur. Segja má að hún stundi nánast allt er tengist útivist.

 • Gönguhópur RB er mjög virkur og fer reglulega í skemmtilegar og fjölbreyttar gönguferðir.

 • Magnús Dan Bárðar

 • Magnús Dan Bárðarson kallar ekki allt ömmu sína er kemur að útivist en hér má sjá hann á Kayak við Grænlandsstrendur.

 • Siggi Örn Hallgríms ásamt konunni

 • Sigurlaug Pálsdóttir starfsmaður á Hugbúnaðarsviði hefur mikinn áhuga á útivist og ferðast um landið við hvert tækifæri sem gefst.

 • Hjá mörgum er Foosball meira en leikur og mætti jafnvel líkja við trúarbrögð. Hér eru Andri og Guðrún Jóna undir borði sem þýðir að þau hafa tapað 10-0.

 • Guðmundur Kristinsson starfsmaður á Hugbúnaðarsviði er með harðari hlaupurum landsins. Hann veitir samstarfsfólki sínu góð ráð varðandi þjálfun, mataræði og annað er tengist hlaupunum. Hér má sjá hann hlaupa Laugaveginn.

 • Kjartan Jóhannesson Lausnaarkitekt eða Kjói eins og hann er oftast kallaður er hér við eftirlætis frístunaiðju sína og aðstæður.

 • Selma Baldvinsdóttir í Kortadeild elskar að fara um sveitir landsins á mótorhjóli og finna lyktina af bústörfunum.

 • Þór Svendsen Björnsson og Guðmundur Andri Hjálmarsson, starfsmenn á Hugbúnaðarsviði eru með útivist í genunum. Þeir ganga um næstum hverja helgi á hin ýmsu fjöll landsins.

 • Steinunn Ben starfsmaður í Viðskiptaþróun og ráðgjöf hefur mikinn áhuga á útivist og fer reglulega í göngur um náttúru landsins.

 • Kristján Kristjánsson, oftast kallaður KK, og Þórir Bjarna starfsmenn á Hugbúnaðarsviði spila báðir á gítar og eru í hinu frábæra Kassabandi sem starfar innan RB.

 • Innan starfsmannafélags RB starfar mjög virkur hlaupahópur sem hittist reglulega og hleypur saman.

 • Grjótharðir starfsmenn sem hjóla saman í hádeginu sama hvernig viðrar.

 • Fjölmargir starfsmenn hafa mikla ástríðu fyrir reiðhjólum og hjóla þvers og kruss um landið sér til gamans og keppnis.

 • Sigurður Örn Hallgrímsson í Viðskiptaþróun og ráðgjöf stundar alls konar sport með konu sinni. Hann hjólar, hleypur og gengur á fjöll en á myndinni má sjá þau hjónakornin klífa fjöll.

 • Halldór Heiðar eða Dóri eins og hann er oftast kallaður er einn af okkar bestu kylfingum.

 • Haraldur Þorbjörnsson eða Halli öryggisstjóri veiðir við öll tækifæri sem gefast.

 • Heimir framkvæmdastjóri Fjármálasviðs þykir ansi liðtækur í eldhúsinu.

 • Siggi Guðmunds er ávallt eiturhress enda mætir hann alltaf í skemmtilegum búningum á þemadögum í RB.

 • Steini Björns framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og ráðgjafar spilar bæði á rafbassa og kontrabassa og er hann aðal bassaleikari Stórsveitar Elmars.

 • Aðalsteini Rúnarssyni eða Alla R líður best í sjónum. Hann veit fátt betra en að troða sér í blautgallann og skella sér út í ískaldar öldur íslenskrar náttúru.

 • Alli R

Vinnustaðurinn

Sækja um starf

Vilt þú slást í hópinn og taka þátt í spennandi verkefnum í framtíðar tækniumhverfi fjármálaþjónustu?

Sækja um starf