Gildin okkar
Gildin okkar styðja við stefnu RB, leiðbeina okkur í því hvernig við gerum hlutina og skilgreina hverju við stöndum fyrir. Þau eru mikilvægt stjórntæki sem er notað t.d. við mat á verkefnum og í daglegum viðfangsefnum.
Gildin okkar - Myndbönd
Fagmennska
- Við leitum stöðugt bestu lausna í samvinnu við viðskiptavini
- Við sýnum frumkvæði við að halda okkur hæfum í starfi og búa alltaf yfir bestu mögulegu þekkingu á okkar sviði
- Við byggjum upp traust og góð sambönd við viðskiptavini
- Við mætum þörfum viðskiptavina okkar
- Við beitum vönduðum og faglegum vinnubrögðum
- Við tökum ábyrgð á verkum okkar
- Við ætlum að gera betur í dag en í gær
Öryggi
- Við tryggjum réttleika, tiltækileika og leynd
- Við leggjum okkur öll fram við að vera leiðandi og til fyrirmyndar í öryggismálum í allri okkar starfsemi
- Við veitum áreiðanlega og örugga þjónustu
- Við áttum okkur á okkar hlutverki í að viðhalda 100% uppitíma
- Við tryggjum trúnað við viðskiptavini
- Við þekkjum og störfum eftir verklagsreglum í gæðahandbók
Ástríða
- Við endurskoðum viðteknar venjur og erum breytingaafl
- Við sýnum frumkvæði í verkefnum
- Við sýnum frumkvæði í samskiptum við viðskiptavini og bjóðum þeim lausnir að fyrra bragði
- Við leyfum sköpunargleðinni að njóta sín
- Við höfum löngun, eldmóð og gleði, við þorum, gerum og njótum
Okkar ástríða
Vinnustaðurinn
Sækja um starf
Vilt þú slást í hópinn og taka þátt í spennandi verkefnum í framtíðar tækniumhverfi fjármálaþjónustu?
Sækja um starf