Vinnustaðurinn

RB hefur óbilandi trú á því að mannauður fyrirtækisins sé helsta auðlind þess. Við hlúum að starfsfólki okkar og bjóðum því upp á afbragðs starfsaðstöðu og leggjum áherslu á að veita tækifæri til starfsþróunar svo að hæfileikar þess fái notið sín sem allra best.

Myndbönd úr starfseminni

  • Það er gaman að vinna hjá RB! (0:56)

  • 100% öryggi er okkar mál! (2:00)

  • Hefur þú kíkt á Vorráðstefnu RB? (1:04)

Aðstaðan

Hjá RB starfa um 170 manns. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu þar sem meðal annars allir hafa hækkanleg vinnuborð og noise-cancelling heyrnartól. Einnig erum við með frábært mötuneyti, kaffihús RB, fjölbreytt val um afþreyingu og margt fleira. Fjölskyldan er ávallt velkomin í hádegismat og þá er í boði ýmis afþreying fyrir börnin. Fyrir þá sem vilja hjóla eða hlaupa til vinnu er í boði sturtuaðstaða í húsinu. Þegar starfsfólkið okkar tekur sér frí frá vinnunni hefur það aðgang að orlofshúsum, allt árið um kring.

Menningin

Hjá RB er mikið lagt upp úr öflugri liðsheild sem skilar sér í betri starfsanda, meiri árangri og líflegri menningu. Vel er tekið á móti nýjum starfsmönnum, en í hvert starf er ráðinn sá einstaklingur sem best hæfir hverju sinni. Jafnrétti er ávallt í fyrirrúmi hjá RB, hvort sem er á milli kynja, trúarbragða, kynhneigðar, kynþátta eða í hvaða mynd sem er. Við hjá RB fögnum fjölbreytileikanum og eiga allir starfsmenn möguleika á öflugri starfsþróun og fá að fylgjast með því sem er að gerast í starfseminni á hverjum tíma. Menning sem hvetur til sköpunar, miðlunar og nýtingu faglegrar sem persónulegrar þekkingar er okkur hjartans mál. Við vitum líka að starfsfólk okkar á sér líf utan vinnunnar og leggjum því mikið upp úr heilbrigðri samþættingu vinnu og einkalífs með áherslu á sveigjanlegan vinnutíma. 

Hvað segir fólkið okkar?

"Það sem mér finnst skemmtilegast við vinnustaðinn er alveg klárlega verkefnin sem ég kem að. Á hverjum degi hef ég tækifæri til að læra og þróast í starfi sem er að mínu mati nauðsynlegt í þessari starfsgrein og sem tölvunarfræðingur."

Alexandra Einarsdóttir, Kerfisstjóri

"Það skemmtilegasta við RB er fólkið - það kemur skemmtilega á óvart, ásamt því sem er í boði til að brjóta upp daginn, til dæmis pool, fússball og fleira. Margir halda eflaust að hér séu einungis risaeðlur sem séu fastar í kassanum sínum en það gæti ekki verið meira fjarri sannleikanum."

Björgvin Smári Kristjánsson, sérfræðingur á Fjármálasviði

"Það sem fékk mig til að hefja störf hjá RB var vinnustaðurinn og hve vel er hugsað um starfsfólkið. Ég hlakka til að koma til vinnu á hverjum degi að hitta þetta yndislega fólk."

Íris Hlín Vöggsdóttir, sérfræðingur í Öryggisstjórn

"Það er algengur misskilningur að RB sé óspennandi fyrirtæki með stofnanalegt yfirbragð. Mín skoðun er að RB sé langt frá því, það er öflugt hugbúnaðarfyrirtæki þar sem margir spennandi hlutir eru í vinnslu. Það skemmtilegasta við vinnustaðinn er starfsfólkið og starfsandinn — verkefnin eru spennandi og krefjandi."

Franz Eric Leósson, framendaforritari

Kaffihúsið okkar

RBucks

Hvað er betra en alvöru kaffi og spjall?

Fríðindi

Við leggjum mikið upp úr því að hlúa að fólkinu okkar og heilsu þess með því að bjóða upp á þetta extra. Í boði eru árlegir íþróttastyrkir, samgöngustyrkir og aðgengi að nuddara á vinnustaðnum gegn vægu gjaldi. Vikulegt jóga fáum við í hús ásamt reglulegum og fjölbreyttum heilsutengdum erindum. Í gegnum Vinnuvernd hefur starfsfólk gott aðgengi að trúnaðarlækni án kostnaðar, símatímum hjá hjúkrunarfræðingi, bólusetningum og heilsufarsmælingum. Farsímastyrkir eru einnig í boði. 

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) veitir styrki fyrir sjúkraþjálfun/nudd, krabbameinsskoðun, hjartaskoðun, sálfræðimeðferð, göngugreiningu og hjálpartækjum, námskeið til að hjálpa fólki að hætta reykingum, dvöl á heilsustofnun, þyngdarstjórnun, sjónglerjum/linsum, laseraðgerðum á augum, foreldranámskeiðum, tækni-/glasafrjóvgun, ættleiðingum og heyrnartækjum.

Vinnustaðurinn

Við höfum ástríðu fyrir tónlist

Hjá okkur starfar fjöldinn allur af tónlistarfólki og eru nærri 10 bönd starfandi innan fyrirtækisins

Starfsmannafélagið

Innan RB er öflugt starfsmannafélag, SRB, sem skipuleggur fjölbreytta viðburði við allra hæfi. Innan félagsins eru m.a. ferðanefnd, gönguhópur, orlofsnefnd, tónlistarnefnd, íþrótta- og skemmtinefnd og veiði- og útivistarnefnd.

Vinnustaðurinn

Hjartað

Hjartað slær í mötuneytinu og þar fáum við alltaf gott að borða. Mötuneytið okkar fær topp einkunn í vinnustaðargreiningum enda frábært teymi þar að störfum

Vinnan

Hjá RB þrífst menning sem einkennist af gildunum okkar: fagmennsku, öryggi og ástríðu. Við mætum þörfum viðskiptavina okkar með því að beita vönduðum og faglegum vinnubrögðum í öllum okkar verkum. Við störfum eftir verklagsreglum í gæðahandbók og tryggjum með því að þjónusta okkar sé bæði örugg og áreiðanleg. Við höfum ástríðu fyrir því sem við gerum og leyfum sköpunargleðinni ávallt að njóta sín. Ástríða er lykillinn að árangri okkar.

Örfáar staðreyndir um okkur

Um það bil 170 manns - 64% karlar og 36% konur

Meðalaldur: 46 ár

Meðalstarfsaldur í fagi: 15 ár

Hátt hlutfall tónlistar- og hjólreiðafólks

Hátt hlutfall kaffibarþjóna og húmorista

Vinnustaðurinn

Sækja um starf

Vilt þú slást í hópinn og taka þátt í spennandi verkefnum í framtíðar tækniumhverfi fjármálaþjónustu?

Sækja um starf