Skipurit

Framkvæmdastjórn

RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR

Forstjóri - CEO

Ragnhildur var ráðin forstjóri Reiknistofu bankanna í janúar 2019. Ragnhildur kom til RB frá Wow Air þar sem hún starfaði sem aðstoðarforstjóri frá því í ágúst 2017. Þar áður var Ragnhildur framkvæmdastjóri Rekstrar og upplýsingatækni hjá Landsbankanum í fimm ár og forstjóri Promens í rúm fimm ár. Þar áður starfaði Ragnhildur hjá Icelandair/Flugleiðum í sex ár og gegndi stöðu forstjóra í lok þess tíma.


Ragnhildur er verkfræðingur og viðskiptafræðingur að mennt. Hún lauk CS prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1995, MS prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Wisconsin árið 1996 og MS prófi í viðskiptafræði frá sama skóla 1998.

AÐALGEIR ÞORGRÍMSSON

Framkvæmdastjóri Viðskiptatengsla og þróunar - VP of Customer Relations & Development

Aðalgeir tók við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptatengsla og þróunar í júní 2019 en áður var hann framkvæmdastjóri Sérlausna og forstöðumaður vörustýringar hjá RB.

Á árunum 2005-2010 sinnti Aðalgeir ýmsum stjórnunarstörfum innan hugbúnaðargeirans, fyrst hjá Creditinfo Group í Tékklandi þar sem hann byggði upp og leiddi fjölþjóðlegt þróunarteymi og síðar hjá Teris (fyrrum Tölvumiðstöð Sparisjóðanna) á Íslandi þar sem hann var ábyrgur fyrir innri þróun. Áður starfaði Aðalgeir við hugbúnaðarþróun hjá Creditinfo Group og Landmati.

Aðalgeir er með MBA gráðu, með áherslu á stefnumótun, frá Rotterdam School of Management í Hollandi og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.


Ingibjörg Arnarsdóttir

Framkvæmdastjóri Fjármála- og verkefnastjórnar - VP of Finance & Project Office

Ingibjörg Arnarsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra hjá RB í mars 2016. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun fyrirtækja, upplýsingatækni fjármála og stjórnarsetu.

Ingibjörg starfaði hjá Valitor frá 2008 til 2016 sem framkvæmdastjóri áhættustýringar, fjármála, stjórnunar og mannauðs. Þá kom hún að uppbyggingu erlendrar starfsemi félagsins. Áður starfaði hún sem lánastjóri hjá Glitni árin 2007 og 2008, framkvæmdastjóri heildverslunar Karls K. Karlssonar frá 2001 til 2007 og sem ráðgjafi í upplýsingakerfum fjármála hjá DIT í London á árunum 1997 til 2000.

Ingibjörg lauk Cand. Oecon prófi í viðskiptafræði af endurskoðunarsviði Háskóla Íslands 1996 og meistaraprófi í fjármálum frá Cass Business School í London 2000.


Jón Helgi Einarsson

Framkvæmdastjóri Kjarnalausna - VP of Core Solutions

Jón Helgi tók við starfi framkvæmdastjóra Kjarnalausna í október 2016. Áður var hann forstöðumaður Verkefnastýringar og ráðgjafar hjá RB.  Þar áður starfaði hann hjá Advania hf. og forverum þess m.a. sem forstöðumaður hjá Advania, framkvæmdastjóri HugarAx hf., forstöðumaður hjá Ax hugbúnaðarhúsi hf. og framkvæmdastjóri Kerfis hf. Þar áður starfaði Jón Helgi við hugbúnaðarverkefni hjá Kögun hf. í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Jón Helgi er með MS gráðu í verkfræði frá Purdue University í Bandaríkjunum og er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands.


MAGNÚS BÖÐVAR EYÞÓRSSON

Framkvæmdastjóri Rekstrarlausna - VP of Hosting & Managed Services

Magnús Böðvar hóf störf hjá RB í maí 2015. Hann hefur hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr upplýsingatæknigeiranum bæði á Íslandi og erlendis.

Hann hefur undanfarin fjögur ár verið forstjóri Símans DK í Danmörku. Magnús var meðal annars framkvæmdastjóri hjá Skyggni árin 2009 - 2011, forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Símanum 2006 - 2009 og framkvæmdastjóri þjónustulausna hjá Skýrr árin 1999 - 2006. Að auki hefur Magnús Böðvar setið í stjórnum fjölda fyrirtækja bæði á Íslandi og erlendis.

Magnús útskrifaðist sem véltæknifræðingur með BSc gráðu frá Helsingör í Danmörku árið 1983.


Þorsteinn Björnsson

Framkvæmdastjóri Tæknistjórnar - VP of Technology Office

Þorsteinn hóf störf sem framkvæmdastjóri Tæknistjórnar í október 2016. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar- og Ráðgjafasviðs, eða frá kaupum Reiknistofunnar á meginhluta rekstar Teris í Júní 2012 þar sem hann starfaði frá 1997, síðast sem framkvæmdastjóri félagsins, frá miðju ári 2011.

Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Þróunarsviðs frá 2007, sviðsstjóri Þróunarsviðs frá 2005 og sem hópstjóri sjálfsafgreiðslulausna. Hann vann lokaverkefni á vegum TVÍ um smíði fyrsta Heimabanka sparisjóðanna sem var settur í gang 1995. Þorsteinn starfaði hjá Radiomiðun hf frá 1995-1997 við innleiðingu tölvuferilrita í skip og árin 1990-1994 sem rafeindavirki.

Þorsteinn lauk BS-prófi í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005 og útskrifaðist sem kerfisfræðingur frá TVÍ árið 1995. Hann útskrifaðist með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum árið 1991.

Samfélags-ábyrgð

Við látum gott af okkur leiða og leggjum fjölmörgum verkefnum lið, enda lítum við á það sem hluta af samfélagslegri ábyrgð okkar

Skoða nánar