Stjórnarhættir

RB leggur mikið upp úr því að fylgja góðum stjórnarháttum og er það hluti af þeirri fagmennsku sem við viljum standa fyrir. Fagmennska er eitt af þremur gildum fyrirtækisins. Góðir stjórnarhættir styrkja innviði fyrirtækja og efla almennt traust gagnvart viðskiptalífinu. 

RB er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.  Samstarfsaðilar rannsóknarmiðstöðvarinnar eru Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq og Samtök atvinnulífsins.

Ábending um misferli eða sviksemi

Hér er hægt að senda ábendingu ef fyrir liggur grunur eða vitneskja um einhvers konar misferli eða sviksemi innan RB; einstakt tilvik eða að ítrekað sé ekki að fullu starfað í samræmi við lög og reglur, verklagsreglur og stefnur RB eða almennt siðferði.

Senda ábendingu

Stefna RB

Hlutverk RB er að auka hagkvæmni í tæknirekstri íslenskra fjármálafyrirtækja

Skoða nánar