Stjórn

Eftirfarandi aðilar skipa stjórn RB:

  • Ásthildur Sturludóttir
  • Gunnlaug Ottesen
  • Sævar Freyr Þráinsson, stjórnarformaður
  • Anna Bjarney Sigurðardóttir
  • Páll Jensson

Eftirfarandi aðilar skipa varastjórn RB:

  • Anna Björk Bjarnadóttir
  • Ebba Þóra Hvannberg
  • Hákon Gunnarsson
  • Gestur Þórisson
  • Einar Þ. Harðarson

Hér má finna starfsreglur fyrir félagsstjórn RB:

Starfsreglur fyrir félagsstjórn Reiknistofu bankanna hf

Samþykktir RB 2017

Sævar Freyr Þráinsson -Stjórnarformaður

ÁSTHILDUR STURLUDÓTTIR

Ásthildur er fædd árið 1974 og starfar sem bæjarstjóri Vesturbyggðar, síðan 2010.
Hún var áður verkefnisstjóri á rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, verkefnisstjóri hjá Portus ehf. (Félag um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss), framkvæmdastjóri samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og verkefnisstjóri atvinnuþróunarfélags Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV-þróun og ráðgjöf). Ásthildur sat í stjórn RÚV ohf. þar til í maí 2016 og í stjórn Byggðastofnunar frá 2014-2016.

Ásthildur er menntaður stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og stjórnsýslufræðingur (MPA) frá PACE University í New York í Bandaríkjunum. 

Ásthildur var kosin í stjórn Reiknistofu bankanna í júní 2016.


GUNNLAUG OTTESEN

Gunnlaug Ottesen er fædd 1957 og starfar sem verkefnastjóri og ráðgjafi hjá SAGlobal Iceland ehf. Hún hefur víðtæka þekkingu og reynslu af stjórnun, rekstri og uppbyggingu hugbúnaðarfyrirtækja ásamt verkefnastjórnun, ráðgjöf í upplýsingatækni, innleiðingu viðskiptakerfa og uppbyggingu og innleiðingu gæðakerfa. Gunnlaug var verkefnastjóri og ráðgjafi á upplýsingatæknisviði Marel frá 2012 til 2015. Hún var forstöðumaður viðskiptalausnasviðs HugarAx frá sameiningu Ax hugbúnaðarhúss og Hugar árið 2006 og þar til 2011.  Hjá Ax hugbúnaðarhúsi starfaði hún frá 2003 sem deildarstjóri viðskipta- og stjórnendalausna, gæðastjóri og verkefnastjóri. Gunnlaug starfaði hjá Landsteinum Ísland frá sameiningu Þróunar hf. og Landsteina árið 2001, hjá Landsteinum starfaði hún sem aðstoðarframkvæmdastjóri og gæðastjóri, en hjá Þróun starfaði hún frá 1989 sem deildarstjóri viðskiptalausna, aðstoðarframkvæmdastjóri, þjónustustjóri og gæðastjóri. Gunnlaug starfaði í tölvudeild KEA frá 1984 til 1989 sem deildarstjóri, verkefnastjóri, ráðgjafi og forritari. Hún starfaði einnig sem stundakennari í stærðfræði og tölvunarfræði við Menntaskólann á Akureyri frá 1984-1986.

Gunnlaug er með B.Sc. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í reiknifræði (Mathematical Sciences) frá Florida International University. Gunnlaug hefur setið í stjórn Reiknistofu bankanna frá 2012.


Anna Bjarney Sigurðardóttir


PÁLL JENSSON

Páll Jensson er fæddur 1947. Páll er prófessor við Háskólann í Reykjavík og sviðsstjóri Fjármála- og rekstrarverkfræðisviðs. Hann starfaði hjá IBM á Íslandi 1975-1977, var forstöðumaður Reiknistofnunar Háskóla Íslands 1977-1987 og prófessor í iðnaðarverkfræði við HÍ 1987-2011. Hann hefur samhliða kennslu og rannsóknum setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og verið ráðgjafi m.a. á sviði upplýsingatækni og arðsemimats. Eitt af ráðgjafaverkefnum Páls undir lok síðustu aldar var áætlun um að breyta Reiknistofu bankanna í hlutafélag.

Páll lauk MSc prófi í iðnaðarverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet 1972 og úskrifaðist með PhD gráðu þaðan í aðgerðarannsóknum 1975. Páll hefur setið í stjórn Reiknistofu bankanna frá 2012.

Undirnefndir stjórnar

Samkvæmt starfsreglum stjórnar skipar stjórn fulltrúa í undirnefndir stjórnar eigi síðar en mánuði eftir aðalfund.

Þann  16.04.2018 skipaði stjórn fulltrúa í eftirtaldar nefndir fyrir næsta starfsár:

Endurskoðunarnefnd

Nefndin er skipuð þremur aðilum. Af hálfu stjórnar eiga sæti í nefndinni Anna Bjarney Sigurðardóttir og Gunnlaug Ottesen.  Til formennsku í nefndinni fékk stjórnin utanaðkomandi sérfræðing, Sigurð Þórðarson, löggiltan endurskoðanda.

Hlutverk og starfsáætlun endurskoðunarnefndar má nálgast hér fyrir neðan.

Hlutverk og áætlun PDF

Starfskjaranefnd

Nefndin er skipuð þremur aðilum. Af hálfu stjórnar eiga sæti í nefndinni Ásthildur Sturludóttir og Páll Jensson. Til formennsku í nefndinni fékk stjórnin utanaðkomandi sérfræðing, Margréti Guðmundsdóttur.

Hlutverk og starfsáætlun starfskjaranefndar má nálgast hér fyrir neðan.

Hlutverk og áætlun PDF

Starfskjarastefna RB 28.03.2017.pdf

Endurskoðendur

Ytri endurskoðandi félagsins er KPMG, Guðný Helga Guðmundsdóttir.

Innri endurskoðandi félagsins er PwC, Jón Sigurðsson.

Saga RB

1973

Meistarastykkið Dark Side of the Moon með Pink Floyd kemur út og RB stofnað

Skoða nánar