Stjórn

Hér má finna starfsreglur og samþykktir fyrir félagsstjórn RB:

Sævar Freyr Þráinsson -Stjórnarformaður

Sævar Freyr  hefur starfað sem bæjarstjóri Akraneskaupstaðar frá 2017.

Sævar Freyr var forstjóri 365 miðla frá árinu 2014 en starfaði hjá Símanum frá 1995. Hann var forstjóri Símans í rúm sex ár frá 2007 til 2014. Þar áður framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og á undan því framkvæmdastjóri farsímasviðs. Fram að því hafði Sævar Freyr stýrt ýmsum deildum Símans og borið m.a. ábyrgð á þróun, sölu, markaðsmálum, vörustjórnun, viðskiptastýringu og gagnalausnum. Sævar Freyr hefur setið í stjórn tólf upplýsingatækni- og fjarskipta fyrirtækja í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og á Íslandi ásamt því að hafa verið í stjórn Viðskiptaráðs, Íslenska Sjávarklasans og Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.

Sævar Freyr situr í stjórn Eignarhaldsfélags Spalar, Knattspyrnufélags ÍA, hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og góðgerðarfélagsins Club 71.

Sævar Freyr lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1995.

Sævar Freyr hefur setið í stjórn Reiknistofu bankanna frá 2018.

ÁSTHILDUR STURLUDÓTTIR

Ásthildur hefur starfað sem bæjarstjóri á Akureyri frá 2018 en var  áður bæjarstjóri Vesturbyggðar frá 2010.

Þar áður var hún verkefnisstjóri á rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, verkefnisstjóri hjá Portus ehf. (Félag um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss), framkvæmdastjóri samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og verkefnisstjóri atvinnuþróunarfélags Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV-þróun og ráðgjöf). Ásthildur sat í stjórn RÚV ohf. þar til í maí 2016 og í stjórn Byggðastofnunar frá 2014-2016.

Ásthildur er menntaður stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og stjórnsýslufræðingur (MPA) frá PACE University í New York í Bandaríkjunum. 

Ásthildur hefur setið í stjórn Reiknistofu bankanna frá 2016.


SIGRÚN RAGNA ÓLAFSDÓTTIR

Sigrún Ragna er sjálfstætt starfandi ráðgjafi sem hefur víðtæka stjórnunarreynslu. Sigrún Ragna hefur m.a. verið forstjóri Mannvits, Vátryggingarfélags Íslands og Líftryggingafélags Íslands. Þar áður var hún framkvæmdastjóri fjármála og reksturs hjá Íslandsbanka og endurskoðandi, meðeigandi og stjórnarformaðu hjá Deloitte.

Sigrún Ragna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, löggiltur endurskoðandi og með MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Sigrún Ragna hefur setið í stjórn Reiknistofu bankanna frá 2019.


Anna Bjarney Sigurðardóttir

Anna Bjarney hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármála, mannauðs og tækni hjá RÚV frá 2014.

Hún var áður framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Landsbankans frá 2008 - 2011, forstöðumaður útibúaþróunar hjá Landsbankanum frá 2003-2008 og forstöðumaður áætlana og rekstrareftirlits hjá Búnaðarbankanum frá 1998-2003. Fram að því starfaði Anna við verkefnastjórn og ýmis sérfræðistörf hjá Búnaðarbankanum. Anna sat í stjórn tryggingafélagsins Varðar og Varðar Líftrygginga frá 2008-2011, í stjórn SP fjármögnunar frá 2008-2011 og í stjórn Rekstrarfélags Virðingar frá 2014-2018.

Anna Bjarney er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands og MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá sama skóla.

Anna Bjarney hefur setið í stjórn Reiknistofu bankanna frá 2018.


INGI ÖRN GEIRSSON

Ingi Örn starfaði sem Business Analyst hjá Landsbankanum frá 2007-2018 og deildarstjóri í samningaumsjón hjá bankanum frá 2007. Þar áður var Ingi Örn m.a. framkvæmdastjóri Upplýsinga- og tæknisviðs hjá Kaupþing frá 1985-2007 og forstöðumaður tölvudeildar Búnaðarbanka Íslands frá 1985-2003. Ingi Örn starfaði hjá RB á árunum 1977-1985.

Ingi Örn er menntaður í rekstarhagfræði og tölvunarfræði frá Lunds Universitet.

Ingi Örn hefur setið í stjórn Reiknistofu bankanna frá 2019.

Undirnefndir stjórnar

Samkvæmt starfsreglum stjórnar skipar stjórn fulltrúa í undirnefndir stjórnar eigi síðar en mánuði eftir aðalfund.

Endurskoðunarnefnd

Nefndin er skipuð þremur aðilum. Af hálfu stjórnar eiga sæti í nefndinni Anna Bjarney Sigurðardóttir og Sigrún Ragna Ólafsdóttir.  Til formennsku í nefndinni fékk stjórnin utanaðkomandi sérfræðing, Sigurð Þórðarson, löggiltan endurskoðanda.

Hlutverk og starfsáætlun endurskoðunarnefndar má nálgast hér fyrir neðan.

Starfsreglur endurskoðunarnefndar.pdf

Starfskjaranefnd

Nefndin er skipuð þremur stjornarmönnum, þeim Ásthildi Sturludóttur og Ingi Erni Geirssyni og Sævari Frey Þráinssyni sem jafnframt gegnir formennsku í nefndinni.

Hlutverk og starfsáætlun starfskjaranefndar má nálgast hér fyrir neðan.

Starfsreglur starfskjaranefndar 

Starfskjarastefna RB 2020

Endurskoðendur

Ytri endurskoðandi félagsins er KPMG, Guðný Helga Guðmundsdóttir.

Innri endurskoðandi félagsins er PwC, Jón Sigurðsson.

Saga RB

1973

Meistarastykkið Dark Side of the Moon með Pink Floyd kemur út og RB stofnað

Skoða nánar