Styrktarbeiðnir 

Ár hvert ráðstöfum við ákveðinni fjárhæð sem rennur til hinna ýmsu góðgerðarmála. Áhersla RB hefur verið á styrkri sem stuðla að aukinni fræðslu og áhuga ungs fólks á forritun og tækni. RB er m.a. stofnaðili að Forriturum framtíðarinnar sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu tækni í skólum landsins og hefur tekið þátt í Stelpum og Tækni frá upphafi verkefnisins.

Einnig leggur RB mjög mikla áherslu á jafnréttismál í víðum skilningi og málefni því tengdu. RB hefur verið styrktaraðili FKA, Vertonet, Systra í HR og ADA í HÍ.

Hjá RB gefst starfsfólki einnig kostur á að leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála með því að verja einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis. Starfsfólk velur sér sjálft málefnið sem vill veita lið.

Til að sækja um styrk hjá RB biðjum við ykkur um að svara neðangreindum spurningum. Við skoðum allar beiðnir og einsetjum okkur að svara fyrirspurnum innan 2 vikna.

Styrkir