Meðferð persónuupplýsinga

Öll meðferð persónuupplýsinga sem RB hefur umsjón yfir, sem ábyrgðar- eða vinnsluaðili, skal fylgja lögum og reglum sem gilda um meðferð slíkra gagna. Í því skyni að tryggja fulla fylgni við lög og reglur beitir RB tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum sem tryggja leynd, réttleika og tiltækileika persónuupplýsinga. Þessar tæknilegu og skipulagslegu ráðstafanir eru hluti af stjórnkerfi upplýsingaöryggis sem tekur mið af vottunarstaðlinum ISO/IEC 27001:2013 og PCI DSS 3.2 staðli um meðferð og umsýslu greiðslukortaupplýsinga.

RB hefur sett sér persónuverndarstefnu sem nær til allrar starfsemi fyrirtækisins og allra persónugreinanlegra gagna sem fyrirtækið höndlar með sem ábyrgðar- eða vinnsluaðili.

Tilgreindur persónuverndarfulltrúi 

RB hefur á hverjum tíma tilnefndan persónuverndarfulltrúa. Hlutverki og skyldum persónuverndarfulltrúa er lýst í sérstakri starfslýsingu sem m.a. tekur mið af lögbundnum kröfum sem gerðar eru.

Hægt er að nálgast persónuverndarfulltrúa RB í síma 569 8877 og með því að senda tölvupóst á netfangið personuvernd@rb.is.

Vinnustaðurinn

Gildin okkar

100% Fagmennska, öryggi og ástríða

Skoða nánar