Módelbanki RB

RB er breytingarafl á íslenskum fjármálamarkaði með því að þróa og innleiða Módelbanka RB sem mun skapa mikla hagræðingu og aukinn sveigjanleika á fjármálamarkaði. Með Módelbankanum veitir RB að bönkum og sparisjóðum alhliða tækniþjónustu þegar kemur að greiðslum og viðskiptabankastarfsemi.

Mikil hagræðingartækifæri með Módelbanka RB

Módelbankinn byggir á eftirfarandi stoðum:

  • Alrekstur grunninnviða (IAAS)
  • Torgvæðing grunnkerfa (PAAS)
  • Endurnýjun grunnkerfa (SAAS)

Alrekstur grunninnviÐa (IAAS)

RB vinnur að því að stórauka þjónustu sína við vélbúnaðarumhverfi fjármálafyrirtækja sem felst t.d. í rekstri sýndarnetþjóna, gagnaafritun, netlagi, eldveggjum, og öryggismálum.

TorgvæÐing grunnkerfa (PAAS)

RB er að byggja upp tölvuský fyrir íslensk fjármálafyrirtæki í kringum grunnkerfi RB þar sem tryggð verða stöðluð þjónustu- og gagnaskil við grunnkerfin.

Endurnýjun grunnkerfa (SAAS)

RB vinnur að því að skipta út grunnkerfum og er þar sérstaklega horft til innlána, útlána og greiðslna.

HvaÐa þýÐingu hefur Módelbanki RB fyrir tækniumhverfi RB?

Módelbanki RB hefur grundvallaráhrif á það tækniumhverfi sem RB rekur í dag og er í raun kúvending í tæknistefnu RB þar sem horfið er frá notkun stórtölvuumhverfis og þess í stað lögð áhersla á uppbyggingu tækniumhverfis sem er sambærilegt við það umhverfi sem okkar viðskiptavinir nota. RB hefur frá upphafi byggt starfsemi sína á stórtölvuumhverfi sem bíður upp á mikið rekstraröryggi og hagkvæman rekstur þegar um er að ræða mikið gagnamagn og stöðugt álag í langan tíma, en hagkvæmni þess minnkar mikið þegar álag er ójafnt.

Þróun í upplýsingatækni hefur breytt landslagi fjármálastofnana mikið og fara bankaviðskipti nú að mestu fram í gegnum netbanka og að miklu leyti á fáum dögum í kringum mánaðamót. 

Þetta hefur minnkað mjög hagkvæmni í rekstri stórtölvuumhverfis og leitt af sér fjölmargar heimasmíðaðar lausnir hjá viðskiptavinum sem notaðar eru til þess að bæta virkni við grunnkerfi RB og til þess að taka við stórum hluta þess álags sem kerfi eins og netbanki skapar.

Módelbanki RB gerir þær kröfur til tækniumhverfis RB að hægt sé að hýsa allar þær lausnir sem nauðsynlegar eru fyrir hefðbundna viðskiptabankastarfsemi miðlægt á einum stað með sambærilegu rekstraröryggi og áður var, en með aðgangi að mun meira tölvuafli þegar þess þarf. Einnig þarf að tryggja að skölunarmöguleikar tækniumhverfis RB séu með þeim hætti að hægt sé að lækka kostnað viðskiptavina þegar dregur úr notkun og að kostnaður sé ekki fastsettur til margra ára í senn.

Hvaða þýðingu hefur Módelbanki RB fyrir starfsemi bankanna?

Með Módelbanka RB fá viðskiptavinir aðgengi að lausnum fyrir alla þætti viðskiptabankastarfsemi þar sem allur kostnaður er fyrirsjáanlegur. Rekstri, viðhaldi og þjónustu kerfa er svo sinnt af RB. Það skapar tækifæri til hagræðingar með fækkun heimasmíðaðra kerfa, auk þess sem viðskiptavinir geta fært meginþunga þróunar sinnar frá viðhaldi og rekstri slíkra kerfa yfir í virðisaukandi lausnir.

Módelbanki RB hefur nú þegar þau áhrif að viðskiptavinir RB fá aukið aðgengi að grunnkerfum RB og geta þannig dregið verulega úr bæði kostnaði og rekstraráhættu eigin lausna. Einnig geta þeir í auknum mæli beint álagi af eigin tækniumhverfi yfir á tækniumhverfi RB og þannig minnkað verulega fjárfestingarþörf í eigin vél- og hugbúnaði.

Vinnustaðurinn

Gildin okkar

100% Fagmennska, öryggi og ástríða

Skoða nánar