Yfirlit

Viðburðir

Fréttir
16.09.2019

Vertonet heimsækir RB

Vertonet stendur fyrir opnunarviðburði fimmtudaginn 19. september nk. hjá RB, frá kl 17:00 -19:00. Yfirskrift fundarins er:

Þín leið: markmið og árangur.

Skráning

Fréttir
10.09.2019

Haustviðburður RB í samstarfi við Syndis

UPPSELT ER Á VIÐBURÐINN!

Þökkum frábærar móttökur og hlökkum til að sjá alla sem skráðu sig 9. október.

______________________________________________________________________

Fréttir
21.08.2019

Vilt þú læra meira um Docker?

UPPSELT ER Á VIÐBURÐINN.

ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR, ERUM BÚIN AÐ FLYTJA VIÐBURÐINN Í SILFURBERG Í HÖRPU.

Gámar (e. containers) eru sífellt meira notaðir við að þróa og dreifa hugbúnaði. Ekki að ástæðulausu þar sem því getur fylgt mikil hagræðing, allt að tíföldun í uppfærsluhraða og 50% minni rekstrartruflanir.


Ef þú vilt læra um Docker, Kubernetes og gáma, er þetta frábært tækifæri til að læra af sérfræðingum frá Docker sem heimsækja okkur 6. september.


Fréttir
17.09.2018

RegTech, lausnin að sífellt flóknara regluverki?

Reiknistofa bankanna (RB) í samstarfi við breska ráðgjafarfyrirtækið Alvarez and Marsal stendur fyrir opnu málþingi þann 4. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni “RegTech - Lausnin við sífellt flóknara regluverki fjármálakerfisins?

Fjármálaþjónusta í heiminum er að breytast hratt, regluverkið verður sífellt flóknara og flækjustigið er að aukast. Til að einfalda innleiðingu og samþættingu upplýsingatækni og þess regluverks sem fjármálafyrirtæki búa við hafa orðið til svokölluð “RegTech“ fyrirtæki sem sérhæfa sig í ráðgjöf og þróun lausna á þessu sviði.
Fréttir
10.04.2018

Vorráðstefna RB 2018

Taktu frá 15. maí 2018 og mættu í Hörpu á einstaklega spennandi ráðstefnu undir yfirskriftinni, "Hver ætlar að baka kökuna?"

Viðburðir
16.03.2017

Vorráðstefna RB 2017

Taktu frá 10. maí 2017 og mættu í Hörpu á einstaklega spennandi ráðstefnu, THE DIGITALIZATION OF THE FINANCE SECTOR, um upplýsingatækni og fjármálaþjónustu framtíðarinnar.

Viðburðir
12.04.2016

Sú kemur tíð

Ráðstefna um upplýsingatækni og fjármálaþjónustu framtíðarinnar miðvikudaginn 4. maí 2016 í Hörpu.

Viðburðir
01.04.2016

Hugvekja um nýsköpun í fjármálastarfsemi

Skráðu þig á spennandi morgunverðarfund fimmtudaginn 14. apríl milli klukkan 8:45 og 10:15.

Um er að ræða “hugvekju” um það hvernig fjármálastarfsemi er að breytast með tilliti til nýsköpunar.

Viðburðir
16.10.2015

RB SQUARE

RB býður þér á Off Venue viðburð á Airwaves, RB SQUARE, föstudaginn 6. nóvember í glerskálanum í Höfðatorgi. 

Viðburðir
14.10.2015

Sameining öryggisstjórnkerfa: Reynslusaga frá samruna RB og Teris

Spennandi morgunverðarfundur í nóvember.

Í byrjun árs 2012 keypti RB stærstan hluta eigna upplýsingatæknifyrirtækisins Teris og voru fyrirtækin í kjölfarið sameinuð.

Við samruna þarf að taka á mörgum áskorunum s.s. samþættingu fyrirtækjamenningar, lausnaframboðs, gæðakerfis o.fl.

Viðburðir
26.02.2015

AngularJS

Skráðu þig á spennandi morgunverðarfund um AngularJS. AngularJS er "javascript framework" sem auðveldar forritun á framendalausnum.  Um er að ræða "open source project" sem er viðhaldið af Google. AngularJS hefur á skömmum tíma náð mikilli útbreiðslu og er að verða eitt vinsælasta tólið til að búa til falleg og notendavæn viðmót á vefsíðum.

Viðburðir
30.10.2014

Framtíðin í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja 2.0

Fagráðstefna RB á Icelandair Hótel Reykjavik Natura 30. október 2014. Gífurlega áhugaverð og spennandi ráðstefna um það hvernig upplýsingatækni í fjámálageiranum mun þróast á næstu árum.  Haustráðstefna RB er orðin einn stærsti viðburðurinn ár hvert í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja.

Viðburðir
18.09.2014

Chef: Kokkurinn, matreiðslubækurnar og uppskriftirnar

Við hvetjum þig til að taka frá fimmtudaginn 18. september, klukkan 8:30 - 10:00, og mæta á spennandi morgunverðarfund hjá RB. Á fundinum verður fjallað um rekstrartólið Chef, hvað það hefur upp á að bjóða og hvernig RB notar það. Chef er mjög sveigjanlegt tól sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um vélar í rekstrarumhverfi og dreifa hugbúnaði og kóða.  Auk þess sem það auðveldar fyrirtækjum að skilgreina tæknilega innviði (infrastructure) sína.

Viðburðir
15.05.2014

Frá gluggaumslögum til tölvuskýja

Við hvetjum þig til að taka frá fimmtudaginn 15. maí, kl. 8:30-10:00, og mæta á spennandi morgunverðarfund hjá RB. Á fundinum verður sögð reynslusaga af hjúpun grunnkerfa og þeim áskorunum sem því fylgir.

Viðburðir
22.10.2013

Framtíðin í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja

Fagráðstefna í Hörpu Þriðjudaginn 22. október kl. 13:00 til 16:30. RB hefur sett saman gífurlega áhugaverða og spennandi ráðstefnu um það hvernig upplýsingatækni mun umbreyta tækniuppbyggingu fjármálageirans og þau hagræðingartækifæri sem í henni felast.  Þá verður fjallað um nýsköpun og hvernig hugmyndir komast í framkvæmd og verða að veruleika.