Yfirlit

Blogg

Fréttir
19.09.2017

Kapphlaupið um gögnin

Í athyglisverðri grein sem birtist nýverið í tímaritinu Economist var því haldið fram að gögn séu orðin verðmætustu auðlindir hagkerfisins í dag og séu í raun olía tuttugustu og fyrstu aldar. 

Fréttir
14.09.2017

Aukin neytendavernd með nýjum persónuverndarlögum

Ný persónuverndarlög, GDPR (General Data Protection Regulagion) taka gildi 25. maí 2018. Stefnt er að því að lögin taki gildi á sama tíma á Íslandi.

Fréttir
12.09.2017

Nýir þátttakendur á fjármálamarkaði

Á næsta ári taka gildi innan ESB ný lög um greiðsluþjónustu (e. PSD2) sem munu koma til með að hafa byltingarkennd áhrif á markaðinn. Fyrirhugað er að innleiða tilskipunina í íslensk lög á komandi ári. Með nýju lögunum, PSD2, er verið að aðgreina á milli framleiðslu og dreifingu fjármálaþjónustu.

Blogg
06.09.2017

Fjármálamarkaðurinn fyrir og eftir ný lög um greiðsluþjónustu

Ný samevrópsk löggjöf um greiðsluþjónustu, PSD2, mun hafa mikil áhrif á fjármálafyrirtæki, verslanir og neytendur. Fjallað var um löggjöfina í öðrum pistli (sjá hér) en markmiðið með þessum pistli er að skoða hin praktísku áhrif sem löggjöfin mun hafa á markaðinn með tveimur dæmum.

Blogg
29.08.2017

Ísland - ekki lengur eyland á fjármálamarkaði

Á næstu fimm árum mun fjármálaþjónusta á Íslandi, og þá sérstaklega starfsemi viðskiptabanka, taka stakkaskiptum með tilkomu nýrra fjártæknilausna, nýrra viðskiptamódela í fjármálaþjónustu og nýrra samevrópskra laga um fjármálaþjónustu.  Þessar breytingar munu leiða til þess að þátttakendum á íslenskum fjármálamarkaði mun fjölga.

Blogg
26.04.2017

Stjórnun upplýsinga í alvarlegum atvikum

Eitt það mikilvægasta í stóratvikastjórnun er að sjá til þess að allir sem þurfa séu upplýstir frá upphafi til enda. Þetta er einnig sá hluti sem er hvað viðkvæmastur og erfiðastur að útfæra fyrir alla þá sem að ferlinu koma. Major incident manager RB (hér eftir MIM) léttir þessari upplýsingaskyldu að miklu leyti af þeim sem vinna að lausn og hlífir þeim við stöðugu áreiti frá viðskiptavinum og yfirstjórn. Á sama tíma þarf MIM alltaf að vera upplýstur um stöðuna til að geta veitt upplýsingum áfram viðeigandi aðila.

Blogg
17.11.2016

ITIL Major Incident Management

Hvað er Major incident og Hvenær verður incident að Major incident?

Blogg
22.04.2016

Að miðla þekkingu - DB2 Got Talent 2016

Fyrir fáeinum vikum síðan tók ég þátt í fyrirlestra-keppni á netinu sem bar yfirskriftina “DB2 Got Talent 2016” og fólst í því að keppendur fengu 7 mínútur til að koma frá sér afmörkuðu efni sem það hefur öðlast reynslu af og dýpri þekkingu á í tengslum við vinnu þeirra á DB2 gagnagrunninum, hvort sem um er að ræða DB2 á Linux Unix Windows (LUW) umhverfinu eða á stórtölvu (Mainframe z/OS). 

Blogg
11.11.2015

Um jólagjafir vinnustaða

Þessa dagana hrúgast inn jólagjafahugmyndirnar til fyrirtækja landsins frá hinum ýmsu söluaðilum. Þá hefjast heilaumbrotin miklu hjá hinum útvöldu sem fá það „vinsæla“ hlutskipti að finna jólagjöfina í ár fyrir starfsfólkið. Þetta er klárlega fyrsti forboði jólanna og við færumst sífellt framar í dagatalinu með jólaundirbúninginn. Stundum verður þetta til þess að einhver á skrifstofunni fer að humma jólalög á þessum annars ótímabæra tíma ársins, sem er bara hressandi!

Blogg
28.09.2015

Þróun á nýju kerfi er langhlaup

Undanfarna mánuði hef ég ásamt vinnufélögum mínum og samstarfsaðilum unnið að því að þróa stórt tölvukerfi, sem taka á við mörgum af mikilvægustu verkefnum fjármálakerfisins á Íslandi. Stundum gengur allt eins og í sögu, allir eru glaðir í bragði og vissir um góðan árangur. Stundum er svo eins og allt gangi á afturfótunum.  „Hinir“ eru allir að gera eitthvað vitlaust og trúin á að við munum ljúka verkefninu á réttum tíma brestur.

Blogg
08.04.2015

Persónuleg samskipti

Í síðustu viku sendi átta ára sonur minn mér sms klukkan sjö um morgun úr næsta herbergi og bað mig um að finna föt á sig.  Við vitum að nánast heil kynslóð er hætt að tala saman í síma og flest samskipti fara fram í rafrænu formi.  Það sem ég velti fyrir mér er á hvaða hátt hefur þetta áhrif á okkur dags daglega bæði í okkar persónulega lífi og vinnutengt.  Erum við almennt orðin feimnari við að hringja í fólk og hitta það eða þykir það orðið of persónulegt að hringja beint í gsm síma hjá viðskiptavinum okkar og tengiliðum ?   Sjálf hef ég reynt að leggja upp úr því að þekkja mína tengiliði persónulega og reyni heldur að hringja beint í þá og hitta í kaffi til að ræða málin.

Blogg
05.01.2015

Aukin skilvirkni í hugbúnaðargerð

Hjá Reiknistofu bankanna starfa um 70 manns á hugbúnaðarsviði og því eru mörg scrum-teymi að störfum hverju sinni.  Tækniumhverfið er einnig ansi viðamikið hjá okkur þar sem við erum bæði að viðhalda eldri lausnum, útfæra nýjar lausnir og í stórum innleiðingarverkefnum á aðkeyptum lausnum.  Til að flækjustigið verði ekki of mikið í útfærslu, viðhaldi og rekstri á öllum þeim lausnum sem er verið að vinna með þá höfum við útbúið mikið af fyrirfram skilgreindum hönnunarlýsingum og sniðmátum (e. Design Patters and Templates) þvert á teymi og lausnir.

Blogg
15.09.2014

Hverjar eru þínar væntingar?

Dags daglega mynda ég mér allskonar væntingar, án þess raunverulega að gera mér jafnvel grein fyrir því sjálf. Ég vakna í rútínu dagsins, bind vonir við að börnin vakni „réttu megin" og þjóti fram úr morgunhress, fer síðan í vinnuna með ýmsar væntingar í kollinum. Væntingar vinnudagsins geta ýmist verið að ráða fram úr krefjandi verkefnum sem ég veit að liggja á borðinu þegar ég mæti, eða bara að kaffibollinn verði jafngóður í dag og í gær hjá kaffiþjóninum á Kaffistofunni Höfðatorgi. Hann gefur mér gjarnan speki dagsins í farteskið. Ég er eiginlega farin að binda væntingar við að það almennt fylgi bollanum. Eðli okkar er svolítið þannig, að innan sem utan vinnustaðarins erum við sífellt að móta okkar eigin væntingar.

Blogg
19.06.2014

Viltu upplifa?

Fyrir rúmri viku var ég „plötuð" til að vera driver fyrir  samstarfsfélaga mína sem höfðu skráð sig til leiks í Blue Lagoon Challenge. Mitt hlutverk var einungis að sækja þá í Bláa lónið þar sem endamark keppninnar var. Ég hef aldrei tekið þátt í hjólakeppni, rekin áfram af forvitni sló ég til. Vikuna fyrir hlustaði ég á umræður þeirra félaga í liðinu RBz; hvaða tíma þeir ætluðu að ná, hvort létta ætti hjólið, hvernig þeir ætluðu klæddir, hvað ætti að innbyrða á leiðinni, hvernig veðrið yrði, hvenær ég ætti að koma að sækja þá o.s.frv.

Blogg
10.06.2014

Þegar Captain Kirk kenndi mér að vera verkefnastjóri

Í haust var ég plataður til þess að taka að mér verkefnastýringu á Torgvæðingu Grunnkerfa RB. Á þessum tíma hafði ég aðeins litla reynslu af verkefnastjórn og ég fór því að velta fyrir mér til hvaða fyrirmynda ég myndi vilja líta. Í gegnum tíðina hef ég haft marga góða yfirmenn en eiginlega enginn þeirra var frábær verkefnastjóri það var því ekki annað að gera en að leita fanga víðar. Sem betur fer þá mundi ég eftir einum kappa sem ég gat leitað til og það var Captain James Tiberius Kirk. Hann hefur á sínum glæsta ferli stýrt stórum hópi fólks til þess að komast í gegnum hina ótrúlegustu erfiðleika.

Blogg
22.05.2014

Er forritun jafn mikilvæg fyrir krakkana okkar og íslenska eða stærðfræði?

Þegar stórt er spurt er fátt um svör enda ekkert eitt rétt svar til við þessari spurningu og skoðanirnar á þessu örugglega jafn margar og einstaklingarnir sem þær hafa.  Í aðalnámskrá grunnskóla má finna þessi fög auk ensku, dönsku, íþrótta, listgreina, náttúrugreina, samfélagsgreina o.fl. Allt góð, gild og mikilvæg fög og ekkert út á þau að setja.  Upplýsinga- og tæknimenntun má líka finna á námskránni en fær töluvert minni sess en fyrrnefnd fög í henni.

Blogg
14.05.2014

Sjálfumglaði hjólarinn

Það er fátt meira óþolandi en feitlagni dúddinn á hjólinu sem þvælist fyrir þér í umferðinni, klæddur allt of þröngum spandexfatnaði, hjólandi eins og hann eigi heiminn. Með skítaglott á smettinu og rífandi kjaft út af engu og gefandi fingurinn hægri vinstri.  Getur hann ekki drullast til að hjóla á gangstéttinni þar sem hann á heima? Þessi dúddi er ég.

Blogg
07.05.2014

Saklaus hugleiðing um mataræði fyrir kyrrsetufólk

Það er örlítið skondið að ég ætli í þessum pistli að fjalla um mataræði fyrir kyrrsetufólk. Sjálfur hef ég alla tíð unnið á gólfinu „tekið vaktina" eins og sagt er í matreiðslunni. En eftir að ég snéri mér að hefðbundnum dagvinnutíma í starfi mínu sem matreiðslumeistari í mötuneyti Reiknistofu Bankanna hef ég í auknum mæli varið frítíma mínum í  hreyfingu s.s. hjólreiðar, sund og hlaup.

Blogg
30.04.2014

Þróun og afkastageta gagnagrunna

Gagnagrunnar hafa undanfarin áratug tekið gríðarlegt stökk í þróun, afkastageta þeirra hefur margfaldast sem og  viðhald og annað utanumhald orðið betra samhliða auknu flækjustigi. Þessi þróun hefur orðið til þess að  margvíslegir möguleikar í forritun með SQL fyrirspurnamálinu hafa litið dagsins ljós. M.a. eru  möguleikar á að varpa gögnum úr einu formi í annað, áður en gögnunum er skilað til forrits, mun fjölbreyttari í dag en áður. Það sem er nýjast og heitast í dag er vörpun úr töfluformi (relational) yfir í JSON (Javascript Object Notation) til að geta flutt gögn yfir í snjallsíma með auðveldum hætti.

Blogg
15.04.2014

Sérstaða RB á heimsvísu í greiðslumiðlun

Við Íslendingar gerum okkur ef til vill ekki grein fyrir því hversu góðrar og skilvirkrar greiðslumiðlunar við njótum.  Í nágrannalöndum okkar er algengt að það taki einn dag að færa fjármuni á milli bankastofnanna. Sem dæmi, ef ég geri millifærslu í netbanka Landsbankans yfir á reikning í Arion banka, þá gerist það á stundinni, um leið og ýtt er á ,,millifæra". Oft er talað um T og T+1 í þessu sambandi, þar sem T  stendur fyrir daginn sem beðið er um millifærslu (transaction date) og T+1 stendur þá fyrir daginn eftir, þegar millifærslan er komin í gegn á áfangastað. Í sumum tilfellum getur millifærsla í nágrannalöndum okkar tekið þrjá daga eða T+3, en hjá okkur gerist þetta samdægurs eða T.

Blogg
08.04.2014

Stjórnendavandamál?

Á síðustu árum og áratugum hefur mikið verið fjallað um frammistöðustjórnun. Helstu áherslurnar hafa verið um hvað stjórnendur þurfa að gera gagnvart starfsfólki til að ná fram góðri, eða bættri frammistöðu hjá starfsfólki.