RB annáll

RB annáll

2017

Árið 2017 var sögulegt ár fyrir RB. Fyrsta áfanga í endurnýjun á innlána- og greiðslukerfum RB lauk 19. nóvember þegar Landsbankinn tók í notkun Sopra kerfið. Með því lauk fyrsta áfanga í einu stærsta upplýsingatækniverkefni sem farið hefur verið í á Íslandi. Í annálnum sjáið þið brot af því besta frá þessu lærdómsríka ári hjá RB.

1.

RB á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki

Það er fagnaðarefni að RB er á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2017, en aðeins 1,7% íslenskra fyrirtækja standast þau skilyrði sem sett eru. 

Janúar

2.

Nýr hýsingarsamningur við Kortaþjónustuna

Þann 9. janúar skrifaði Kortaþjónustan undir samning um hýsingu og rekstur á varavélasal sínum hjá RB.

Janúar

3.

Betri heyrnatól í boði Betra RB

Hið sívinsæla Betra RB verkefni þar sem starfsfólk leggur inn hugmyndir að bættu starfsumhverfi sló í gegn með nýjum þráðlausum heyrnatólum. Þessi vinningshugmynd er ætluð til að auka næði og njóta betur Spotify listans.

Janúar

1.

RB og FKA í samstarf um að efla hlut kvenna í tæknigeiranum

Með stolti gerðist RB velunnari Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, en hlutverk félagsins er að efla tengslanet og styðja kvenleiðtoga til að sækja fram og sameina þá. Hlutverk velunnara gengur í megin atriðum út á að styðja við starf FKA og þannig við öflugt hreyfiafl í íslensku atvinnulífi þar sem lögð er áhersla á jafnvægi og samfélagslega ábyrgð. Velunnarar styðja sína kvenstjórnendur til að sækja fram með aðild að FKA og hvetja til starfsþróunar, sýnileika og tengslamyndunar í FKA.

Febrúar

2.

Samningur um samnýtingu stórtölvu

Þann 10. febrúar undirrituðu RB og Advania samning um samnýtingu á Stórtölvu RB, þar með eru fleiri aðilar en RB eingöngu að sjá um rekstur á einu stórtölvu landsins.

Febrúar

3.

RB á Framadögum

Hressir starfsmenn RB stóðu vaktina og prýddu RB básinn á Framadögum háskólanna sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík 9. febúar. Alltaf jafn gaman að taka þátt í þessum viðburði og hitta framtíðarstarfsfólk.

Febrúar

4.

Stóratvikastjórnun á UT messunni

Ásgeir Logi Ísleifsson atvikastjóri RB hélt áhugaverðan fyrirlestur um stóratvikastjórnun við góðar undirtektir á UT messunni. Þar fjallaði hann um hvernig þessum málum er háttað hjá RB og hvernig RB stýrir sínu stóratvikaferli (Major Incident Process).

Febrúar

5.

Nýr viðskiptavinur RB

Handpoint bættist í hóp viðskiptavina RB þann 8. febrúar með undirritun að hýsingu á búnaði í PCI vottuðum skáp í vélasal RB.

Febrúar

5.

Dekurveisla

Við fengum til okkar góða gesti, meistarakokkana Ívar Unnsteinsson og Sigurð Karl Guðgeirsson frá Garra, sem matreiddu meistaralega Sashimi, nigiri-kodda og "sushirido". 

Febrúar

Tæplega

180
Starfsmenn í rúmlega 177 stöðugildum

Um það bil

36%
starfsfólks eru konur

Um það bil

40,5 %
starfsfólks eru með vistvænan samgöngusamning

1.

RB flokkar

Til enn frekari eflingar á samfélagslegri ábyrgð var gangsett formleg áhersla á flokkun sorps innan RB frá og með 1. mars. Svo nú flokkum við á öllum vígstöðvum innanhúss og höldum áfram að bæta okkur í þessum mikilvæga málaflokki.

Mars

2.

Pop-up búð opnuð

SRB starfsmannafélag RB hitaði upp fyrir árshátíðina með opnun Pop-up búðar. Þar var til sölu ýmiss varningur gegn gúmmítékkum, útrunnum debetkortum og brotnum kreditkortum. Starfsfólk komst þannig yfir veglegt árshátíðar góss til einkanota fyrir sig og sinn maka. 

Mars

3.

Árshátíð

Skemmtinefnd starfsmannafélags RB stóð fyrir skipulagningu á veglegri árshátíð fyrirtækisins þann 18. mars eins og þeim er von og vísa. Nú var Great Gatsby þemað allsráðandi, fólkið okkar uppáklætt í stórstjörnu klassa og rífandi stemning. Takk fyrir okkur!

Mars

1.

Stelpur og tækni

RB tók þátt í verkefninu Stelpur og tækni sem skipulagt er af Háskólanum í Reykjavík. Verkefnið gengur út á að kynna möguleika í tækninámi fyrir stelpum í 9. bekk. Við tókum á móti flottum hópi frá Langholtsskóla og þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Apríl

2.

RB fær gullvottun frá Hjólavottun

RB hlaut gullvottun frá Hjólavottun. Vottunin er okkur mikilvæg og styður við stefnu RB um vistvæna samgöngustefnu. Vottunin gefur okkur vísbendingu um að við séum á réttri leið í þessum mikilvæga og skemmtilega málaflokki.

Apríl

3.

RB og VIRK skrifa undir samstarfsyfirlýsingu

RB skrifaði undir samstarfsyfirlýsingu við Virk, vegna þróunarverkefnis um innleiðingu á verkferlum tengdum endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys. RB er stolt af því að taka þátt í þessu þróunarverkefni og fellur vel að stefnu félagsins um samfélagslega ábyrgð. Hvetjum önnur fyrirtæki til þess sama.

Apríl

1.

Vorráðstefna RB

Vorráðstefna RB fór fram í Hörpu þann 10. maí. Á ráðstefnunni með yfirskriftina "The digitalization of the financial sector" var fjallað um það hvernig viðskiptamódel banka hefur verið að  breytast undanfarin ár og hvernig sú þróun mun halda áfram í framtíðinni. 

Maí

2.

Kaffikennsla RBucks

Við fengum til okkar tvo góða gesti, leiðbeinindur frá Te og kaffi til að kenna okkur heimatökin á kaffihúsavél RB og buðu upp á örnámskeið í kaffigerð. 

Maí

3.

Fjallahjólagarpar RB

Fjallahjólagarpar RB tóku sig saman og stofnuðu hóp fyrir alla þá sem vilja skemmta sér á fjallahjóli í góðra vina hópi. Létt, skemmtilegt og krefjandi í bland.

Maí

1.

RB Classic

RB Classic hjólreiðakeppnin fór fram þann 10. júní í blíðskaparveðri. Yfir 250 manns tóku þátt í mótinu sem einkenndist af krafti og gleði. Takk fyrir okkur!

Júní

2.

Ódýrari greiðsluleið spennandi tímar!

Fréttatilkynning í Viðskiptablaði Morgunblaðsins birtist þar sem Aðalgeir Þorgrímsson framkvæmdastjóri RB fjallar um ódýrari greiðsluleið. Þar nefnir hann meðal annars að neytendur og söluaðilar geti sparað færslugjöld og færsluhirðingu þegar RB mun hleypa af stokkunum nýrri leið fyrir farsímagreiðslur hér á landi. Spennandi tímar!

Júní

3.

Samningur um nýtt greiðslumiðlunarkerfi

RB og Seðlabanki Íslands hafa gert með sér samning um uppfærslu á stórgreiðslu- og jöfnunarkerfi. Samningurinn felur í sér ýmsa þjónustuþætti RB ásamt rekstrarumhverfi kerfisins.  

Júní

4.

Sumarferð í Fljótavík

Galvaskir RB skörungar og makar skruppu í sumarferð í Fljótavík á Hornströndum. Myndin talar sínu máli enda náttúran stórbrotin.

Júní

5.

Money 20/20 ráðstefnan

Mikið er að gerast í heimi fjármálafyrirtækja þessa stundina með tilkomu nýrra greiðslulausna, aukinnar samkeppni frá fyrirtækjum utan hins hefðbundna fjármálageira (Fintech). Ráðstefnan Money 20/20 sem haldin var í Kaupmannahöfn dagana 26. - 28. júní sló í gegn þar sem RB bauðst að taka þátt í ráðstefnunni og vera leiðbeinandi fyrir bankana. Því var unnt að veita viðskiptavinum RB góðan afslátt sem endurspeglaði mjög góða þátttöku úr fjármálaumhverfinu og stendur til að endurtaka leikinn á árinu 2018. Allir þáttakendurnir fengu eitthvað fyrir sinn snúð og það má með sanni segja að ráðstefnan henti öllum gerðum fjármálafyrirtækja.

Ráðstefnan í tölum:

3 dagar

7 línur

20 keynotes

120 fyrirlestrar

Júní

RB Classic 2017

Spila myndband

1.

RB í Kjarnanum

Kjarninn var með áhugaverða úttekt á fjármálaþjónustu á Íslandi þar sem segir m.a.: "Reiknistofa bankanna hefur verið sá aðili sem hefur verið leiðandi í þessari umræðu hér á landi, meðal annars með ráðstefnuhaldi og opinni umræðu um helstu álitamálin. Það er til fyrirmyndar, enda mikið í húfi."

Júlí

2.

Plankað í vinnunni

Plankinn einu sinni á dag kemur skapinu í lag.

Júlí

3.

Áfram Ísland!

Að sjálfsögðu var boðið upp á bollakökur í fánalitunum til að koma okkur í gírinn fyrir næsta leik hjá stelpunum á móti Sviss í knattspyrnu. Stelpurnar fá hér allan okkar stuðning og stolt.

Júlí

4.

Grillað á sumarvaktinni

Við sem erum á sumarvaktinni skelltum okkur út í sólina og fengum okkur grillaða borgara að hætti Binna kokks. Getur ekki klikkað.

Júlí

1.

Ísland ekki lengur eyland á fjármálamarkaði

Pistlaröð Friðriks Þórs Snorrasonar, forstjóra RB, birtist í Markaðinum með þessum fyrsta pistli "Ísland ekki lengur eyland á fjármálamarkaði". Í pistlaröðinni fjallar Friðrik um að fjármálaþjónusta muni á næstu árum taka stakkaskiptum með tilkomu nýrra fjártæknilausna, nýrra viðskiptamódela og nýrra samevrópskra laga um fjármálaþjónustu.

Lesa blogg

Ágúst

2.

Fjölskyldudagur SRB

Starfsmannafélag RB skipulagði fjölskylduskemmtun þar sem að ungir sem aldnir skemmtu sér saman. Hoppukastalar, leikir, andlitsmálun, candy floss, pylsur og flottir krakkar. Klikkar ekki!

Ágúst

3.

100% gleði

Ágústmánuður var kvaddur með 100% gleði á haustfundi RB á Kex hostel. Snilldarkvöld sem einfaldlega klikkar ekki þegar heimatilbúin tónlist er í boði, börger, nokkur vel valin orð og DJ til að trompa gleðina. 

Ágúst

4.

Ástríkur dögurður

Við erum heppin! Okkar ástríki listakokkur Binni og teymið í eldhúsinu snaraði listilega fram ástríkum dögurð. Við erum vel nærð.

Ágúst

Starfsánægja var

4,20 af 5
árið 2017

Ánægja með þjónustu var

3,90 af 5
árið 2017

Viðmót starfsfólks var

4,30 af 5
árið 2017

1.

Nýr viðskiptasamningur

Í september var undirritaður nýr samningur við Vildarkerfi sem felur í sér hýsingu og rekstur ásamt aðstoð við uppfærslu á eldra kerfi í nýtt.

September

2.

RB styrkir Minningar- og styrktarsjóð Krabbameinslækningadeildar

RB hjálpar, er markvisst styrktarstarf RB í þágu góðra málefna. RB styrkti Minningar- og styrktarsjóð Krabbameinslækningardeildar sem liður í þjónustukönnun RB sem send er viðskiptavinum. Þar er lofað styrk fyrir hverja svörun. RB bætti að auki við upphæðina og í ár nam 250.000 krónur til þessa brýna málefnis.

September

3.

Boot Camp átak

Galvaskir starfsmenn (og konur) hófu saman nokkurra mánaða Boot Camp átak. Náttúran skartaði á köflum sínu fegursta í nánasta umhverfi okkar sem við erum svo heppin að njóta.

September

4.

Pönnsum okkur upp

Vífill fyrirliði Windows hópsins smellti léttilega í 500 pönnsur af sinni alkunnu snilld og fóðraði fólkið sitt af mikilli ástríðu. 

September

5.

Betri svefn

Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur færði okkur mjög áhugavert erindi um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu.

September

1.

Útskipting grunnkerfa

Þegar skellur á "frost" í kerfisvinnslum í aðdraganda útskiptingar grunnkerfa er ekkert annað að gera en að fara í Frozen búninginn og gæða sér á Ísleif heppna.

Október

2.

Framkvæmdastjórn þjónar til borðs

Þjónandi forysta tók á sig sína bestu mynd þegar framkvæmdastjórn RB þjónaði til borðs í hádeginu til að sýna þakklæti í verki og hvað okkar fólk er mikils metið. 

Október

3.

Fyllt á sjálfstraustið

Við fengum til okkar góðan gest til að hjálpa okkur að fylla á sjálfstraustið fyrir veturinn. Bjartur Guðmundsson leikari og fyrirlesari hjá Optimized Performance hjálpaði okkur að fylla á sjálfstraustið.

Október

4.

Jasmin Olsen kitlar bragðlaukana

Jasmin Olsen var gestakokkur með Binna okkar í eldhúsinu. Eitt orð: Dýnamík!

Október

5.

Við elskum Halloween

Hér notum við hvert tækifæri til að komast í betri fötin og vera við sjálf.

Október

5.

Köflóttur föstudagur

Af því að köflótt er kúl!

Október

1.

Fjör á neyðaræfingu

Þegar nálgast suðupunkt og neyðaræfing skipulögð til að hafa belti og axlabönd klár fyrir gangsetningu nýrra grunnkerfa þá er nauðsynlegt að draga fram brosið. Okkar fólki er það sannarlega til lista lagt.

Nóvember

2.

Einn af RISASTÓRU dögunum

Dagurinn 19. nóvember ratar í sögubækur RB, en þennan dag voru tekin í notkun ný innlána- og greiðslukerfi fyrir Landsbankann. Þetta er í fyrsta sinn á heimsvísu sem stöðluð grunnkerfi eru tekin í notkun í fjármálakerfi sem byggir á rauntímagreiðslumiðlun. 

Nóvember

3.

GO-Live Landsbankans og RB

Í tilefni að vel heppnaðri gagnsetningu nýrra grunnkerfa var sætt að fagna því.

Nóvember

4.

GO-Live partý Landsbankans og RB

Þegar vel gengur þá blásum við að sjálfsögðu til veislu. Tilefnið ekki af verri endanum, enda fagnað sögulegri gangsetningu nýrra grunnkerfa.

Nóvember

1.

Nýr rekstrar- og hýsingarsamningur

Þann 11. desember skrifuðu RB og Auðkenni undir nýjan rekstrar- og hýsingarsamning.

Desember

2.

Samningur um samnýtingu stórtölvu

Í desember undirrituðu RB og Valitor samning um samnýtingu á stórtölvu RB. Þar með bætist Valitor í samnýtingarhóp stórtölvunnar ásamt RB og Advania.

Desember

3.

Forboði jólanna hjá RB

Þegar Þorsteinn Björnsson framkvæmdastjóri Tæknistjórnar er kominn í jólajakkafötin þá er allt eins og það á að vera, forboði jólanna mættur. Aðrir láta jólapeysurnar duga.

Desember

Nýir starfsmenn

Á árinu 2017 fengum við til liðs við okkur mjög hæft og öflugt starfsfólk:

- Hafþór Pálsson, ráðinn í starf lausnaarkitekts í Tæknistjórn 

- Þórhallur Einisson, ráðinn í starf hönnuðar í Tæknistjórn

- Egill Már Ólafsson, ráðinn í starf netstjóra í Grunnrekstri

- Sólveig Hrönn Sigurðardóttir, ráðin í starf rekstrarstjóra í Tæknistjórn

- Jómar Axel Úlfarsson, ráðinn í starf kerfisstjóra í Grunnrekstri

- Þórir Rúnar Ásmundsson, ráðinn í starf sérfræðings í Tæknirekstri

- Kjartan Valur Þórðarson, ráðinn í starf hugbúnaðarsérfræðings í Innleiðingarþjónustu

- Einar Helgason, ráðinn í starf sérfræðings í Grunnrekstri

- Geir Sæmundsson, ráðinn í starf netstjóra í Grunnrekstri

- Ingibjörg Þorsteinsdóttir, ráðin í starf sérfræðings í Mannauðsdeild

- Elsa Ágústsdóttir, ráðin í starf markaðs- og samskiptastjóra í Markaðsdeild

- Þórhallur Sverrisson, ráðinn í starf sérfræðings í Tæknirekstri

- Ólöf Anna Gísladóttir, ráðin í Mötuneyti

Við óskum þeim velfarnaðar í starfi og bjóðum þau hjartanlega velkomin.

The form comes here

Kærar þakkir fyrir árið

2017

Við þökkum samstarfsfólki innan sem utan RB fyrir krefjandi ár og hlökkum til komandi verkefna, sem munu hafa það að leiðarljósi að auka gæði og hagkvæmi fjármálaþjónustu á Íslandi.