RB annáll

RB annáll

2016

Þetta brölluðum við meðal annars

1.

Nýársfögnuður

Við byrjuðum árið með stæl og héldum nýársfögnuð. Þar var farið yfir sigra og áfanga ársins 2015 auk þess að fara yfir markmið og áherslur ársins 2016.

Janúar

2.

Bóndadagur

Í tilefni Bóndadagsins buðu RB stelpurnar RB strákunum upp á PUNGA PIZZUR í hádeginu...og að sjálfsögðu köku.

Janúar

3.

Umfangsmiklar IT prófanir

Í tilefni að umfangsmiklum IT prófunum á Development hluta Miðjunnar er lokið þá var boðið upp á Coke, Prins pólo og lakkrísrör - Smá nostalgíu-flash-back.

Janúar

4.

Kennsla og undirbúningur

Í janúar fór fram innanhúss kennsla og undirbúningur á Dollar Universe scheduler í rekstrarumhverfi RB.

Janúar

1.

RB á Framadögum

Við vorum á Framadögum í HR þar sem við buðum gestum og gangandi að taka þátt í skemmtilegum leik. Vinningurinn var ekki af verri endanum, Beats Solo2 heyrnartól.

Febrúar

2.

Kóði nýr viðskiptavinur RB

Kóði ehf. er hugbúnaðarhús sem býður upp á hugbúnaðarlausnir til fjármálageirans, má þar nefna Kelduna og Kodiak. Skrifað var undir hýsingar og rekstarþjónustusamning.

Febrúar

3.

UT messan

Hún Guðrún Jóna okkar rúllaði upp fyrirlestri á UTmessunni um Context Driven Testing.

Febrúar

4.

Öskudagurinn

Það streymdu til okkar skemmtilegir og litríkir Öskudagskrakkar sem sungu fyrir okkur...og fengu að sjálfsögðu nammi að launum.

Febrúar

Rúmlega

182
STARFSMENN Í TÆPLEGA 180 STÖÐUGILDUM

UM ÞAÐ BIL

35%
starfsfólks eru konur

UM ÞAÐ BIL

45%
starfsfólks eru með vistvænan samgöngusamning

1.

RB tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna

Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna en það voru Reiknistofa bankanna, Kolibri og Íslandsbanki.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur árlega fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins og viðskipta-/hagfræðingi ársins á hverju ári. Að þessu sinni var þema þekkingarverðlaunanna „Mannauðsmál í víðum skilningi“ og var það fyrirtæki eða stofnun sem þótti hafa skarað fram úr á sviði mannauðsmála verðlaunað.

Íslandsbanki hlaut verðlaunin og óskum við þeim til hamingju.

Mars

2.

RB fyrirmyndar fyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Þriðjudaginn 15. mars var RB veitt viðurkenning við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.  Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.  Samstarfsaðilar rannsóknarmiðstöðvarinnar eru Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq og Samtök atvinnulífsins.

Mars

3.

Ítarlegt viðtal í Viðskiptablaðinu

Í Viðskiptablaðinu birtist ítarlegt viðtal við Friðrik Þór Snorrason forstjóra RB. Þar ræddi hann um eitt stærsta tækniverkefni Íslands, hagræðingu í fjármálageiranum, samnýtingu tæknilausna, samkeppnismálin og framtíðina í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja.

Mars

4.

Systur komu í heimsókn

/sys/tur félag kvenna í tölvunarfræði í HR komu til okkar í vísindaferð. Ótrúlega skemmtilegur hópur. Takk fyrir okkur HR /sys/tur.

Mars

5.

Sigga Kling og Ívar Sushi meistari

Siggu Kling kíkti í heimsókn og spáði fyrir starfsfólki.

Þá matreiddi starfsfólk mötuneytisins okkar ásamt Ívari Unnsteinssyni Sushi meistara, með meiru, geggjað Sushi ofan í okkur.

Mars

5.

Bíóvika í mötuneytinu

Teknar voru fyrir frægar bíómyndir í mötuneytinu og maturinn sem boðið var upp á var tengdur við þær á einn eða annan hátt...Pulp Fiction, Sideways, Big Night, Stella í Orlofi og Jiro Dream of Sushi...

Mars

5.

Skyndihjálparnámskeið

Boðið var upp á skyndihjálparnámskeið fyrir alla starfsmenn, verklegt og bóklegt. Við pössum vel uppá hvert annað.

Mars

5.

Á verðlaunapall í DB2 Got Talent 2016

Okkar maður, Tómas Helgi Jóhannsson, gagnagrunnsstjóri tók þátt í DB2 Got Talent 2016. Hann náði góðum árangri og lenti í 3ja sæti. 

Mars

1.

Hugvekja um nýsköpun

Þann 14. apríl fór fram HUGVEKJA UM NÝSKÖPUN Í FJÁRMÁLASTARFSEMI hjá okkur í RB. Hugvekjan var í öruggum höndum Aðalgeirs Þorgrímssonar forstöðumanns Vörustýringar hjá RB en hugvekjurnar sjálfar voru í höndum þeirra Stefáns Þórs Helgasonar hjá KPMG, Gunnars Helga Gunnsteinssonar hjá Memento og Arnars Jónssonar hjá Memento. Stefán fjallaði almennt um hvernig umhverfið hefur verið að breytast með tilkomu Fintech fyrirtækja o.fl. Þeir félagar hjá Memento, Gunnar og Arnar, sögðu frá því af hverju nokkrir strákar út í bæ fóru að þróa greiðslulausn sem síðar skilaði sér í samstarfsverkefni við Íslandsbanka um þróun appsins Kass. Mæting var frábær og var fullur salur.

Apríl

2.

Vísindaferð

Tölvunarfræðinemar úr HR kíktu í vísindaferð til okkar og skemmtu allir sér mjög vel.

Apríl

3.

Orkustjórnun

Kynningar og vinnustofur um Orkustjórnun voru gangsettar en þar var starfsfólki veitt tækifæri til að virkja eigin orku og vellíðan í starfi sem og einkalífi á sem bestan máta.

Apríl

4.

Heilsan í fyrirrúmi

Við höfum við heilsuna í fyrirrúmi en í byrjun apríl voru veitt verðlaun fyrir Tröppuáskorun marsmánaðar í samstarfi við SideKick. Siggi Guðmunds, starfsmaður í Tæknirekstri, vann keppnina með yfirburðum. Hann gekk 679 hæðir af þeim 2300 hæðum sem þátttakendur gengu alls í mánuðinum. Frábær árangur það!

Apríl

5.

Blár apríl

Við styrktum þetta verðuga málefni og hvöttum alla til að mætum í bláum fötum í vinnuna föstudaginn 1.apríl.

Apríl

5.

Heilsufarsmælingar

Við leggjum mikið upp úr heilbrigði og bjóðum starfsfólki upp á árlegar heilsufarsmælingar. Þar er m.a. eftirfarandi skoðað:

  • Þyngd/BMI stuðull
  • Mittismál
  • Blóðþrýstingsmæling
  • Blóðfitumæling (kólesteról)
  • Viðtal og einstaklingsráðgjöf
  • Blóðsykursmæling
  • Blóðrauði / Hemoglobin
  • o.fl.

Apríl

1.

Sú kemur tíð!

Miðvikudaginn 4. maí fór fram ráðstefna RB, Sú kemur tíð. Ráðstefnan tókst frábærlega og mættu hátt í 400 manns í Hörpuna til að hlusta á erindi um Big Data, Digital Banking, Fintech, BPM, Internet of me, Hackathon, útvistun, stöðlun, skilvirkni o.fl. 

Maí

2.

Fræðsla og þjálfun

Innan RB á sér stað öflugt fræðslustarf en í maí fór fram "Storage" kynning á því sem er framundan innan RB og þær breytingar sem stefnt er að með tilkomu IAAS. Sverrir Gylfason kerfisstjóri sá um kynninguna. Auk þess sem Netheimar RB voru kynntir af Skapta Jóhannessyni netgúrú.

Maí

3.

Fintech Partý

RB tók þátt í Fintech partýi Arion banka en þar buðum við upp á aðgengi að aðgerðum (API) sem sérstaklega eru hugsaðar til að styðja við mobile þróun af ýmsu tagi og auðga hefðbundna greiðsluvirkni sem hefur að mestu verið óbreytt á liðnum áratugum.

Maí

4.

Donut Day

Í maí var "Donut Day" hjá okkur í RB sem fólst í því að í mötuneytinu voru óskreyttir kleinuhringir ásamt alls kyns skrautefni og fékk listaspíran í hverjum og einum starfsmanni að njóta sín í formi kleinuhringjaskreytinga...og svo voru kleinuhringirnir að sjálfsögðu borðaðir.

Maí

5.

Hrósdagur

Fimmtudaginn 26. maí í hádeginu, um leið og við renndum niður gómsætum kjúklingabitum skrifuðum við niður hrós til vinnufélaga og hengjdum upp á vegginn í mötuneytinu. Veggurinn var að lokum þakinn hrósi til vinnufélaga. Eitt sem er víst, að þeir eiga það svo sannarlega skilið!

Maí

5.

Orkuskot

Lemon djúsaði okkur upp. Nauðsynlegt þegar við stöndum í stórræðum. Alltaf ferskt og gott...

Maí

1.

Samfélagsábyrgð

Megin starfsemi RB hefur samfélagsleg áhrif en fyrirtækið ber ábyrgð á grunnstoðum greiðslumiðlunar landsins og tryggir uppitíma og rekstur á fjölmörgum upplýsingatæknikerfum sem eru forsenda þess að fjármálastarfssemi landsins gangi vel fyrir sig. Áherslur RB í samfélagsábyrgð eru lagðar út frá þeim þremur þáttum sem oft eru notaðar til að lýsa þremur helstu stoðum sjálfbærni en það eru fólk (People), umhverfið (Planet) og efnahagslegur ávinningur (Profit).

Júní

2.

Team RB í Wow Cyclothon

TEAM RB tók þátt í Wow Cyclothon 2016. Liðið var skipað dugnaðarforkum úr RB sem létu sitt ekki eftir liggja.

Wow Cyclothon fór fram 15. - 17. júní. Í ár hjóluðu keppendur WOW Cyclothon til styrktar Hjólakrafti sem snýst aðallega um að búa til létt og skemmtilegt prógramm fyrir krakka og unglinga sem vilja tilheyra skemmtilegum hópi sem hefur aukna hreyfingu, uppbyggileg samskipti og heilbrigði að leiðarljósi.

Júní

3.

Forritarar framtíðarinnar

Tilkynnt var um úthlutun Forritara framtíðarinnar fyrir árið 2016. Virði styrkja að þessu sinni voru um 12 milljónir en 14 skólar fengu styrki.

Hlutverk sjóðsins er að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. RB er stofnaðili sjóðsins.

Júní

4.

Ný þjónustustefna

Ný þjónustustefna var kynnt en hún byggir á grunngildum RB, fagmennsku, öryggi og ástríðu.

Til að gera stefnuna sýnilegri í daglegri starfssemi þá fengu allir starfsmenn "Þjónustupíramída RB" á borðin sín.

Júní

5.

EM stemming

Í júní var EM stemming hjá okkur auk þess sem við fögnuðum stórum áfanga í prófunum í Miðjuverkefninu okkar, svokölluðum SIT prófunum. Að því tilefni smelltum við í happdrætti og EM skraut.

Júní

Starfsánægja var

4,18 af 5
árið 2016

Ánægja með þjónustu var

4,10 af 5
árið 2016

Viðmót starfsfólks var

4,4 af 5
árið 2016

1.

Sumargrill

Einn góðan veðurdag grilluðum við í garðinum við Höfðatorg. Old fashion Kjúklingabringur í Cai´p marineringu með tilheyrandi meðlæti. Nammi namm.

Júlí

2.

Orlofshús

Starfsfólk RB hefur aðgang að 4 orlofshúsum og 1 orlofsíbúð á Akureyri, og er það vel nýtt. Eins og á öllum góðum heimilum þarf að hugsa vel um hlutina og sinna umhverfinu. Tveir starfsmenn skutust austur fyrir fjall að slá í kringum 3 orlofshús sem þar eru.

Júlí

3.

BAI fjallar um RB

BAI birti nýlega grein um áhrif laga og reglna á kröfur markaða um að hraða greiðslumiðlun. Í greininni er sagt frá RB og talað um RB sem "trailblazer"!

Lesa grein

Júlí

1.

Vel heppnað RB Classic

RB hélt í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind og Kríu hjólaverslun götuhjólakeppni umhverfis Þingvallavatn síðasta laugardag, 27. ágúst 2016. Ræst var við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og hjólað umhverfis Þingvallavatn. Hægt var að velja á milli tveggja vegalengda, 127 km (2 hringir - A flokkur) og 65 km (1 hringur - B flokkur). Stærstur hluti leiðarinnar var hjólaður á malbiki en 10 km á möl. Um 180 keppendur voru skráðir til leiks og voru vegleg peningaverðlaun í boði eða samtals 180.000 kr. sem og Specialized götuhjól að verðmæti 320.000 kr. auk annarra vinninga frá fjölmörgum fyrirtækjum.

Ágúst

2.

Innanhúss sigurvegari í RB Classic

Innanhúss var keppt í sérstökum RB flokki í RB Classic. Í fyrsta sæti var Þór Svendsen Björnsson, í öðru sæti var Sigurður Smári Hergeirsson og í þriðja sæti var Brynjúlfur Halldórsson. Auk þess sem Bendt Síkáti fékk sérstök verðlaun fyrir bestu viðleitnina. Til hamingju!

Ágúst

3.

Núvitund

Í ágúst hófst röð vikulegra Núvitundar-stunda hjá okkur. Bryndís Jóna Jónsdóttir kom og stýrði æfingum en hún er menntaður núvitundarkennari og einnig með MA í náms- og starfsráðgjöf og MA-diplóma í jákvæðri vinnusálfræði. Að sjálfsögðu eru makar velkomnir. Í núvitund er flæði hugsana og tilfinninga skoðað og kenndar aðferðir til að draga úr óeirð og einbeitingarskorti, ná betra andlegu jafnvægi og til að líða betur í eigin skinni.

Ágúst

4.

Handboltafjör

RB er stoltur styrktaraðili 3. flokks FRAM í handbolta, drengja og stúlkna, sem fór í keppnis- og æfingaferð til Ungverjalands.

Ágúst

RB Classic 2016

Spila myndband

1.

Góðgerðarleikarnir

Í september fóru fram góðgerðarleikar Sidekick, 3ja vikna heilsuáskorun fyrir starfsfólk RB. Starfsfólk safnaði stigum eða svo kölluðum “Kicks” í SidekickHealth appinu fyrir að framkvæma heilsueflandi hluti. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF og Erlendur frá Sidekick komu til okkar og fóru yfir áskorunina. Með því að nota appið söfnum við vatni handa börnum sem búa við vatnsskort í samstarfi við UNICEF. Verðlaunin í keppninni voru 100 skammtar af bóluefnum gegn mænusótt og 30 skammtar af jarðhnetumauki sem UNICEF sá um að koma til skila. RB tvöfaldaði alla vatnssöfnun sem safnaðist í þessari keppni

September

2.

Ryder-inn

Árlega keppa RB og Advania um svokallaðan Ryder-bikar í golfi. Í ár bar RB sigur úr bítum. Fyrir hönd RB kepptu þessir snillingar: Vilhelm Gauti Bergsveinsson, Jón Orri Jónsson, Halldór X Halldórsson, Kristján Kristjánsson, Halldór Helgason, Magnús Gunnarsson, Bjarni Hauksson, Margrét Ingibergsdóttir, Birgir Aðalsteinsson, Margret Ingvarsdóttir, Skúli Finnbogason, Björgvin Smári, Elmar Atlason og Flóki Pálsson. Go Team RB!!!

September

3.

Fjölskylduvænn vinnustaður

Stefna RB er að vera fjölskylduvænn vinnustaður. Starfsfólk í mataráskrift getur því boðið fjölskyldumeðlimum í mat í mötuneytinu t.d. á starfsdögum í skóla eða þegar makinn er staddur í nágrenninu o.s.frv. Að sjálfsögðu er þetta gjaldfrjálst.

September

4.

Alvöru Sushi

Við erum með frábært mötuneyti og alltaf gott í matinn. Í september fengum við m.a. svona alvöru föstudags í hádeginu, SUSHI.

September

5.

EPTA 2016

RB er stoltur styrktaraðili alþjóðlegrar ráðstefna EPTA 2016. Þar með leggur RB sitt að mörkum til menntunar krakka í píanóleik til að verða píanóleikarar framtíðarinnar.

September

5.

Afmæliskökuboð

Ný hefð var sett á fót en síðasta fimmtudag hvers mánaðar er afmæliskaffi handa þeim því starfsfólki sem átti afmæli í mánuðinum.

September

1.

Nýtt skipulag

Nýtt skipulag tók gildi 1. október hjá RB og var það í kjölfar endurskoðaðrar stefnu félagsins.

Helstu markmiðin með nýju skipulagi var að setja aukna áherslu á þarfir viðskiptavina sem og að efla þróun og nýsköpun. Ábyrgð á tekjum og afkomu verður dreifðari og áhersla á aukna hagkvæmni og öryggi reksturs tryggt með öflugum stoðsviðum.  Einnig var í nýju skipulagið horft til þess að RB er að innleiða ný kjarnakerfi fyrir innlánastarfssemi og greiðslur, en kerfin verða megin burðarlag viðskiptabankastarfssemi á Íslandi.  Nýtt skipulag er liður í undirbúning félagsins á því á að kerfin verði tekin í notkun í byrjun næsta árs. 

Október

2.

RB hjálpar

Sem hluti af stefnu RB í samfélagsábyrgð var kynnt hér innanhúss verkefni sem heitir "RB hjálpar". Í RB hjálpar gefst starfsfólki kostur á að leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála og geta varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis. Í tilefni þessa fengum við góða gesti til okkar, þær Hrefnu Rós Matthíasdóttur frá Æfingastöðinni og Sigurbjörgu Birgisdóttur frá Rauða krossinum.

Október

3.

Guðmundur Guðmunds kom í heimsókn

Seinni partinn á föstudaginn 10. október kom til okkar frábær gestur, Guðmundur Guðmundsson þjálfari hanboltalandsliðs Dana. Þessi maður er alveg með hlutina á hreinu. Hvort sem það er markmiðasetning, liðsheild, leiðtogahæfni eða sigurvilji. Enda búinn að vinna bæði silfur og gull á Olympíuleikum sem handboltaþjálfari Íslands og Dana...

Október

4.

Forritarar framtíðarinnar fengu styrk frá Google

Forritarar framtíðarinnar fengu styrk frá Google og buðu 224 íslenskum stelpum á aldrinum 8-13 ára á forritunarnámskeið, þeim að kostnaðarlausu. 

Námskeiðin voru haldin í samstarfi við Skema undir nafninu "Stelpur Kóða"

#StelpurKóða #CodeEU #CodeIS

Október

5.

Vöktu áhuga stelpna á forritun

Skema og Forritarar framtíðarinnar skoruðu á flottar fyrirmyndir og forustukonur stjórnmálaflokkanna og öflugar fyrirmyndir úr atvinnulífinu til að koma og kóða með okkur sunnudaginn 23.september. Þær fengu að spreyta sig á sambærilegum verkefnum og 8-13 ára stelpurnar voru að vinna að á námskeiðunum "Stelpur Kóða"...og það sem þær stóðu sig vel!

Október

5.

Meistari kvaddur

Föstudaginn, 28.október, kvöddum við mikinn meistara með veglegu kveðjuhófi. Um er að ræða Guðjón Steingrímsson framkvæmdastjóra Hugbúnaðarsviðs en hann lét af störfum hjá RB í lok október eftir mjög farsælt starf hjá RB í um 42 ár. Guðjón er einn af helstu brautryðjendunum í þróun þeirrar einstöku greiðslumiðlunar sem við búum við hér á Íslandi í dag auk þróunar á hinum ýmsu fjármálakerfum. Við þökkum Guðjóni kærlega fyrir samstarfið og vináttuna í gegnum árin en óhætt er að segja að við kveðjum hann með miklum söknuði.

Október

5.

Into the Glacier

Starfsmannafélag RB (SRB) byrjaði mánuðinn af krafti og bauð upp á ótrúlega skemmtilega jöklaferð. Farið var með fyrirtækinu Into the Glacier inn í Langjökul.

Október

5.

Hin hliðin

Sett var í loftið hér innanhúss ljósmyndasýningin "Hin hliðin" þar sem við fengum að kynnast ljósmyndaheimum tveggja starfsmanna, Pálma Bjarnasonar og Thomasar Fleckenstein. Þeir eru báðir miklir áhugamenn um ljósmyndun og þekktir fyrir að hafa næmt auga fyrir umhverfinu.

Október

5.

Ólympíuleikar SRB og Halloween

Í síðustu vikunni í október fóru fram árlegir Ólympíuleikar starfsmannafélagsins (SRB) og var keppt í hinum ýmsu mis gáfulegu greinum s.s.pooli, fús, FIFA, stólaralli, ljóðakeppni, kókosbolluáti, stigahlaupi, skutlukeppni, kóngulóarvef o.fl.

Við héldum að sjálfsögðu upp á Halloween og gáfum verðlaun fyrir flottustu búningana.

Október

5.

TM6: Fjallið sem við sigruðum í 5 áföngum

Til þess að ná mjög krítískum áfanga í Miðjuverkefninu okkar þá bjuggum við til fjall og skiptum því í 5 búðir. Hver búð táknaði ákveðinn áfanga en klára þurfti þá alla fyrir svo kallað Trial Migration 6. Eftir mikla keyrslu og samhent átak tókst okkur að komast á toppinn og hlaut starfsfólk þakklætisvott frá RB að launum.

Október

1.

Allt það helsta um MiFID II

Fimmtudaginn 24. nóvember bauð RB upp á ráðstefnu um MiFID II þar sem fjallað var um helstu áskoranir sem tilskipuninni fylgja. Ráðstefnan fór fram í Björtuloftum í Hörpu og var frábær mæting eða um 70 manns.

Nóvember

2.

Betra RB

Kosið var í Betra RB en þar getur starfsfólk komið með hugmyndir sem á einhvern hátt bæta vinnuumhverfið okkar. Þetta er í annað sinn sem við förum í Betra RB en 2014/2015 heppnaðist þetta alveg frábærlega. Það skilaði sér m.a. í nýju kaffihúsi RBucks, snatthjólum, stílhreinni vinnustað, PS4 o.fl. Í ár fengu Noise Cancel Bluetooth heyrnartól, merktir bollar, Pilates boltar o.fl. góða kosningu.

Nóvember

3.

Samkeppnisréttur og ný persónuverndarlög

Ný Persónuverndarlög voru kynnt öllum starfsmönnum og hlutverk RB rætt í nýrri reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd. Auk þess sem Samkeppnisréttur var kynntur öllum starfsmönnum og helstu meginreglur samkeppnislaga yfirfarnar.

Nóvember

4.

Samstarfsaðili Go Digital 2016

Við vorum samstarfsaðili Go Digital 2016. Ráðstefna fyrir alla sem hafa áhuga á "cutting edge software development".

Nóvember

5.

AngularJS væðingin heldur áfram

Boðið var upp á framhyaldsnámskeið í AngularJS og er stefnt að því að AngularJS fræðsla sé reglulega í gangi.

Nóvember

5.

Hundraðasti sprettur Auðar

Í nóvember kláraði Auðar teymið hjá Kjarnalausnum, Scrum-sprett númer 100. Auðar teymið byrjaði að vinna samkvæmt Scrum aðferðarfræðinni í janúar 2012 og var ásamt Gerplu teyminu brautryðjandi í að nýta þessa aðferðarfræði við hugbúnaðarþróun hjá RB. Við óskum Auðar teyminu til hamingju með áfangann.

Nóvember

1.

RB hlaut Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC

RB hefur hlotið Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC, en með því er staðfest að munur á grunn- og heildarlaunum karla og kvenna er minni en 3,5% hjá fyrirtækinu. Í úttektinni var tekið tillit til áhrifa aldurs, starfsaldurs, fagaldurs, menntunar, starfshóps, stöðu gagnvart jafningjum, hæfniviðmiðs, stöðu í skipuriti og mannaforráða.

Desember

2.

Jólabókaupplestur

Í desember bjóðum við rithöfundum í heimsókn til að kynna bækur sínar og fengum við til okkar frábæra höfunda.

Fyrst kom Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður á Rúv en hún sagði okkur frá og las upp úr nýútgefinni bók sinni Eyland. Ekki skemmir fyrir að hún er fyrrverandi starfsmaður RB.

Síðan komu Auður Ava Ólafsdótir og Friðgeir Einarsson. Auður las upp úr bók sinni Ör en Friðgeir úr bók sinni Takk fyrir að láta mig vita.

Desember

3.

Black Angus steikarborgarar í Brioche brauði

Við fengum til okkar gestakokkinn Björn Sigþórsson frá Sælkeradreifingu og eldaði hann handa okkur Black Angus steikarborgara í Brioche brauði ásamt sinni uppáhalds BBQ dressingu sem smellpassar með kartöflubátum og grænmeti. Kók í gleri og lakkrísrör í eftirrétt

Desember

4.

Aukafrídagur um jólin

Ákveðið var að veita öllu starfsfólki RB einn aukafrídag um jólin. Hugmyndin er að starfsfólk geti notið góðrar samverustundar með sínum nánustu enda pottþétt kærkomið eftir annir ársins.

Desember

5.

Jólafatadagur og jólaglögg SRB

Það er alltaf stemming á jólafatadegi RB og mikill metnaður settur fötin. Jólaglögg var haldið á sama tíma að þessu sinni.

Desember

5.

Jólaball SRB

Hið árlega Jólaball SRB var haldið í sal Háteigskirkju þann 18. desember þar sem jólasveinar komu og skemmtu krökkunum.

Desember

5.

Meira jóla jóla...

Í desember er stanslaus jólastemming hjá okkur.

Boðið upp á Kakó, piparkökur og konfekt. Auk þess sem Bad Santa var sýnd í jólabíói ársins.

Desember

5.

Jólagjöf RB

Starfsfólk fekk jólagjöfina afhenda fyrir jól en stóra spurningin er hvað skyldi vera í pakkanum?

Desember

Nýtt starfsfólk

Á árinu 2016 fengum við til liðs við okkur mjög hæft og öflugt starfsfólk:

- Helgi Þór Arason, ráðinn í starf viðskiptastjóra

- Erla Rós Gylfadóttir, ráðin í starf Product Owner

- Ingibjörg Arnarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Fjármálasviðs

- Katrín Rögn Harðardóttir, ráðin í starf Verkefnastjóra

- Vilhelm Gauti Bergsveinsson, endurkoma í starf Verkefnastjóra

- Björgvin Smári Kristjánsson, ráðinn í starf sérfræðings á Fjármálasviði

- Jóhann Kristjánsson, ráðinn í starf Rekstrarstjóra

- Þórunn Ingibjörg Pálsdóttir, ráðin í starf Rekstrarstjóra

- Gísli Kristján Ólafsson, ráðinn í starf Gagnagrunnsstjóra

- Petra Viðarsdóttir, ráðin í tímabundið starf í Kortaframleiðslu

Óskum við þeim velfarnaðar í starfi og bjóðum þau hjartanlega velkomin.

The form comes here

Við þökkum fyrir frábært ár

2016

Starfsfólk RB!