RB Annáll

RB Annáll

2015

Þetta brölluðum við meðal annars

Frá starfsdeginum

1.

Starfsdagur

Árið hafið af krafti með starfsdegi á Hilton Nordica og starfsmenn leystir út með gjöf.

Janúar

Eric Pascal forstjóri Sopra (CEO) og Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB

2.

Endurnýjun grunnkerfa

Samið við Sopra Banking Software um endurnýjun helstu grunnkerfa RB. Innanhúss gengur verkefnið undir nafninu Miðjan.

Janúar

Rbucks

3.

Kosið um tillögur í Betra RB

Starsfólk kom með hugmyndir um breytingar í nærumhverfi sínu sem síðan var kosið um og þær efstu voru settar í framkvæmd.

Afrakstur Betra RB var meðal annars:

 • RBucks nýtt kaffihús RB
 • Reiðhjól til láns fyrir starfsfólk á fundi o.fl. (RB Snatthjólin)
 • PS4 og FIFA 16 í kaffistofuna
 • Sódavatn á allar kaffistofur
 • Stílhreinn vinnustaður

Janúar

Bóndadagsglaðningurinn

4.

Bóndadagurinn

Stelpurnar í RB færðu strákunum bjór og harðfisk á Bóndadeginum.

Janúar

Jakkafatajóga

5.

...og allt hitt

 • Jakkafatajóga sett aftur af stað eftir jólafrí
 • Margrét Leifsdóttir heilsumarkþjálfi fræddi starfsfólk RB um heilbrigðan lífsstíl
 • Ný bloggfærsla um aukna skilvirkni í hugbúnaðargerð skrifuð af Ingþóri Guðna Júlíssyni, forstöðumanni Hugbúnaðarþróunar

Janúar

Staðreyndir um okkur

Rúmlega

182
starfsmenn í tæplega 181 stöðugildum

Um það bil

35%
starfsfólks eru konur

Uppitími lykillausna var

99.99%
árið 2015

UT messan

1.

RB á UT messunni og Framadögum

RB var með sterka nærveru á UT-messunni, m.a. með bás með „Back to the Future“ þema.

Auk þess var boðið upp á léttan og skemmtilegan „Back to the Future“ leik á framadögum í HR.

Febrúar

Kristján Hólmar Birgisson tölvunarfræðingur í Hugbúnaðarþróun RB

2.

AngularJS morgunverðarfundur

Húsfyllir var á opnum morgunverðarfundi um AngularJS.

Febrúar

Hvað er um að vera?

3.

Agile dagur

Boðið var upp á innanhúss fyrirlestra, gestafyrirlesara, „Open space“, teymaheimsóknir, örkynningar, leiki o.fl. á Agile degi í RB.

Febrúar

Wall of Fame veggurinn

4.

Wall of Fame

Wall of Fame var vígður og hefur smám saman fyllst af vottunum sem við erum svo heppin að hafa innanhúss hjá RB.

Febrúar

Óperugrín

5.

...og allt hitt

 • Óperu-grínararnir Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson tróðu upp á Konudaginn
 • Strákarnir í RB elduðu einnig dýrindis morgunverð fyrir stelpurnar á Konudaginn
 • Ingþór Júlíusson hélt fyrirlestur um hönnunar- og vinnulýsingar í hugbúnaðargerð á UT-messunni
 • PS4 leikjavél var vígð í kaffistofunni Fjarkanum í framhaldi af niðurstöðum úr Betra RB
 • Tröppuáskorun RB haldin
 • Félag tölvunarfræðinga heimsótti okkur
 • Við eignuðumst YouTube stjörnu þegar Bjarni Ómar var tekinn í viðtal vegna 50 ára afmælis stórtölvunnar Mainframe (sjá video)

Febrúar

Friðrik forstjóri að taka lagið

1.

Tónlistarhátíð

Tónlistarhátíð RB var haldin á Kex Hostel og um 25 starfsmenn spiluðu og sungu í samtals 6 atriðum.

Mars

Þorvaldur Daníelsson tekur við styrknum fyrir hönd Hjólakrafts

2.

Hjólakraftur

RB lagði Hjólakrafti lið með peningaframlagi.

Mars

Gönguhópur RB

3.

Gönguhópur RB

Galvaskur gönguhópur úr RB fór í göngu að Tröllafossi í Mosfellsdal.

Mars

Halli fékk ekki ís

1.

Fyrsti apríl

Starfsfólk RB var látið hlaupa 1. apríl þegar það var sent út að leita að ísbílnum.

Apríl

Myndefni í kynningarefni er sótt í útivist hverskonar, aðstæður þar sem allt þarf að vera 100% til að ganga upp

2.

Ný ásýnd RB

Ný ásýnd og nýtt markaðsefni fyrir RB leit dagsins ljós.

Apríl

Flottur hópur

3.

Vinnustaðagreining

93,4% svarhlutfall var í vinnustaðagreiningu og starfsánægja hækkaði á milli ára.

Apríl

Bragi hjólaóði

4.

Heilsufarsmælingar

Boðið var upp á heilsufarsmælingar sem komu blessunarlega heilt yfir vel út.

Apríl

Binni kokkur er alveg með þetta

5.

...og allt hitt

 • Komandi sumri var fagnað með lifandi tónlist og grilli í glerskálnum í Höfðatorgi
 • Ragnhildur Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri, skrifaði blogg-færslu um persónuleg samskipti sem færast sífellt meira í rafrænt form
 • 2 hjóluðu og 9 gengu á Húsfell. Hækkun 288, skyggni frábært en hitastigið í lægra lagi

Apríl

Scrummað

1.

Mikið að gera

Maí var mikill fundamánuður og því var boðið upp á fyrirlestur um árangursríka fundi.

Maí

Grjótharðir starfsmenn sem hjóla saman í hádeginu sama hvernig viðrar

2.

Hjólað í vinnuna

Starfsfólk RB tók þátt í „Hjólað í vinnuna“ og Instagram leik samhliða átakinu.

Maí

Blásið á kertin

3.

SRB 40 ára

40 ára afmæli Starfsmannafélags RB var fagnað með grillveislu og kökum.

 

Maí

Steinunn með hluta af skósafninu sínu

4.

"Hin hliðin"

Skósafn Steinunnar Ben (fyrrum fyrirsætu) var fyrsta sýningin í sýningarröðinni „Hin hliðin“.

Maí

"Like" á það: Friðrik Þór forstjóri og Guðrún Jóna formaður starfsmannafélagsins handsala samninginn

5.

...og allt hitt

 • Veglegur stuðningur RB við starfsmannafélag RB (SRB) var innsiglaður með samningi
 • Lalli töframaður galdraði fram bros á vörum starfsfólks RB í einu hádegi maímánaðar
 • Lemon-djúsararnir hristu upp í starfsfólki RB með orkumiklum djúsum
 • Release2, áfanga í Miðjuverkefninu, var fagnað
 • Tryggvi Björgvinsson frá Open Knowledge var á meðal fyrirlesara sem komu í heimsókn, en hann fjallaði um „Gagnaglímu – íþrótt internetnörda“
 • Kristrún okkar Arnarsdóttir kynnti sundlaugakeppni RB 2015

Maí

Fleiri staðreyndir um okkur

Börn sem starfsmenn RB

6
eignuðust 2015

Starfsmenn sem áttu stórafmæli

23
árið 2015

Nýir starfsmenn

17
á árinu 2015

Hjólageymslan

1.

Snatthjól RB

Snatthjól RB urðu að veruleika: Reiðhjól og hjálmar sem starfsfólk fær lánað í styttri ferðir.

Júní

Alexander Bosschaart frá Data eXcellence og og Jón Helgi Einarsson frá RB

2.

Samið við Data eXellence

RB og Data eXcellence sömdu um gagnaflutning og mótun gagna (Data Migration).

Júní

Kátir golfarar

3.

RB Invitational

Starfsfólk og viðskiptavinir RB skemmtu sér konunglega á golfmótinu RB Invitational.

Júní

Pálmi Gunnars að kenna réttu handtökin

4.

Veiðimessa

Pálmi Gunnarsson leiddi veiðimessu og flugkastnámskeið sem veiðinefnd SRB stóð fyrir.

Júní

Siggi sæti

5.

Grill

Grill í garðskálanum.

Júní

Nammi namm

1.

Ísbíllinn

Starfsfólk RB var aftur sent út að leita að ísbílnum en í þetta sinn var það ekki í plati og ís raunverulega í boði.

Júlí

Grill í garðinum við Höfðatorg

2.

Sumarið er tíminn

Aftur boðið upp á grill í garðskálanum.

Júlí

3.

Sumarfrí

Til að starfsfólkið okkar geti sinnt störfum sínum 100%, eins og við ætlumst til af þeim, þarf það stundum að hvílast 100%: Sumarfrí.

Júlí

Allt á fullu í RB Classic

1.

RB Classic

Metþátttaka var í hjólreiðamótinu RB Classic. 273 keppendur tóku þátt, helmingi fleiri en árið áður.

Ágúst

Lotta og litla gula hænan

2.

Fjölskyldudagur

Starfsfólk og fjölskyldur þess kom saman á Fjölskyldudegi RB í Guðmundarlundi í Kópavogi og átti glaðan dag. Á meðal þess sem boðið var upp á voru grillaðar pylsur og sykurpúðar og sýning leikhópsins Lottu á Litlu gulu hænunni.

Ágúst

Fjör

3.

Hundur í óskilum

Hundur í óskilum skilaði sér til okkar í einu hádeginu og hélt uppi miklu fjöri.

Ágúst

RB Classic 2015

Spila myndband

Bakpokinn

1.

Stór áfangi

Release3 í Miðjuverkefninu var fagnað en mikið álag hafði verið mannskapnum tími til kominn að lyfta sér upp. Allt starfsfólk fékk bakpoka merkta RB.

September

Beggi, Pacas og starsfólkið okkar í mötuneytinu

2.

Tilbreyting í hádeginu

Beggi og Pacas elduðu ofan í starfsfólk og skemmtu því.

Selma Harðardóttir vann skrautlega búningakeppni sem fram fór á sama tíma.

September

3.

Nýr ytri vefur

Nýr ytri vefur RB fór í loftið. Vefurinn var unninn í samstarfi við Skapalón og byggir hann á nýju markaðsefni RB.

www.rb.is

September

Nostalgía

4.

Önnur sýning í "Hin hliðin"

Fermingarmyndir af starfsfólki prýddu aðra sýninguna í sýningarröðinni „Hin hliðin“.

September

Miðjumaðurinn að djúsa sig upp

5.

...og allt hitt

 • Lemon djúsararnir kíktu aftur í heimsókn og nærðu starfsfólk RB rækilega
 • Vinsemd og virðing voru umfjöllunarefni fyrirlestrar sem starfsfólki RB var boðið upp á
 • Á starfsstöðvum var boðið upp á nudd
 • Ísbíllinn mætti aftur á svæðið
 • Edda Björgvins kætti mannskapinn af sinni alkunnu snilld
 • Starfsfólki RB var boðin bólusetning á staðnum
 • Guðmundur Kristinsson, tölvufræðingur í Hugbúnaðarþróun, skrifaði blogg-færsluna „Þróun á nýju kerfi er langhlaup“. Helsta áhugamál Guðmunds er langhlaup
 • Gönguhópur RB fór í göngu á Fimmvörðuháls sem gekk frábærlega.

September

Hvað er betra en gott kaffi?

1.

RBucks opnað

RBucks, kaffihús RB, opnaði í Fimmunni og í tilefni af því var boðið upp á kennslu í gerð kaffidrykkja.

Október

Djöfulinn sjálfur

2.

Halloween

Hrekkjavökuskreytingar og búningar vöktu mikla kátínu.

Október

3.

11 milljónir í styrki til skóla

Sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar úthlutaði styrkjum til skóla fyrir rúmar 11 milljónir króna. RB er stoltur hollvinur sjóðsins.

Október

4.

RB og Agile Ísland

RB var brons samstarfsaðili Agile Ísland 2015, sem beindi kastljósinu að nútíma stafrænni vöruþróun.

Október

Bleikt

5.

Bleikur dagur og gæði svefns

Allir mættu í bleiku til stuðnings báráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Erla Björnsdóttir doctor í svefnrannsóknum fræddi starfsfólk um hvernig bæta má gæði svefns.

Október

Enn fleiri staðreyndir um okkur

Starfsánægja var

4,15 af 5
árið 2015

Ánægja með þjónustu var

4,1 af 5
árið 2015

Viðmót starfsfólks var

4,4 af 5
árið 2015

Kassabandið

1.

RB Square

RB tók þátt í Iceland Airwaves með Off-venue viðburðinum RB Square.

Nóvember

Haraldur öryggisstjóri og Sigurður Örn þjónustustjóri

2.

Morgunverðarfundur

Reynslan af sameiningu gæðakerfa RB og Teris var umfjöllunarefni opins morgunfundar.

Nóvember

Starfsfólk RB og SideKick

3.

SideKick heilsuæði

SideKick appið var tekið í notkun. Appið styður starfsfólk í að vinna í eigin heilsu og vellíðan, auk þess að svala svolítið keppnisskapinu.

Nóvember

Gómsætt

4.

Thanksgiving

Þakkargjörðardags-máltíðin var svo mettandi að margir hefðu mátt við því að leggja sig eftir hana.

Nóvember

RB blogg um jólagjafir vinnustaða

5.

RB blogg og enskunámskeið

 • Jólagjafir vinnustaða voru umfjöllunarefni nýrrar bloggfærslu Bettinu Bjargar Hougaard, sérfræðings í mannauðsmálum
 • Techies and Talkies, enskunámskeið sem ætlað var að efla samskiptahæfni á viðskiptaensku, haldið

Nóvember

RB Square Off Venue tónleikar

Spila myndband

Þórunn Berglind Grétarsdóttir starfsmaður í mötuneyti RB afhendir fulltrúum Rauða krossins peninginn

1.

Jólasöfnun fyrir flóttafólk

Afrakstur söfnunar starfsmanna RB fyrir flóttafólk, 162.000 kr., var afhentur RKÍ sem sér um að koma peningunum áfram til þeirra sem þurfa á þeim að halda.

Desember

Gáfulegir

2.

Jólafatadagur

Starfsfólk mætti í fjölbreyttum, skemmtilegum og litríkum jólafötum. 

Desember

Jón Gnarr

3.

Jólabókaupplestur

Meistari Jón Gnarr kynnti og las upp úr Útlaganum og Stefán Halldórsson fjallaði um Öll mín bestu ár.

Desember

4.

Jólagjöfin

Starfsfólk RB fékk veglega jólagjöf og enn veglegri ULLar-bónus, enda náðust ULLar-markmiðin í 11 af síðustu 12 mánuðum.

Desember

5.

Meira jóla jóla

Jólaandinn mætti í RB með fjölmörgum öðrum uppákomum.

 • Jólakakó og jólapiparkökur
 • Jólabíó (Love Actually)
 • Jólakórsöngur Kársneskórsins
 • Jólaball starfsmannafélagsins fyrir yngstu kynslóðina
 • Jólagleði starfsmannafélagsins

Desember

Við þökkum fyrir frábært ár

Starfsfólk RB