Sú kemur tíð

Sú kemur tíð

Ráðstefna um upplýsingatækni og fjármálaþjónustu framtíðarinnar. Miðvikudaginn 4. maí 2016 í Hörpu.

Skráið ykkur hér

Vinsamlega skráið ykkur hér.

Verð: 24.900 krónur.

4 fyrir 3. Ef margir koma frá sama fyrirtæki þá fær fyrirtækið frítt fyrir fjórða hvern starfsmann.

The form comes here

Erindi og fyrirlestrar

11:50 - 12:20

Skráning og afhending ráðstefnugagna

Klukkan 11:50 verður hægt að koma í Hörpuna, skrá sig og taka á móti ráðstefnugögnum. Ráðstefnan er haldin í Silfurbergi.

12:20 - 12:40

Sú kemur tíð: Aukin gæði og hagkvæmni í fjármálaþjónustu - Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB

Friðrik mun opna ráðstefnuna og fjalla um aukin gæði og hagkvæmni í fjármálaþjónustu.

12:45 - 13:45

Big Data and Financial Services - Harper Reed Head of Commerce at Braintree, CTO of Obama for America 2012, Tech Pioneer and Entrepreneur

Harper mun fjalla um Big Data með áherslu á fjármálastarfsemi auk þess sem hann mun án efa koma inn á reynslu sína sem tæknistjóri (CTO) fyrir árangursríkri kosningaherferð Barack Obama árið 2012.

13:45-14:05

Kaffi og með því

Veitingar að hætti hússins.

Tími:
 1. 11:50 - 14:05
 2. 14:05 - 14:50
 3. 14:55 - 15:35
 4. 15:35 - 17:00
 5. Sækja dagskrá

Erindi og fyrirlestrar

Erindi og fyrirlestrar

Straumur 1

14:05 - 14:25

Framtíðin í stafrænni bankastarfsemi (Digital Banking) - Aðalgeir Þorgrímsson forstöðumaður Vörustýringar hjá RB

Aðalgeir mun fjalla um hvernig hann sér fyrir sér framtíðina í stafrænni bankastarfsemi (Digital Banking) og hvernig bankar þurfa að hans mati að bregðast við breyttu landslagi með nýrri nálgun í vöruþróun sinni. Hvað er það sem bankar eru raunverulega að selja viðskiptavinum sínum? Er það aðgengi að fjármagni eða eitthvað annað? Eru nýir aðilar að fylla upp í tómarúm sem bankar hafa ekki þurft og/eða haft möguleika á að sinna til þessa?

Straumur 2

14:05 - 14:25

Big Data: Tækifæri og ógnanir - Þórhildur Jetzek. Ph.D

Í þessum fyrirlestri verður stuttlega farið yfir hvernig við getum skilgreint hugtakið Big Data og hvað það hefur í för með sér, tækifæri og ógnanir. Síaukin notkun upplýsingatækni á öllum sviðum samfélagsins hefur leitt til þess að við stöndum nú frammi fyrir umtalsverðum breytingum á notkunarmynstri almennings, magni stafrænna gagna, aðgengi að ytri gögnum og viðhorfi stjórnvalda til notkunar gagna. Hraði breytinga er vaxandi, ný gagnadrifin fyrirtæki líta dagsins ljós á hverjum degi og væntingar neytenda um þjónustu aukast. Þetta setur auknar kröfur á að aðgengi að gögnum sé í nær rauntíma og að gögnin séu tilbúin til notkunar fyrir mismunandi hópa innan fyrirtækisins. Sömu gögnin má t.d. nota til ákvörðunartöku, vöruþróunar og markvissrar markaðsetningar og persónulegrar nálgunar við hvern viðskiptavin. Farið verður yfir ýmis raunveruleg dæmi til að sýna hvað er hægt að gera þegar gögn eru til staðar og aðgengileg.

Straumur 1

14:30 - 14:50

Ferilstjórnun með aðferðafræði málastjórnunar, áskoranir og dæmi um útfærslur - Bjarni Sv. Guðmundsson verkefnastjóri hjá Hugviti

Fjármálstofnanir eru í vaxandi mæli að hefja notkun á málastjórnun við útfæra lykilferla.  Flóknari ferlar þurfa að bjóða upp á sveigjanleika á meðan krafist er hlýtni (compliance), rekjanleika ákvarðana og aðgerða. Bjarni Sv. Guðmundsson fjallar um þessar áskoranir og sýnir lausnir við flóknum úrlausnarefnum s.s. við rannsókn misferla hjá fjármálastofnunum, samþættingu, öryggismál, og persónuvernd.

Straumur 2

14:30 - 14:50

Internet of me – Power to the Person - Julian Ranger Chairman/Founder digi.me

Julian mun fjalla um það hvernig eignarhald á gögnum er að færast frá fyrirtækjum yfir á einstaklinga en samkvæmt nýrri löggjöf í Evrópu og víðar þá munu einstaklingar í auknu mæli fá eignarhald yfir sínum gögnum hjá fyrirækjum og stofnunum. Hann mun fara yfir þau tækifæri og ógnanir sem felst í þessu breytta umhverfi og segja frá lausn sem fyrirtæki hans digi.me hefur þróað til þess að koma til móts við þessar breytingar.

Tími:
 1. 11:50 - 14:05
 2. 14:05 - 14:50
 3. 14:55 - 15:35
 4. 15:35 - 17:00
 5. Sækja dagskrá

Erindi og fyrirlestrar

Erindi og fyrirlestrar

Straumur 1

14:55 - 15:15

Hvernig keppnir geta virkjað hugvit og skapað fjármálaafurðir? Ýmir Vigfússon, Ph.D

Ýmir mun fjalla um það hvernig fjármálafyrirtæki geta nýtt sér Hackathon og hakkarakeppnir við t.d. þróun fjármálaafurða.

Straumur 2

14:55 - 15:15

Hvernig geta viðskiptavinir bætt eigin þjónustum og samkeppnisvirkni inn á þjónustutorg RB? Svava Garðars Hugbúnaðarþróun RB

Svava mun segja frá því hvernig þjónustutorg RB getur hjálpað viðskiptavinum við þróa nýjar afurðir og koma þeim fljótt og örugglega á markað en þjónustutorgið býður upp á meiri sveigjanleika hvað þessa hluti varðar en áður hafa þekkst.

15:15 - 15:35

Kaffi og með því

Veitingar að hætti hússins.

Tími:
 1. 11:50 - 14:05
 2. 14:05 - 14:50
 3. 14:55 - 15:35
 4. 15:35 - 17:00
 5. Sækja dagskrá

Erindi og fyrirlestrar

Erindi og fyrirlestrar

15:35 - 16:05

Til móts við framtíðina, útvistun, stöðlun, skilvirkni - Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS

16:10 - 16:35

Saman látum við góða hluti gerast - Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka

16:40 - 17:00

Samantekt

Hér verður tekið saman það helsta sem kom fram yfir daginn.

17:00

Kokteill, veitingar og Jazztríó Björns Thoroddsen

Snillingarnir í Jazztríói Björns Thoroddsen leika léttan jazz fyrir gesti.

Tími:
 1. 11:50 - 14:05
 2. 14:05 - 14:50
 3. 14:55 - 15:35
 4. 15:35 - 17:00
 5. Sækja dagskrá

Erindi og fyrirlestrar

1.

Harper Reed

Aðalfyrirlesari er Harper Reed, frumkvöðull og sérfræðingur í samþættingu tækni og upplýsinga (Big Data). Hann starfaði sem tæknistjóri (CTO) fyrir árangursríka kosningaherferð Barack Obama árið 2012 og seldi nýlega fyrirtækið sitt, Modest, til PayPal.

Í dag starfar hann sem "Head of Commerce" hjá Braintree sem er í eigu PayPal auk þess að ferðast um allan heim og halda fyrirlestra.

Hann hefur það orð á sér að vekja athygli alls staðar þar sem hann kemur og hefur verið kallaður “tech pioneer”, “digital wizard” og “hard to miss in a room”.

Nánar um Harper

Fyrirlesarar

2.

Julian Ranger, Chairman/Founder digi.me

Julian er stofnandi og stjórnarmaður fyrirtækisins digi.me sem gerir notendum kleift að safna saman persónulegum gögnum s.s. af samfélagsmiðlum og deila þeim með þriðja aðila á sínum eigin forsendum.

Hann stofnaði tæknifyrirtækiðfyrirtækið STASYS Ltd 1987 og seldi það árið 2005 og hafði það þá vaxið í 230 manna starfssemi.  Hann er "Angel Investor" og hefur fjárfest í meira en 20 sprotafyrirtækjum.

Nánar um Julian og digi.me

Fyrirlesarar

3.

Ýmir Vigfússon, Ph.D

Ýmir er lektor í tölvunarfræði við Emory University og Háskólann í Reykjavík.  Hann er einn af remstu hökkurum landsins auk þes sem hann er einn af stofnendum Syndis sem sérhæfir sig í öryggi í upplýsingatæknimálum.

Nánar um Ými

Fyrirlesarar

4.

Þórhildur Jetzek, Ph.D

Þórhildur Jetzek er með M.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands og Ph.D. í stjórnun upplýsinga frá Department of IT management, Copenhagen Business School (CBS). Hún hefur starfað á fjármálamarkaði, í háskólaumhverfinu og í upplýsingatæknigeiranum á Íslandi og í Danmörku. Hún starfar nú sem postdoctoral researcher við CBS við að greina notkun fyrirtækja á Big Data.

Fyrirlesarar

5.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka

Höskuldur er fæddur árið 1959. Hann tók við stöðu bankastjóra Arion banka í júní 2010. 

Áður, eða frá árinu 2006, gegndi Höskuldur starfi forstjóra Valitor hf. Hann starfaði hjá Eimskip í 17 ár þar sem hann sinnti margvíslegum stjórnunarstörfum, þar á meðal stöðu aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. Höskuldur hefur jafnframt setið í stjórnum fjölmargra félaga og fyrirtækja hér á landi og erlendis.

Höskuldur útskrifaðist með cand. oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1987.

Fyrirlesarar

5.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS

Sigrún Ragna tók við stöðu for­stjóra VÍS í sept­em­ber 2011.

Áður var hún fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Íslands­banka frá 2010, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála og rekst­urs hjá Íslands­banka frá stofn­un hans í októ­ber 2008-2010, for­stöðumaður fjár­hags­sviðs Glitn­is banka frá 2007-2008, end­ur­skoðandi hjá Deloitte frá 1986 og eig­andi frá 1992 til 2007.

Sigrún Ragna útskrifaðist með Cand. oecon gráðu frá Há­skóla Íslands árið 1987, varð lög­gilt­ur end­ur­skoðandi árið 1990 og lauk MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík 2007.

Fyrirlesarar

5.

Bjarni Sv. Guðmundsson verkefnastjóri hjá Hugviti

Bjarni er verkefnastjóri og starfar hjá fyrirtækinu Hugviti, sem þróar hugbúnað fyrir málastjórnun. Hann hefur stýrt fjölmörgum verkefnum á sviði feril- og málastjórnunar á undanförnum árum, en þar hefur hann lagt sérstaka áherslu á hlýtni og öryggismál. Hugvit þróar upplýsingastjórnunarkerfið GoPro, sem er notað af ýmsum fyrirtækjum s.s. World Bank í Washington, Oxford Háskóla í Bretlandi, ESA (Eftirlitsstofnun Evrópska Efnahagssvæðisins), öllum ráðuneytum íslenska stjórnarráðsins, Landsvirkjun og Fjármálaeftirlitinu, svo dæmi séu nefnd.

Fyrirlesarar

5.

Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB

Friðrik var ráðinn forstjóri Reiknistofu bankanna í febrúar 2011. Hann var framkvæmdastjóri tækni- og rekstrarþjónustufyrirtækisins Skyggnis (nú partur af Nýherja) 2008-2011 og áður framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Nýherja. Friðrik starfaði á árunum 2000-2003 sem forstöðumaður hagdeildar Strax Inc. í Bandaríkjunum. Á árunum 1998-2000 starfaði hann sem stjórnunarráðgjafi hjá Branstock Consulting á Bretlandi.

Friðrik lauk BA-prófi í alþjóðasamskiptum frá University of Wisconsin í Bandaríkjunum 1994 og meistaraprófi í sama fagi frá London School of Economics í Englandi 1996.

Fyrirlesarar

5.

Svava Garðarsdóttir, Hugbúnaðarsérfræðingur hjá RB

Svava starfar sem "Product Owner" á hugbúnaðarsviði hjá RB.  Hún hefur áratuga reynslu úr upplýsingatækni en hún hefur starfað innan geirans frá árinu 1991. Hún hefur m.a. starfað sem hugbúnaðarforritari, vörustjóri og hugbúnaðararkitekt.

Svava starfaði hjá Teris á árunum 2004-2011 fyrst við hugbúnaðarforritun og síðar sem vörustjóri kortalausna og verkefnisstjóri við innleiðingu PCI-vottunar. Þá sat hún sem fulltrúi sparisjóðanna í tækninefnd Auðkennis fyrir dreifilyklaskipulag (PKI) á Íslandi og rafræn skilríki. Hún hefur m.a. starfað hjá Auðkenni, Sabre Airline Solutions, Teris og Landsteinum. 

Fyrirlesarar

5.

Aðalgeir Þorgrímsson, forstöðumaður Vörustýringar hjá RB

Aðalgeir hefur víðtæka reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Hann starfar nú sem forstöðumaður Vörustýringar hjá RB sem ber m.a. ábyrgð á vöruþróun, vörustýringu og tekjum fyrirtækisins. Á árunum 2007 til 2012 starfaði hann hjá Teris í vöruþróun og innri þróun. Þar áður starfaði hann fyrir Creditinfo og Landmat.

Aðalgeir hefur mikla þekkingu á vöruþróun í IT og þá sérstaklega stafrænni vöruþróun (Digitalization) og er mikill áhugamaður um framtíðarmöguleika í þeim efnum.

Árið 2011 útskrifaðist Aðalgeir með MBA gráðu frá RSM í Hollandi.

Fyrirlesarar

1.

Ráðstefnustjóri

Heiðrún Jónsdóttir er fædd 1969 og starfar sem lögmaður hjá Fjeldsted og Blöndal. Hún starfaði frá 2006-2012 hjá Eimskipafélagi Íslands hf. sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, regluvörður og ritari stjórna. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri starfsmanna- og samskiptasviða og hafði yfirumsjón með lögfræðimálum á Íslandi.  Heiðrún hefur setið í fjölmörgum stjórnum félaga og fyrirtækja síðastliðin ár. Núverandi stjórnarseta: RB, Norðlenska ehf., formaður stjórnar, Olíuverzlun Íslands hf., varaformaður, Skipti og Síminn hf. og Íslensk verðbréf hf., formaður stjórnar.

Heiðrún er Cand. Juris, Háskóla Íslands árið 1995, héraðsdómslögmaður frá 1996, einingar í starfsmannastjórnun frá Háskólanum á Akureyri 1999 og löggilding í verðbréfamiðlun 2006. Heiðrún hefur setið í stjórn Reiknistofu bankanna frá 2012.

Ráðstefnustjóri

2.

Straumstjóri

Ragnhildur Geirsdóttir er framkvæmdastjóri Rekstrar og upplýsingatækni hjá Landsbankanum en hún hóf þar störf árið 2012.

Ragnhildur lauk CS prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, MSc prófi í iðnaðarverkfræði frá University of Wisconsin, Madison árið 1996 og MSc prófi í viðskiptafræði frá sama skóla árið 1998.

Ragnhildur starfaði sem sérfræðingur hjá Fjárfestingabanka atvinnulífsins (FBA) 1998–1999. Á árunum 1999–2005 vann hún hjá Flugleiðum hf./FL Group hf., fyrst sem verkefnastjóri í stefnumótun, svo sem framkvæmdastjóri Rekstrarstýringar og loks sem forstjóri. Ragnhildur var forstjóri Promens hf. 2006–2011.

Ragnhildur hefur setið í stjórn fjölda fyrirtækja, bæði á Íslandi og erlendis.

Ráðstefnustjóri

1.

Harpan

Ráðstefnan fer fram í ráðstefnusalnum Silfurbergi á 2. hæð í Hörpu.

Harpa er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar, þar sem hún stendur tignarleg við hafnarbakkann. Harpa er áfangastaður ferðamanna og margverðlaunað listaverk sem 5 milljónir manna hafa heimsótt frá opnun, 4. maí 2011.

Harpan, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.

Staðsetning

Hlökkum til að sjá þig!

Kær kveðja starfsfólk RB

Skráning á viðburð