Þjónusta og ráðgjöf

Hjá RB starfar öflugur hópur ráðgjafa og sérfræðinga í upplýsingatækni fyrir fjármálamarkað.  Við leggjum áherslu á að hafa ávallt starfsfólk í fremstu röð á okkar sviði. 

 1. Ráðgjöf

 2. Með því að tvinna sérfræðiþekkingu á upplýsingatækni saman við mikla þekkingu á starfsemi fjármálafyrirtækja hefur starfsfólk RB öðlast mjög góða yfirsýn á þörfum viðskiptavina sinna hvað upplýsingatækni varðar. Þannig hefur RB skipað sér í fremstu röð sem tæknilegur þjónustuaðili fjármálafyrirtækja.

  Lögð er áhersla á faglega og óháða ráðgjöf varðandi þróun hugbúnaðarlausna, rekstur þeirra sem og öryggismál en öryggi er eitt af aðal áhersluatriðum RB og er fyrirtækið vottað samkvæmt öryggisstaðlinum ISO/IEC 27001:2013 og samkvæmt staðlinum PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard).

 3. Rekstrarstjórar

 4. Helsta hlutverk rekstrarstjóra er að vera tengiliður viðskiptavina, þekkja innviði og þarfir hans. Rekstrarstjóri tryggir forgangsröðun verkefna í samræmi við óskir viðskiptavina og gott upplýsingaflæði til hagsbóta fyrir báða aðila.

 5. Þjónustustýring

 6. Þjónustustýring RB er alhliða þjónustugátt fyrir viðskiptavini RB sem tekur við öllum þjónustubeiðnum er varða lausnir RB. Hún svarar öllum beiðnum frá viðskiptavinum RB, sem eru íslensk fjármálafyrirtæki eða kemur beiðnum í réttan farveg. Þjónustubeiðnir geta t.d. verið fyrirspurnir í síma eða tölvupósti, verkbeiðnir, vinnslubeiðnir, aðgangsbeiðnir eða vegna atvika sem upp koma.

  Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar leggur mikið upp úr góðri þjónustu, viðbragðsflýti, öryggi og faglegum vinnubrögðum.

  Sími þjónustumiðstöðvar er 569-8877, netfangið er hjalp@rb.is og opnunartími er frá 08:00 til 17:00.

 • Ráðgjöf

 • Með því að tvinna sérfræðiþekkingu á upplýsingatækni saman við mikla þekkingu á starfsemi fjármálafyrirtækja hefur starfsfólk RB öðlast mjög góða yfirsýn á þörfum viðskiptavina sinna hvað upplýsingatækni varðar. Þannig hefur RB skipað sér í fremstu röð sem tæknilegur þjónustuaðili fjármálafyrirtækja.

  Lögð er áhersla á faglega og óháða ráðgjöf varðandi þróun hugbúnaðarlausna, rekstur þeirra sem og öryggismál en öryggi er eitt af aðal áhersluatriðum RB og er fyrirtækið vottað samkvæmt öryggisstaðlinum ISO/IEC 27001:2013 og samkvæmt staðlinum PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard).

 • Rekstrarstjórar

 • Helsta hlutverk rekstrarstjóra er að vera tengiliður viðskiptavina, þekkja innviði og þarfir hans. Rekstrarstjóri tryggir forgangsröðun verkefna í samræmi við óskir viðskiptavina og gott upplýsingaflæði til hagsbóta fyrir báða aðila.

 • Þjónustustýring

 • Þjónustustýring RB er alhliða þjónustugátt fyrir viðskiptavini RB sem tekur við öllum þjónustubeiðnum er varða lausnir RB. Hún svarar öllum beiðnum frá viðskiptavinum RB, sem eru íslensk fjármálafyrirtæki eða kemur beiðnum í réttan farveg. Þjónustubeiðnir geta t.d. verið fyrirspurnir í síma eða tölvupósti, verkbeiðnir, vinnslubeiðnir, aðgangsbeiðnir eða vegna atvika sem upp koma.

  Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar leggur mikið upp úr góðri þjónustu, viðbragðsflýti, öryggi og faglegum vinnubrögðum.

  Sími þjónustumiðstöðvar er 569-8877, netfangið er hjalp@rb.is og opnunartími er frá 08:00 til 17:00.

  Lausnir og þjónusta

  Hugbúnaðar-lausnir

  Við þróum tæknilausnir í umhverfi þar sem viðskiptavinurinn gerir 100% kröfur um gæði og afhendingartíma

  Skoða nánar