Hýsing og rekstur

RB leggur ríka áherslu á að tryggja rekstraröryggi og uppitíma þeirra lausna og þjónustu sem boðið er upp á. RB einbeitir sér að rekstri há uppitíma lausna þar sem miklar kröfur eru gerðar til öryggis og réttleika gagna.

Við þekkjum einnig vel að fyrirtæki hafa margar stoðlausnir þar sem minni kröfur eru gerðar. Í þeim tilfellum er algengt að mikilvægt er að halda kostnaði niðri, ásamt því að minnka rekstrarlegt umfang. Markmið RB er að viðskiptavinir geti einbeitt sér að því að auka aðgreiningu á markaði en jafnframt haldið áhættu og kostnaði við grunnrekstur í lágmarki.

 

 • Allar lausnir og þjónusta eru sniðnar fyrir viðskiptavini í kröfuhörðu umhverfi
 • Aukið öryggi í upplýsingatæknimálum - umhverfi og þekking byggt á 40 ára reynslu í rekstri og þjónustu fyrir fjármálafyrirtæki og eftirlitsskylda aðila
 • Kerfi viðskiptavina eru vöktuð allan sólarhringinn, alla daga ársins og í rekstrarfrávikum vinna starfsmenn eftir viðbragðsáætlun

 

  • Öryggi gagna er ávallt haft í fyrirrúmi og er markmiðið að viðhalda réttleika og tiltækileika upplýsinga og upplýsingavinnslubúnaðar
  • Hýsingarumhverfi RB uppfyllir kröfur PCI-DSS og ISO/IEC 27001 staðlanna sem einnig minnkar umfang og kostnað við úttektir á eigin kerfum viðskiptavina
  1. Hýsingarþjónusta

  2. Hýsingarþjónusta okkar felur í sér allt frá skápaplássi yfir í port í sviss, diskapláss og netþjóna. Þjónustan er byggð á innviðum í eigu RB en teygist einnig í að sjá um grunn innviði í eigu viðskiptavina. Í sumum tilfellum kemur til greina að RB yfirtaki búnað viðskiptavina þar sem slíkt einfaldar rekstur, eykur sveigjanleika og lækkar kostnað.

   Þjónustan er undirstaða fyrir öll önnur verkefni í hýsingu og rekstri, svo sem rekstrarþjónustu, alrekstur og tölvuský IaaS.

  3. Alrekstrarþjónusta

  4. Alrekstrarþjónusta inniheldur lausnir þar sem hýsingar og rekstrarþjónusta RB er sameinuð til að mynda lausnir fyrir viðskiptavini. Niðurstaðan er sú að þegar viðskiptavinur er í alrekstri, þá er allur rekstur á hendi RB, viðskiptavinur greiðir bara notendagjöld og undirgjöld svo sem auka diskapláss. Við bjóðum eitt fast verð fyrir eina mælanlega þjónustu þar sem allur rekstur er innifalinn og engir óvæntir reikningar.

   Viðskiptavinir deila ekki umhverfum með öðrum viðskiptavinum í alrekstrarþjónustu en slíkar lausnir heyra fremur undir SaaS. Alrekstrarþjónusta getur átt við en er ekki takmarkað við: Microsoft Exchange, Sharepoint, skráarþjónustu, auðkenningu MS Lync ofl.

 • Hýsingarþjónusta

 • Hýsingarþjónusta okkar felur í sér allt frá skápaplássi yfir í port í sviss, diskapláss og netþjóna. Þjónustan er byggð á innviðum í eigu RB en teygist einnig í að sjá um grunn innviði í eigu viðskiptavina. Í sumum tilfellum kemur til greina að RB yfirtaki búnað viðskiptavina þar sem slíkt einfaldar rekstur, eykur sveigjanleika og lækkar kostnað.

  Þjónustan er undirstaða fyrir öll önnur verkefni í hýsingu og rekstri, svo sem rekstrarþjónustu, alrekstur og tölvuský IaaS.

 • Alrekstrarþjónusta

 • Alrekstrarþjónusta inniheldur lausnir þar sem hýsingar og rekstrarþjónusta RB er sameinuð til að mynda lausnir fyrir viðskiptavini. Niðurstaðan er sú að þegar viðskiptavinur er í alrekstri, þá er allur rekstur á hendi RB, viðskiptavinur greiðir bara notendagjöld og undirgjöld svo sem auka diskapláss. Við bjóðum eitt fast verð fyrir eina mælanlega þjónustu þar sem allur rekstur er innifalinn og engir óvæntir reikningar.

  Viðskiptavinir deila ekki umhverfum með öðrum viðskiptavinum í alrekstrarþjónustu en slíkar lausnir heyra fremur undir SaaS. Alrekstrarþjónusta getur átt við en er ekki takmarkað við: Microsoft Exchange, Sharepoint, skráarþjónustu, auðkenningu MS Lync ofl.

  1. Rekstrarþjónusta

  2. Þjónustan er óháð því hver á búnað eða kerfi. Rekstrarþjónusta er næst fyrir ofan hýsingarþjónustu í virðiskeðjunni. Í boði eru sérsamningar um rekstur mikilvægra lausna eða viðskiptaferla.

   Rekstrarþjónusta (e. managed services) getur innifalið rekstur, öryggis og gæðaeftirlit og fyrirbyggjandi þjónustu fyrir stýrikerfi, netþjóna og netbúnað ásamt viðbrögðum við bilunum. 

  3. Tölvuský IaaS

  4. Þjónustan felur í sér tölvuafl sem veitu, rétt eins og rafmagn. Í grunninn er tölvuafl sem þjónusta, þar sem viðskiptavinurinn greiðir aðeins fyrir mælda notkun á undirstöðum tölvuskýsins. Tölvuskýið er ekki opið út á veraldarvefinn og aðeins aðgengilegt þeim sem þurfa aðgang. Sjálfsafgreiðsla er möguleg fyrir lausnir í rekstri viðskiptavinar í gegnum vefviðmót.

   Tölvuskýið hjúpar grunninnviði upplýsingatækninnar, svo sem: netþjóna, diska, net, ferla og sjálfvirkni og rekstur, en einnig í auknum mæli öryggislausnir. Lausnin er sérstaklega hönnuð fyrir fjármálamarkaðinn þar sem öryggi er haft að leiðarljósi. Mögulegt er að fá „einka tölvuský“ fyrir þá sem kjósa það.

 • Rekstrarþjónusta

 • Þjónustan er óháð því hver á búnað eða kerfi. Rekstrarþjónusta er næst fyrir ofan hýsingarþjónustu í virðiskeðjunni. Í boði eru sérsamningar um rekstur mikilvægra lausna eða viðskiptaferla.

  Rekstrarþjónusta (e. managed services) getur innifalið rekstur, öryggis og gæðaeftirlit og fyrirbyggjandi þjónustu fyrir stýrikerfi, netþjóna og netbúnað ásamt viðbrögðum við bilunum. 

 • Tölvuský IaaS

 • Þjónustan felur í sér tölvuafl sem veitu, rétt eins og rafmagn. Í grunninn er tölvuafl sem þjónusta, þar sem viðskiptavinurinn greiðir aðeins fyrir mælda notkun á undirstöðum tölvuskýsins. Tölvuskýið er ekki opið út á veraldarvefinn og aðeins aðgengilegt þeim sem þurfa aðgang. Sjálfsafgreiðsla er möguleg fyrir lausnir í rekstri viðskiptavinar í gegnum vefviðmót.

  Tölvuskýið hjúpar grunninnviði upplýsingatækninnar, svo sem: netþjóna, diska, net, ferla og sjálfvirkni og rekstur, en einnig í auknum mæli öryggislausnir. Lausnin er sérstaklega hönnuð fyrir fjármálamarkaðinn þar sem öryggi er haft að leiðarljósi. Mögulegt er að fá „einka tölvuský“ fyrir þá sem kjósa það.

  Vinnustaðurinn

  Gildin okkar

  100% Fagmennska, öryggi og ástríða

  Skoða nánar