Hugbúnaðarlausnir

Við sinnum þróun, viðhaldi og rekstri fjölbreyttra hugbúnaðarlausna, fyrir fjármálafyrirtæki ,sem eru í fararbroddi á heimsvísu. Hugbúnaðarlausnir RB eru á sviði viðskiptabankastarfsemi, greiðslumiðlunar og áhættustýringar. 

 1. Greiðslulausnir

 2. Greiðslulausnir tryggja að greiðslur berist frá greiðanda til viðtakanda á öruggan og skilvirkan hátt. RB hefur þróað öll megin greiðslumiðlunarkerfi landsins og eru greiðslumiðlunarferlar í íslensku bankakerfi með þeim skilvirkustu sem þekkjast.

  Greiðslulausnir er nokkuð vítt hugtak og má skipta hugbúnaðinum í eftirfarandi tegundir:

  • Greiðslumiðlun

  • Kort

  • Erlend greiðslumiðlun

  • Önnur greiðsluþjónusta

 3. Innlánalausnir

 4. RB rekur innlánakerfi sem heldur utan um innlánsreikninga viðskiptavina banka og sparisjóða.

  Innlánsreikningar skiptast í veltureikninga og sparireikninga. Innlánalausnir RB hafa umsjón með rúmlega tveimur milljónum reikninga og færslufjöldi sem fer um það daglega skiptir hundruðum þúsunda. Skilvirkni í millifærslum milli reikninga er mikil hér á landi, en innlegg eru til ráðstöfunar hjá viðtakanda um leið og greiðsla hefur verið innt af hendi í netbanka eða hjá gjaldkera, jafnvel þó um mismunandi bankastofnanir sé að ræða.

 5. Útlánalausnir

 6. Útlánalausnir RB halda utan um útlán og innheimtukröfur og eru sérsniðnar að þörfum íslensks bankamarkaðar.

  Um er að ræða bæði verðtryggð og óverðtryggð lán sem geta haft mismunandi lánstíma, gjalda- og vaxtaflokka.

  Útlánalausnir RB halda utan um rúmlega 200 þúsund skuldabréf og nokkur hundruð þúsundir færslna eru unnar í kerfinu á mánuði.

 • Greiðslulausnir

 • Greiðslulausnir tryggja að greiðslur berist frá greiðanda til viðtakanda á öruggan og skilvirkan hátt. RB hefur þróað öll megin greiðslumiðlunarkerfi landsins og eru greiðslumiðlunarferlar í íslensku bankakerfi með þeim skilvirkustu sem þekkjast.

  Greiðslulausnir er nokkuð vítt hugtak og má skipta hugbúnaðinum í eftirfarandi tegundir:

  • Greiðslumiðlun

  • Kort

  • Erlend greiðslumiðlun

  • Önnur greiðsluþjónusta

 • Innlánalausnir

 • RB rekur innlánakerfi sem heldur utan um innlánsreikninga viðskiptavina banka og sparisjóða.

  Innlánsreikningar skiptast í veltureikninga og sparireikninga. Innlánalausnir RB hafa umsjón með rúmlega tveimur milljónum reikninga og færslufjöldi sem fer um það daglega skiptir hundruðum þúsunda. Skilvirkni í millifærslum milli reikninga er mikil hér á landi, en innlegg eru til ráðstöfunar hjá viðtakanda um leið og greiðsla hefur verið innt af hendi í netbanka eða hjá gjaldkera, jafnvel þó um mismunandi bankastofnanir sé að ræða.

 • Útlánalausnir

 • Útlánalausnir RB halda utan um útlán og innheimtukröfur og eru sérsniðnar að þörfum íslensks bankamarkaðar.

  Um er að ræða bæði verðtryggð og óverðtryggð lán sem geta haft mismunandi lánstíma, gjalda- og vaxtaflokka.

  Útlánalausnir RB halda utan um rúmlega 200 þúsund skuldabréf og nokkur hundruð þúsundir færslna eru unnar í kerfinu á mánuði.

  1. Innheimtulausnir

  2. Innheimtulausn RB er heildræn lausn sem á sér í dag viðmót í netbanka*, IOBS, gagnaviðmótum, vefþjónustulagi, Völu, IK fyrirspurnum og Innheimtuþjónusta RB. Lausnin er samsett út Kröfupotti RB og Innheimtuþjónustu RB.

   Kröfupottur RB er miðlæg lausn sem gerir viðskiptabönkunum kleift að bjóða viðskiptavinum sínum upp á kröfugerð ásamt móttöku og miðlun á þeim greiðslum sem berast vegna krafna.

   Innheimtuþjónusta RB gerir fjármálafyrirtækjum kleift að bjóða sínum viðskiptavinum upp á félagaþjónustu og fleiri leiðir til að innheimta og meðhöndla kröfur.

   *Viðmót í netbanka og IOBS þjónustur nýtast eingöngu þeim viðskiptavinum sem í dag eru að nýta sér netbankalausnir RB.

  3. Áhættustýring og eftirlit

  4. Viðskiptavinum RB stendur til boða hugbúnaður sem auðveldar áhættustýringu og ýmiss konar eftirlit.

   RB rekur og þróar eftirfarandi áhættustýringar- og eftirlitskerfi:

   • Peningaþvættikerfi sem er ætlað eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
   • FE skrá sem getur kallað fram yfirlit yfir útlán viðskiptavina í bankakerfinu, sem fjármálafyrirtæki nota til að fá yfirsýn yfir fjárhagsstöðu einstaklinga sem sækja um lán í þeim tilgangi að minnka útlánaáhættu bankans
   • Tryggingakerfi sem heldur utan um tryggingar og veð fyrir útlánum, sem veitir fjármálafyrirtækjum betri yfirsýn yfir það með hvaða hætti útlán þeirra eru eru tryggð
   • Vanskila- og skuldastöðukerfi sem gefur starfsfólki fjármálafyrirtækja heildstætt yfirlit yfir skuldastöðu einstaklinga og fyrirtækja.

   Áhættustýring og eftirlit er mikilvægur þáttur í nútíma fjármálastarfsemi og leggur RB áherslu á að efla vörur sínar og þjónustu á þessu sviði.

  5. Vef- og samþættingalausnir

  6. Samþætting á kerfum, aðgerðum og gögnum er lykilatriði í uppbyggingu upplýsingakerfa og forsenda þess að hægt sé að breyta eða skipta út einstökum grunnkerfum án þess að það kalli á umfangsmiklar breytingar á tengdum lausnum.

   Með samþættingu er hægt að bæta við nýrri og betri viðskiptavirkni, viðskiptaferlum og virðisaukandi upplýsingum með þjónustulagi ofan á grunnkerfin. Miðlæg samþætting stuðlar að hagkvæmni fyrir bankakerfið. RB leggur mikla áherslu á að byggja upp traust, miðlægt og vel skilgreint samþættingarumhverfi þar sem hægt er að samþætta og staðla aðgerðir og gögn frá grunnkerfum RB og lykilkerfum bankanna.

 • Innheimtulausnir

 • Innheimtulausn RB er heildræn lausn sem á sér í dag viðmót í netbanka*, IOBS, gagnaviðmótum, vefþjónustulagi, Völu, IK fyrirspurnum og Innheimtuþjónusta RB. Lausnin er samsett út Kröfupotti RB og Innheimtuþjónustu RB.

  Kröfupottur RB er miðlæg lausn sem gerir viðskiptabönkunum kleift að bjóða viðskiptavinum sínum upp á kröfugerð ásamt móttöku og miðlun á þeim greiðslum sem berast vegna krafna.

  Innheimtuþjónusta RB gerir fjármálafyrirtækjum kleift að bjóða sínum viðskiptavinum upp á félagaþjónustu og fleiri leiðir til að innheimta og meðhöndla kröfur.

  *Viðmót í netbanka og IOBS þjónustur nýtast eingöngu þeim viðskiptavinum sem í dag eru að nýta sér netbankalausnir RB.

 • Áhættustýring og eftirlit

 • Viðskiptavinum RB stendur til boða hugbúnaður sem auðveldar áhættustýringu og ýmiss konar eftirlit.

  RB rekur og þróar eftirfarandi áhættustýringar- og eftirlitskerfi:

  • Peningaþvættikerfi sem er ætlað eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
  • FE skrá sem getur kallað fram yfirlit yfir útlán viðskiptavina í bankakerfinu, sem fjármálafyrirtæki nota til að fá yfirsýn yfir fjárhagsstöðu einstaklinga sem sækja um lán í þeim tilgangi að minnka útlánaáhættu bankans
  • Tryggingakerfi sem heldur utan um tryggingar og veð fyrir útlánum, sem veitir fjármálafyrirtækjum betri yfirsýn yfir það með hvaða hætti útlán þeirra eru eru tryggð
  • Vanskila- og skuldastöðukerfi sem gefur starfsfólki fjármálafyrirtækja heildstætt yfirlit yfir skuldastöðu einstaklinga og fyrirtækja.

  Áhættustýring og eftirlit er mikilvægur þáttur í nútíma fjármálastarfsemi og leggur RB áherslu á að efla vörur sínar og þjónustu á þessu sviði.

 • Vef- og samþættingalausnir

 • Samþætting á kerfum, aðgerðum og gögnum er lykilatriði í uppbyggingu upplýsingakerfa og forsenda þess að hægt sé að breyta eða skipta út einstökum grunnkerfum án þess að það kalli á umfangsmiklar breytingar á tengdum lausnum.

  Með samþættingu er hægt að bæta við nýrri og betri viðskiptavirkni, viðskiptaferlum og virðisaukandi upplýsingum með þjónustulagi ofan á grunnkerfin. Miðlæg samþætting stuðlar að hagkvæmni fyrir bankakerfið. RB leggur mikla áherslu á að byggja upp traust, miðlægt og vel skilgreint samþættingarumhverfi þar sem hægt er að samþætta og staðla aðgerðir og gögn frá grunnkerfum RB og lykilkerfum bankanna.

  Lausnir og þjónusta

  Þjónusta og ráðgjöf

  Við leggjum okkur 100% fram við að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu

  Skoða nánar