Fréttir

Vorráðstefna RB 2018

Vorráðstefna RB 2018
10.04.2018

Taktu frá 15. maí 2018 og mættu í Hörpu á einstaklega spennandi ráðstefnu undir yfirskriftinni, "Hver ætlar að baka kökuna?"

Miklar breytingar eru í vændum með nýjum greiðsluþjónustulögum (PSD2), opnun bankakerfisins (open banking) og Fintech. Allir hafa hlutverki að gegna í þessum breytingum; stjórnvöld, fjármálastofnanir, fjártækni- og nýsköpunarfyrirtæki og neytendur. Tækifærin eru mikil. Allt „hráefni“ er til staðar en óljóst hver mun taka af skarið og „baka kökuna“. Við höfum fengið frábæra fyrirlesara víðs vegar að til að velta þessum spurningum fyrir sér með okkur og spá aðeins fyrir um framtíðina.

Verið velkomin á Vorráðstefnu RB í Hörpu 15. maí. 

Skráning og nánari upplýsingar um ráðstefnuna.