Fréttir

Við leitum að öflugum einstaklingum

Við leitum að öflugum einstaklingum
09.01.2015

Okkar æðsta markmið er að veita viðskiptavinum okkar 100% uppitíma og það gerum við með því að hafa í okkar röðum öflugt fólk. Einstaklinga sem við treystum fyrir lyklunum að mikilvægustu upplýsingatæknikerfum landsins. Það eru ekki margir sem uppfylla þau skilyrði. Ert þú einn af þeim?

Vilt þú taka þátt í að móta kraftmikið og lifandi upplýsingatæknifyrirtæki?

Okkar æðsta markmið er að veita viðskiptavinum okkar 100% uppitíma og það gerum við með því að hafa í okkar röðum öflugt fólk. Einstaklinga sem við treystum fyrir lyklunum að mikilvægustu upplýsingatæknikerfum landsins.

Það eru ekki margir sem uppfylla þau skilyrði. Ert þú einn af þeim?

Við trúum á öfluga liðsheild og lifum og brennum fyrir áskoranir sem felast í flóknum og krefjandi verkefnum.

Við viljum að tími þinn hjá RB sé besti tími starfsævi þinnar.

Við leitum að öflugum einstaklingum í tækniteymi sem eru ábyrg fyrir þeirri vinnu sem þau skila og hafa frelsi til þess að gera það sem þarf til þess að ná frábærum árangri. Þú verður hluti af 70 manna sviði Tæknireksturs og þjónustu sem ber ábyrgð á rekstri og þjónustu allra upplýsingatæknikerfa RB, auk þess að reka flest miðlæg bankakerfi á Íslandi.

Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar:

  • Kerfisstjóri í IT grunnþjónustu
  • Kerfisstjóri Windows og Linux/UNIX
  • Sérfræðingur í tækniþjónustu (IT Technician)