Fréttir
Vel heppnað RB Classic

RB (Reiknistofa bankanna) hélt í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind og Kríu hjólaverslun götuhjólakeppni umhverfis Þingvallavatn síðasta laugardag, 27. ágúst 2016. Ræst var við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og hjólað umhverfis Þingvallavatn. Hægt var að velja á milli tveggja vegalengda, 127 km (2 hringir - A flokkur) og 65 km (1 hringur - B flokkur). Stærstur hluti leiðarinnar var hjólaður á malbiki en 10 km á möl.
Um 180 keppendur voru skráðir til leiks og voru vegleg peningaverðlaun í boði eða samtals 180.000 kr. sem og Specialized götuhjól að verðmæti 320.000 kr. auk annarra vinninga frá fjölmörgum fyrirtækjum.
Sigurvegari í A flokki karla var Hafsteinn Ægir Geirsson en í öðru sæti var Steinar Þorbjörnsson og Rúnar Karl Elfarsson var í þriðja sæti.
Í A flokki kvenna stóð Erla Sigurlaug Sigurðardóttir uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti var Hjördís Ýr Ólafsdóttir og Ása Guðný Ásgeirsdóttir í því þriðja.
Í B flokki kvenna vann Anna Kristín Pétursdóttir. Í öðru sæti var Rakel Logadóttir og Steinunn Erla Thorlacius í því þriðja. Í karlaflokki varð Sigurður Hansen fyrstur en Burkni Maack Helgason varð annar og Hilmar Ævar Hilmarsson þriðji.
Öll nánari úrslit má finna á:
Á Facebook síðu keppninnar má finna myndir frá keppninni:
Hér er myndband frá keppninni: