Fréttir

Vel heppnað golfmót

Vel heppnað golfmót
05.06.2015

Í gær fór fram stórskemmtilegt golfmót, RB Invitational, þar sem viðskiptavinir og starfsfólk RB kom saman og spiluðu golf. Mótið fór fram á Hvaleyrarvellinum hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Spilað var Texas Scramble með fjóra í hverju holli.

Í gær fór fram stórskemmtilegt golfmót, RB Invitational, þar sem viðskiptavinir og starfsfólk RB kom saman og spiluðu golf.

Mótið fór fram á Hvaleyrarvellinum hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Spilað var Texas Scramble með fjóra í hverju holli.

Við vorum einstaklega ánægð hvernig til tókst og var keppnin hörð og margir gerðu atlögu að fyrsta sætinu. Í lokin stóðu Einar Már Hjartarson frá Arion banka, Guðjón Steingrímsson frá RB, Sigþór R. Sigþórsson frá Borgun og Stefán Pálsson frá Vildarkerfi uppi sem sigurvegarar.

Í öðru sæti voru Elísabet Árnadóttir frá Arion banka, Haukur Gíslason frá Valitor, Margrét Ingibergsdóttir frá RB og Tómas Sigurðsson frá Íslandsbanka.

Í þriðja sæti voru Jón Bergþórsson frá Landsbankanum, Kristinn Ó. Ólafsson frá Landsbankanum, Magnús Böðvar Eyþórsson frá RB og Sverrir Bergþór Sverrisson frá Auðkenni.

Óskum við sigurvegurunum innilega til hamingju.

Myndir frá mótinu má finna hér:

Myndir