Fréttir

Valkröfur í heimabanka

Valkröfur í heimabanka
09.08.2018

Að gefnu tilefni vill Reiknistofa bankanna (RB) upplýsa að RB stofnar ekki kröfur á hendur einstaklingum eða fyrirtækjum. Slíkar kröfur eru stofnaðar í gegnum m.a. viðskiptabanka og sparisjóði sem aðgang hafa að kerfi RB.

Taka skal fram að valkröfur þarf ekki að greiða en einstaklingar geta leitað til síns viðskiptabanka eða sparisjóðs ef þeir hafa fyrirspurnir um slíka kröfu.