Fréttir
Tafir við áramótavinnslur
31.12.2016
Vegna tafa við áramótavinnslur hjá Reiknistofu bankanna geta gögn um reikningsyfirlit sem send eru í netbanka viðskiptavina verið seint á ferðinni.
Af þessum sökum geta tímabundið birst rangar upplýsingar í netbönkum viðskiptavina bankanna. Þessi töf hefur ekki áhrif á virkni greiðslumiðlunar og geta viðskiptavinir ráðstafað fjármunum sínum eins og vanalega.
Á þessari stundu er ekki ljóst hvenær vinnslum verður að fullu lokið en einhverjar truflanir gætu orðið fram eftir degi.