Fréttir

RegTech, lausnin að sífellt flóknara regluverki?

RegTech, lausnin að sífellt flóknara regluverki?
17.09.2018
Reiknistofa bankanna (RB) í samstarfi við breska ráðgjafarfyrirtækið Alvarez and Marsal stendur fyrir opnu málþingi þann 4. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni “RegTech - Lausnin við sífellt flóknara regluverki fjármálakerfisins?

Fjármálaþjónusta í heiminum er að breytast hratt, regluverkið verður sífellt flóknara og flækjustigið er að aukast. Til að einfalda innleiðingu og samþættingu upplýsingatækni og þess regluverks sem fjármálafyrirtæki búa við hafa orðið til svokölluð “RegTech“ fyrirtæki sem sérhæfa sig í ráðgjöf og þróun lausna á þessu sviði.

Á málþinginu munu ráðgjafar frá ráðgjafarfyrirtækinu Alvarez and Marsal fara yfir þá starfrænu byltingu sem er að eiga sér stað í fjármálakerfinu og hvernig fjármálafyrirtæki eru að nýta „RegTech“ lausnir til hagræðingar í sinni starfsemi og hvað fjármálafyrirtæki þurfi að hafa í huga til að þessar lausnir nýtist eins og til er ætlast.

Í lok fundarins verða pallborðsumræður þar sem ráðgjafar Alvarez and Marsal, ásamt Friðriki Þór Snorrasyni, forstjóra RB, Jóni Þór Sturlusyni, aðstoðarforstjóra FME og Riaan Dreyer, forstöðumanni hugbúnaðarþróunar hjá Arion banka, ræða þær breytingar sem framundan eru og hvernig íslensk fjármálafyrirtæki geta nýtt sér RegTech lausnir í sinni starfsemi.

Málþingið hefst kl 8.30 og stendur til kl. 11:45. Fullbókað er á viðburðinn.


Dagskrá

8:30 - 9:00 Skráning og morgunkaffi

9:00 - 9:15 Gestir boðnir velkomnir

9:15 – 9:45 Key “do’s and how-to’s” of a successful digitalization strategy – Frank Heideloff)
• What are the key organizational and governance elements needed for success?
• Why is an IT assessment such an important starting point?
• What are the key questions banks need to ask themselves?


9:50 -10:20 RegTech 2.0 as one key building block – Kevin How
• Where is RegTech making real progress in the transformation of Regulatory Compliance?
• What are RegTech players looking for from banks?
• Why do banks find it hard to use and apply RegTech successfully?


10:20-10:45 Kaffihlé


10:45-11:45 Pallborðsumræður
• – “How should Iceland go about digitalization and the use of RegTech as an area of opportunity”
• Role for national tech standard for digitalization?
• Do banks need to be of minimum critical size in a tech environment?
• Can banks join forces to adopt technology platforms (eg. KYC utilities, etc) and bring them to the Icelandic market?
• How can Regtech help Iceland build bank compliance efficiency and effectiveness, and drive better business models?

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Fullbókað er á viðburðinn.