Viðburðir

RB SQUARE

RB SQUARE
16.10.2015

RB býður þér á Off Venue viðburð á Airwaves, RB SQUARE, föstudaginn 6. nóvember í glerskálanum í Höfðatorgi. 

Dagskráin er eftirfarandi:

  • 16.00 : Kassabandið
  • 16:45 : JB Bluesband  (aka Blúsband Jóns Baldurs)
  • 17:30 : Kvistar

Við erum stolt af því að segja frá því að Kassabandið er eingöngu skipað starfsfólki RB (Kristján Kristjánsson, Ívar Þórólfsson, Margrét Ingibergsdóttir og Þórir Bjarnason). Auk þess einn starfsmaður RB er í JB Bluesband (Kjartan Jóhannesson, Kjói) og einn í Kvistum (Óskar Gunnarsson). Ekki dónalegt að hafa svona hæfileikaríkt fólk innanborðs.

Íslenska kaffistofan sem staðsett er í Turninum við glerskálann mun bjóða upp á spennandi tilboð á drykkjum á meðan á tónleikunum stendur.