Fréttir

RB semur við DalPay

RB semur við DalPay
08.02.2016

Það er sönn ánægja að segja frá því að DalPay hefur bæst í viðskiptavinahóp RB.

Dalpay hefur síðan 2006 boðið uppá þjónustu við aðila sem vilja selja vörur sínar á veraldarvefnum. DalPay brúar þannig bilið á milli seljenda og kaupenda, hvar sem er í heiminum, fyrir tilstilli veraldarvefsins. Samstarfið við RB felur í sér notkun á samskráningagrunni RB (PAR RB).

PAR RB er þjónusta sem geymir upplýsingar um sýndarnúmer korta og heldur utanum upplýsingar um raunveruleg kortanúmer sem tengjast viðkomandi sýndarnúmerum.  Þannig að þegar færsla kemur á sýndarkort skilar færslan sér inn í grunn þar sem parað er saman sýndarnúmer og raun kortanúmer þessi frábæra lausn frá RB virkar fyrir bæði debet- og kreditkort.

Við bjóðum Dalpay velkomið í hópinn !