Fréttir

RB hjálpar

RB hjálpar
21.10.2016

Fyrr á þessu ári mótaði RB sér formlega stefnu í samfélagsábyrgð og er nú unnið markvisst að innleiðingu hennar. Sem hluti af henni fer núna í loftið verkefni sem heitir “RB hjálpar”.

Í RB hjálpar gefst starfsfólki kostur á að leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála og geta varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis.  Starfsfólk velur sér sjálft málefnið sem það vill veita lið en um er að ræða sjálfboðaliðastörf fyrir góðgerðarfélög, mannúðarsamtök, björgunarsveitir og ýmis önnur góð málefni.

Þessu tengt þá hvetjum við forsvarsfólk góðgerðarmála til að senda okkur hugmyndir að verkefnum um það hvernig starfsfólk RB getur lagt málefninu lið með sjálfboðaliðastörfum.

Senda hugmynd