Fréttir

RB Classic 2017

08.06.2017

RB í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind, Cintamani og hjólreiðaverslunina Kríu stendur fyrir götuhjólakeppni umhverfis Þingvallavatn laugardaginn 10. júní, 2017. Metskráning er í ár með 215 hjólreiðafólki sem hefur skráð sig til leiks og verður skemmtilegt að fylgjast með keppninni á laugardaginn og sjá okkar fremsta fólk í hjólreiðum spreyta sig á þessari áhugaverðu leið en 10 km af leiðinni er á möl. 

Ræst er við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og er hjólað umhverfis Þingvallavatn í frábæru umhverfi. Fyrstu hóparnir starta kl. 9.00 svo á nokkra mínútna fresti eftir það.

Ræsing:
UCI Elite karlar (124,6 km): Ræsing kl. 9:00.
UCI Elite kvenna (124,6 km): Ræsing kl. 9:02.
UCI junior drengir og stúlkur (62,3 km). Ræsing kl. 9:04.
B-flokkar (62,3 km) Ræsing kl. 9:20.
Hjólakraftur (62,3 km) er ræstur kl 9:22.

Keppt verður í tveimur vegalengdum:
127 km (2 hringir) - A flokkur
65 km (1 hringur) - B flokkur
Keppnin hentar götuhjólum best, enda að mestu leiti á malbiki. Um 10 km kafli er þó á möl sem gerir keppnina þeim mun áhugaverðari.

FYRIRKOMULAG MÓTS:
127 km - 2 hringir - Einstaklingar
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Unglingaflokki 18 ára og yngri kk/kvk
19-29 kk/kvk
30-39 kk/kvk
40 + kk/kvk

Verðlaun frá Cintamani eru fyrir 1. til 3. sæti í öllum flokkum en auk þess veitir RB peningaverðlaun fyrir efstu 3 sætin í bæði karla og kvennaflokki (besti árangur úr öllum flokkum):
1. sæti 50.000 kr. í kk og kvk
2. sæti 25.000 kr. í kk og kvk
3. sæti 15.000 kr. í kk og kvk

Vegleg úrdráttarverðlaun verða dregin úr í lok keppni.

65 km - 1 hringur - Einstaklingar

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Unglingaflokki 18 ára og yngri kk/kvk
19-29 kk/kvk
30-39 kk/kvk
40 + kk/kvk

Verðlaun eru veitt fyrir efstu 3 sætin í öllum flokkum.
Keppnin hentar götuhjólum best, enda að mestu leiti á malbiki. Um 10 km kafli er þó á möl sem gerir keppnina þeim mun áhugaverðari.

HJÓLALEIÐIN
Á myndinni má sjá hjólaleiðina en startað verður nálægt Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni. Þar verður aðstaða mótsins s.s. veitingar, verðlaunaafhending, salerni og bílastæði.