Fréttir

RB á Framadögum 2017

RB á Framadögum 2017
08.02.2017

Framadagar fara fram fimmtudaginn 9. febrúar í Háskólanum í Reykjavík, HR. Við verðum að sjálfsögðu með bás þar sem hressir starfsmenn standa vaktina og upplýsa nemendur um starfsemina og svara spurningum.

Í básnum verður auk þess hægt að spila Pacman og næla sér í RB merkt súkkulaði.

Við óskum eftir hugmyndum að lokaverkefnum frá nemendum sem eru að útskrifast úr tölvunarfræði eða öðrum tæknigreinum.

Senda inn hugmynd að lokaverkefni

Ef nemendur vilja sækja um starf þá hvetjum við þá til að fylla út umsókn.

Sækja um starf