Fréttir

Haustviðburður RB í samstarfi við Syndis

10.09.2019

UPPSELT ER Á VIÐBURÐINN!

Þökkum frábærar móttökur og hlökkum til að sjá alla sem skráðu sig 9. október.

______________________________________________________________________

Öryggisógnir og fyrirmælasvik eru að verða áberandi vandamál í daglegum rekstri fyrirtækja og sífellt flóknari viðureignar. Tölvuþrjótar hafa í auknum mæli beint sjónum sínum að Íslandi. Þeir beita útsmognum aðferðum sem erfitt getur verið að sjá í gegn um og geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjárhag og ímynd fyrirtækja. Það þurfa allir að vera á tánum.

Á fyrsta haustviðburði RB sameina RB og Syndis krafta sína og bjóða upp á röð áhugaverðra fyrirlestra um öryggismál sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Fyrirlesarar eru allir sérfræðingar á sínu sviði og koma m.a. frá CSIS Security Group, Duo Security og Google.


Ráðstefnan verður haldin 9. október á Grand hótel. Ráðstefnustjóri er Dr. Gísli Hjálmtýsson, sviðsforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík.

Aðeins kostar kr. 9.900 á viðburðinn.

Dagskrá

08:20–09:00 Skráning og morgunmatur

09:00–09:15 Opnun og hugleiðingar - Ragnhildur Geirsdóttir

Forstjóri Reiknistofu bankanna

9:15-9:45 Beyond the Hype: Zero Trust from An Attacker´s Perspective – Rich Smith

Head of Duo Labs, Duo Security 

09:45–10:15 When Data Talks - Kristinn Guðjónsson

Security Engineer, Detection and Response Team Google 

10:15-10:30 Kaffihlé 

10:30- 11:00 Next generation attacks on signalling networks - Fredrik Soderlund

VFC Security

11:00–11:30 How to Mitigate The Increasing Risk Related to BEC (Business Email Compromise) Fraud - Jan Kaastrup

Chief Technology Officer and Head of Innovation, CSIS Security Group 

11:30–12:20 Crime as a Service - Peter Kruse 

Head of CSIS eCrime Unit, CSIS Security Group A/S

12:20 – 12:30 Samantekt og lok ráðstefnu