Fréttir

Góðgerðarleikar Sidekick í RB

Góðgerðarleikar Sidekick í RB
19.09.2016

Föstudaginn 16. september hófust góðgerðarleikar Sidekick hér í RB. Um er að ræða þriggja vikna heilsuáskorun fyrir starfsfólk RB. Starfsfólk safnar stigum eða svo kölluðum “Kicks” í Sidekick appinu fyrir að framkvæma heilsueflandi hluti eins og að drekka vatn, borða ávexti, alls konar æfingar (t.d. armbeygjur, hnébeygjur, planka), taka stigann og slaka á með slökunaraðferðum.

Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF og Erlendur Egilsson frá Sidekick komu til okkar á föstudagsmorguninn og fóru yfir áskorunina. Með því að nota appið söfnum við í RB vatni handa börnum sem búa við vatnsskort í samstarfi við UNICEF. Verðlaunin í keppninni eru 100 skammtar af bóluefnum gegn mænusótt og 30 skammtar af jarðhnetumauki sem UNICEF sér um að koma til skila. RB mun tvöfalda alla vatnssöfnun sem safnast í þessari keppni.