Fréttir

Fyrirlestur frá RB á UTmessunni 2017

Fyrirlestur frá RB á UTmessunni 2017
02.02.2017

UTmessan fer fram á föstudag og laugardag, 3.-4. febrúar, í Hörpu. Á föstudeginum er ráðstefnudagur en á laugardeginum er sýningardagur opinn öllum. Ásgeir Logi Ísleifsson atvikastjóri hjá RB mun á ráðstefnudeginum vera með fyrirlestur undir yfirskirftinni Stóratvikastjórnun hjá RB.

Þar fjallar hann um hvernig þessum málum er háttað hjá RB og hvernig RB stýrir sínu stóratvikaferli (Major Incident Process). Við hvetjum alla til að mæta á fyrirlesturinn en hann fer fram í Silfurbergi B kl. 16:20 á föstudeginum, 3. febrúar.

Ráðstefnudagskrá UTmessunnar