Viðburðir

Chef: Kokkurinn, matreiðslubækurnar og uppskriftirnar

Chef: Kokkurinn, matreiðslubækurnar og uppskriftirnar
18.09.2014

Við hvetjum þig til að taka frá fimmtudaginn 18. september, klukkan 8:30 - 10:00, og mæta á spennandi morgunverðarfund hjá RB. Á fundinum verður fjallað um rekstrartólið Chef, hvað það hefur upp á að bjóða og hvernig RB notar það. Chef er mjög sveigjanlegt tól sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um vélar í rekstrarumhverfi og dreifa hugbúnaði og kóða.  Auk þess sem það auðveldar fyrirtækjum að skilgreina tæknilega innviði (infrastructure) sína.

RB notar kerfið aðallega í  svokölluðum SOA umhverfum og er aðal ávinningurinn þessi:

  • Dreifing hugbúnaðar tekur nú aðeins sekúndur
  • Allar vélar eru nákvæmlega eins uppsettar
  • Frá því að forritari smíðar forrit líða aðeins nokkrar mínútur þangað til forritið er komið á alla þróunarnetþjóna

Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum RB í Höfðatorgi, Katrínartúni 2 á 4. hæð.

Fundurinn er opinn öllum - Aðgangur ókeypis.

Framsögumaður er Elmar Atlason kerfisstjóri í Tæknirekstri og þjónustu hjá RB.