Fréttir
Bilun kom upp í búnaði hjá RB í nótt
16.01.2019
Bilun kom upp í búnaði hjá RB í nótt sem gera það að verkum að hreyfingar sjást ekki í netbanka Landsbankans og Íslandsbanka. Staða reikninga í grunnkerfum RB er engu að síður rétt og öll greiðsluvirkni er í lagi.
Unnið er að leiðréttingu en gert ráð fyrir að það geti tekið út daginn að koma stöðu hjá báðum bönkum í rétt horf.
RB harmar atvikið og vinnur hörðum höndum að úrlausn málsins. Frekari upplýsingar verða veittar um leið og þær liggja fyrir.
Nánari upplýsingar veitir:
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB
Netfang: fridrik.thor.snorrason@rb.is
Sími: 841 6000