Fréttir

Bilun í búnaði hjá RB, unnið að lagfæringu  

25.03.2019

Bilun kom upp í morgun í kerfum hjá RB sem gerir það að verkum að færslur birtast ekki á reikningsyfirlitum hjá Landsbankanum og Íslandsbanka. Staða reikninga í netbönkum, öppum og hraðbönkum er engu að síður rétt. Viðskiptavinir eru beðnir um að gæta að því að endurtaka ekki greiðslur og/eða millifærslur þó þær sjáist ekki á yfirliti.

 

Bilunin getur einnig orsakað hægagang í netbönkum hjá Landsbankanum og Íslandsbanka.

 

RB harmar atvikið og vinnur hörðum höndum að úrlausn málsins. Frekari upplýsingar verða veittar um leið og þær liggja fyrir.

 

 

 

  

 

Nánari upplýsingar veitir:

 

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB

Netfang: ragnhildur.geirsdottir@rb.is

Sími: 898 5001