Fréttir
Aðalfundur RB 2016

18.04.2016
Aðalfundur Reiknistofu bankanna hf. (RB) verður haldinn miðvikudaginn 20. apríl 2016 í fundarsal RB, Höfðatorgi, Katrínartúni 2, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 16:15.
Á dagskrá fundarins verða:
- Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár.
- Ársreikningur félagsins lagður fram til staðfestingar.
- Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins á reikningsárinu.
- Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
- Tillögur stjórnar til félagsins um starfskjarastefnu.
- Kosning stjórnar félagsins, sbr. grein 5.1.
- Kosning endurskoðanda, sbr. grein 10.1.
- Önnur mál.
Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis frá og með 6. apríl 2016 að telja.