Fréttir

Við leitum að öflugum framkvæmdastjóra

Við leitum að öflugum framkvæmdastjóra
06.03.2015

Við leitum að stjórnanda til að leiða sviðið Tæknirekstur og þjónusta sem er ábyrgt fyrir hönnun á tæknilegum innviðum og rekstri þjónustulausna fyrirtækisins, sem sérsniðnar eru að þörfum fjármálamarkaðar. Okkar megin markmið er að tryggja viðskiptavinum 100% uppitíma og það gerum við með því að hafa í okkar röðum öflugt fólk sem treyst er fyrir lyklunum að mikilvægustu upplýsingatæknikerfum landsins.

Við leitum að stjórnanda til að leiða sviðið Tæknirekstur og þjónusta sem er ábyrgt fyrir hönnun á tæknilegum innviðum og rekstri þjónustulausna fyrirtækisins, sem sérsniðnar eru að þörfum fjármálamarkaðar.

Okkar megin markmið er að tryggja viðskiptavinum 100% uppitíma og það gerum við með því að hafa í okkar röðum öflugt fólk sem treyst er fyrir lyklunum að mikilvægustu upplýsingatæknikerfum landsins.

Við trúum á öfluga liðsheild og lifum og brennum fyrir áskoranir sem felast í flóknum og krefjandi verkefnum.  Þetta gerum við með öryggi, fagmennsku og ástríðu að leiðarljósi.

Framkvæmdastjórinn mun leiða 70 manna svið sem er ábyrgt fyrir rekstri flestra miðlægra bankakerfa Íslands og framþróun og sjálfvirknivæðingu IaaS og PaaS umhverfa. Mikil áhersla er lögð á rekstrar- og gagnaöryggi sem og hagkvæman og skilvirkan rekstur.

Framkvæmdastjóranum er ætlað að móta og leiða öfluga liðsheild, efla þjónustuframboð sviðsins, vera framsækinn og traustur leiðtogi og öðrum góð fyrirmynd.

Hæfniskröfur

  • Leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla
  • Samskiptahæfni
  • Reynsla af uppbyggingu tækniþjónustu félaga
  • Reynsla af sölu þjónustu
  • Mikil greiningarhæfni
  • Ríkur skilningur á upplýsingatækni og góður skilningur á fjármálamarkaði
  • Háskólamenntun

Nánari upplýsingar um starfið veitir Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri Hagvangs, katrin@hagvangur.is, sími 520 4700.

Hægt er að sækja um á www.hagvangur.is til 15. mars 2015.  Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Nánar um RB

RB er traust og öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem hefur þróað margvíslegar fjármálalausnir, þar á meðal öll megin greiðslukerfi landsins. Helstu viðskiptavinir RB eru fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög. Markmið RB er að gegna lykilhlutverki í hagræðingu innan íslenska fjármálamarkaðarins með því að lækka upplýsingatæknikostnað fjármálafyrirtækja.