Fréttir

Vegna leiðréttingar verðtryggðra fasteignalána

19.05.2015

Í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum í dag um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána vill Reiknistofa bankanna (RB) koma því á framfæri að félagið vinnur að breytingum á útlánakerfi RB í góðri samvinnu við viðskiptavini.  Um er að ræða viðamikla og flókna breytingu á kerfum félagsins.

Í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum í dag um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána vill Reiknistofa bankanna (RB) koma því á framfæri að félagið vinnur að breytingum á útlánakerfi RB í góðri samvinnu við viðskiptavini.  Um er að ræða viðamikla og flókna breytingu á kerfum félagsins. Ef séreignasparnaður er greiddur inn á lán á gjalddaga fer öll upphæðin inn á höfuðstólinn og reyna fjármálafyrirtækin að stýra greiðslum þannig að þær fari inn á lánið sem næst gjalddaga. Hópur starfsmanna RB kemur að breytingunni en eftir hana verður hægt að greiða inn á höfuðstól láns sem er í skilum um leið og greiðsla berst frá lífeyrissjóði.  Áætluð verklok eru um miðjan júlí.