Fréttir

RB tilnefnt til íslensku þekkingarverðlaunanna

RB tilnefnt til íslensku þekkingarverðlaunanna
15.03.2016

Þrjú fyrirtæki eru tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna en það eru Reiknistofa bankanna, Kolibri og Íslandsbanki.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins og viðskipta-/hagfræðingi ársins á hverju ári og verða verðlaunin afhent á Íslenska þekkingardeginum á Sjóminjasafni Reykjavíkur þann 21.mars nk. frá kl.16:00-18:00. Að þessu sinni er þema þekkingarverðlaunanna „Mannauðsmál í víðum skilningi“ og verður það fyrirtæki eða stofnun sem þykir hafa skarað fram úr á sviði mannauðsmála verðlaunað. Einnig verður viðskipta- eða hagfræðingur ársins heiðraður.

Sjá nánar um þekkingarverðlaunin