Fréttir

RB tekur þátt í Fintech partýi Arion banka

RB tekur þátt í Fintech partýi Arion banka
23.05.2016

Í Fintech partýi Arion banka, sem fram fer 3. og 4. júní 2016, býður RB upp á aðgengi að aðgerðum (API) sem sérstaklega eru hugsaðar til að styðja við mobile þróun af ýmsu tagi og auðga hefðbundna greiðsluvirkni sem hefur að mestu verið óbreytt á liðnum áratugum.

Þannig er hægt að tengja auðkenni beint við reikningsnúmer – s.s. símanúmer – og framkvæma greiðslur og rukkun út frá símanúmeri í stað þess að þurfa að nota hefðbundnar reikningsupplýsingar.

Undirliggjandi er miðlægur auðkennisgrunnur RB (IDPay) sem býður upp á þann möguleika að mörg mismunandi kerfi geti nýtt hann og notendur þeirra geta því sent greiðslur þvert á öll kerfi sem grunninum tengjast.

Auðvelt er að útfæra greiðsluóskir eða rukkanir í gegnum RB. Þannig opnast sá möguleiki að birta rukkun, sem útbúin er í gegnum síma, í „Ógreiddir reikningar“ í netbanka greiðanda. Þar birtist hún sem valkrafa fyrir þá sem vilja nýta sér hefðbundnari aðferðir við greiðslu í stað greiðslu í gegnum síma. Þessi aðferð getur nýst hvort heldur sem er einstaklingum eða söluaðilum sem vilja geta rukkað fyrir vöru, þjónustu eða útlögðum kostnaði.

Að lokum leggur RB áherslu á að bjóða upp á „social“ virkni af ýmsu tagi þar sem t.d. er hægt að vista mynd af hverjum einstaklingi sem nýtir kerfið, senda mynd eða önnur viðhengi með greiðslum og rukkunum sem framkvæmdar eru auk þess sem mögulegt er að vista staðsetningu (GPS location) með hverri aðgerð og vinna áfram með þær upplýsingar á því formi sem henta þykir.

Þjónustutorg RB

Aðgerðirnar frá RB sem í boði eru í Fintech partýi Arion banka eru hluti af Þjónustutorgi RB, en Þjónustutorg RB býður upp á API fyrir öll kerfi RB.

Þjónustutorg RB skapar skil á milli grunnkerfa og útfærslu á viðskiptalegri virkni viðskipta-vina. Þannig auðvelda þær mjög upptöku nýrra kerfa og lágmarka þörf á sértækum aðlögunum.

Helstu mobile aðgerðir* Þjónustutorgs RB:

  • AlterIdentifier – Býður upp á að vista niður símanúmer einstaklings og tengja við reikningsnúmer til að geta nýtt síðar, einnig hægt að vista mynd af viðkomandi
  • GetIdentifier – Flettir upp reikningsnúmeri útfrá auðkenni (símanúmeri) og skilar auk þess mynd af viðkomandi
  • DoCreditTransfer – Framkvæmir greiðslu
  • AddSocialInfo – Gerir mögulegt að senda inn staðsetningu (GPS hnit) eða viðhengi, s.s. mynd með greiðslu og greiðslubeiðnum (rukkunum)
  • CreateClaim – Senda greiðslubeiðni á einstaklinga sem birtist einnig í netbönkum undir „Ógreiddir reikningar“
  • DoClaimPayment – Greiða greiðslubeiðni, en slíka beiðni er einnig hægt að greiða eins og aðrar kröfur beint í netbanka
  • CreatePayment – Stofna greiðslu á símanúmer sem hefur ekki verið tengt við reikningsnúmer
  • GetPayments – Sækja greiðsluupplýsingar, m.a. myndir og staðsetningu sem vistuð var með greiðslu

Aðrar aðgerðir:

  • LockCard - Þjónustan gerir korthafa kleift að loka debetkorti sem hefur týnst, finnist kortið getur korthafi opnað það aftur með sömu aðgerð

* Heiti einstakra aðgerða getur breyst og/eða aðgerðum fjölgað fyrir Fintech partý Arion banka

Nánar um Fintech partý Arion banka