Fréttir

RB styrkir Hjólakraft

RB styrkir Hjólakraft
27.03.2015

RB hefur ákveðið að leggja Hjólakrafti lið með peningaframlagi.  Hjólakraftur er verkefni sem var sett í gang árið 2012 og hefur verið í gangi síðan þá. Verkefnið snýst um að búa til létt og skemmtilegt prógramm fyrir krakka og unglinga sem vilja tilheyra skemmtilegum hópi sem hefur aukna hreyfingu, uppbyggileg samskipti og heilbrigði að leiðarljósi.

RB hefur ákveðið að leggja Hjólakrafti lið með peningaframlagi.  Hjólakraftur er verkefni sem var sett í gang árið 2012 og hefur verið í gangi síðan þá.

Verkefnið snýst um að búa til létt og skemmtilegt prógramm fyrir krakka og unglinga sem vilja tilheyra skemmtilegum hópi sem hefur aukna hreyfingu, uppbyggileg samskipti og heilbrigði að leiðarljósi.

Að baki Hjólakrafti liggur í raun ótrúlega einföld hugmyndafræði.  Hún er sú að fara út að hjóla og hreyfa sig, spyrja hvað þátttakendum langar til að geta gert og hvað viðkomandi er tilbúin/n til þess að leggja á sig til þess að láta það rætast.  Ekkert flóknara en það.  Áherslan er lögð á jákvætt andrúmsloft, gleði og hvatningu.  Mikilvægt er að foreldrar sýni góðan stuðning við bæði krakkana og hópinn.

RB vill með þessu styðja við bakið á því fábæra starfi sem fram fer í Hjólakrafti enda góð tenging við hið árlega götuhjólamót, RB Classic, sem RB heldur í samstarfi við Tind og ION hótel.  Tilgangurinn með því hjólamóti er að efla hjólaíþróttina enn frekar, en mikil vakning hefur orðið í þeim efnum á Íslandi undanfarin ár og meðbyrinn mikill.

Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum þar sem RB leggur góðu málefni lið og er hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins.

Á myndinni má sjá frá vinstri Braga Frey Gunnarsson hjólagúrú og tölvunarfræðing í Hugbúnaðarþróun RB, Þorvald Daníelsson annan upphafsmanna Hjólakrafts og Guðmund Tómas Axelsson markaðsstjóra RB.