Fréttir

RB semur við Data eXcellence um gagnaflutninga og mótun gagna (Data Migration)

RB semur við Data eXcellence um gagnaflutninga og mótun gagna (Data Migration)
11.06.2015

Í janúar samdi RB um endurnýjun helstu grunnkerfa sinna við hugbúnaðarfyrirtækið Sopra Banking Software. Í slíkum uppfærsluverkefnum er gagnaflutningur og mótun gagna (e. „Data Migration") iðulega mjög áhættusamur þáttur og því er mjög mikilvægt að vel sé staðið að þeim málum og dregið úr áhættu við þau eins og kostur er.

Í janúar samdi RB um endurnýjun helstu grunnkerfa sinna við hugbúnaðarfyrirtækið Sopra Banking Software.

Í slíkum uppfærsluverkefnum er gagnaflutningur og mótun gagna (e. „Data Migration") iðulega mjög áhættusamur þáttur og því er mjög mikilvægt að vel sé staðið að þeim málum og dregið úr áhættu við þau eins og kostur er.

Eftir ítarlega skoðun og greiningu var ákveðið að semja við Data eXcellence um gagnaflutninga og mótun gagna (Data Migration) tengt útskiptingu grunnkerfa RB.  Data eXcellence er hollenskt fyrirtæki sem sérhæfðir á þessu sviði og hafa þeir unnið áður með Sopra Banking Software við góðan orðstír.

Á myndinni má sjá Alexander Bosschaart frá Data eXcellence og Jón Helga Einarsson frá RB.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Data eXcellence:

Um Data eXcellence

Fréttatilkynnning um samstarfið við RB á heimasíðu Data eXcellence