Fréttir
RB ræður framkvæmdastjóra tæknireksturs og þjónustu

RB (Reiknistofa bankanna hf.) hefur gengið frá ráðningu Magnúsar Böðvars Eyþórssonar í starf framkvæmdastjóra sviðsins Tæknirekstur og þjónusta. Hann hóf störf hjá félaginu í maí mánuði.
Fréttatilkynning frá RB:
RB (Reiknistofa bankanna hf.) hefur gengið frá ráðningu Magnúsar Böðvars Eyþórssonar í starf framkvæmdastjóra sviðsins Tæknirekstur og þjónusta. Hann hóf störf hjá félaginu í maí mánuði.
Magnús Böðvar hefur hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr upplýsingatæknigeiranum bæði á Íslandi og erlendis. Hann hefur undanfarin fjögur ár verið forstjóri Símans DK í Danmörku. Magnús var meðal annars framkvæmdastjóri hjá Skyggni árin 2009 - 2011, forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Símanum 2006 - 2009 og framkvæmdastjóri þjónustulausna hjá Skýrr árin 1999 - 2006. Að auki hefur Magnús Böðvar setið í stjórnum fjölda fyrirtækja bæði á Íslandi og erlendis.
Magnús útskrifaðist sem véltæknifræðingur með BSc gráðu frá Helsingör í Danmörku árið 1983.