Fréttir
Hvernig finnst þér nýi vefurinn okkar?

28.09.2015
Í dag fór nýr ytri vefur RB í loftið. Vefurinn er unninn í samstarfi við Skapalón og er hugmyndin á bak við hann sótt í nýtt markaðsefni RB. Myndefni og skilaboð tengjast alls kyns útivist, aðstæðum þar sem allt þarf að vera 100% til að ganga upp. Þetta er íslensk tenging, þar sem gildin okkar fagmennska, öryggi og ástríða þurfa að spila saman. Nýtt kynningarefni var unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Árnasyni.
Við yrðum mjög þakklát ef þú gæfir þér smá stund (< 1 mín) til að svara eftirfarandi könnun um það hvernig þér finnst nýja vefsíðan, hvað er flott og hvað má bæta.
Þitt álit skiptir okkur miklu máli!
Svara könnun: