Viðburðir

Framtíðin í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja 2.0

Framtíðin í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja 2.0
30.10.2014

Fagráðstefna RB á Icelandair Hótel Reykjavik Natura 30. október 2014. Gífurlega áhugaverð og spennandi ráðstefna um það hvernig upplýsingatækni í fjámálageiranum mun þróast á næstu árum.  Haustráðstefna RB er orðin einn stærsti viðburðurinn ár hvert í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja.

Meðal umfjöllunarefnis:

  • Öll helstu framtíðar "trendin"
  • Þróun á nýju tækniumhverfi fjármálafyrirtækja
  • Hvernig Íslandsbanki sér fyrir sér að bankaþjónusta muni þróast með nýtingu tækninnar
  • Reynslusaga af útskiptingu grunnkerfa
  • Konur og tækni
  • Framtíðin í upplýsingaöryggi fjármálafyrirtækja

Fyrirlesarar eru ekki af verri endanum og má þar nefna David Rowan ritstjóra Wired Magazine, Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka, Jean Yves BRUNA framkvæmdastjóra stefnumála og þróunar hjáSopra Banking Software, Theódór Gíslason sérfræðing í tölvuöryggismálum hjá Syndis, Ragnheiði Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Hugsmiðjunnar, Friðrik Þór Snorrason forstjóra RB og Þorstein Björnsson framkvæmdastjóra Viðskiptaþróunar og ráðgjafar hjá RB.

Ráðstefnustjóri er Sigurjón Pálsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arion banka.

Taktu daginn frá !

UPPSELT ER Á RÁÐSTEFNUNA!

Ef það eru einhverjar spurningar eða ábendingar endilega senda þær á samskipti@rb.is.

Skrá mig á ráðstefnuna

Verð: 17.900 krónur.

4 fyrir 3. Ef margir koma frá sama fyrirtæki þá fær fyrirtækið frítt fyrir fjórða hvern starfsmann.

 

Dagskrá

12:30-13:00

Skráning og afhending ráðstefnugagna

Kassabandið tekur á móti gestum.

13:00-13:05

Setning ráðstefnu

Hreinn Jakobsson stjórnarformaður RB

13:10-14:10

Future trends in IT focusing on the Financial Sector

David Rowan ritstjóri Wired Magazine

14:15-14:40

Nýtt tækniumhverfi fjármálafyrirtækja 2.0, hvernig gengur?

Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB og Þorsteinn Björns framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og ráðgjafar RB

14:40-14:55

Kaffi og með því

14:55-15:20

Framtíðarsýn Íslandsbanka í þjónustu með áherslu á UT

Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka

15:25-15:50

REDUCING TCO of IT/IS RETAIL BANKS - the next challenges facing Retail Banking information systems in Europe

Jean Yves BRUNA framkvæmdastjóri stefnumála og þróunar hjáSopra Banking Software

15:50-16:05

Kaffi og með því

16:05-16:20

Skortur á konum í upplýsingatækni, hvað er til ráða?

Ragnheiður Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar

16:25-16:50

Framtíðin í upplýsingaöryggi fjármálafyrirtækja

Theódór Gíslason sérfræðingur í tölvuöryggismálum hjá Syndis

16:50-17:00

Samantekt

Sigurjón Pálsson, ráðstefnustjóri, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arion banka

17:00

Kokteill

Tónlist: Yagya ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni

Fyrirlesarar

David Rowan ritstjóri Wired Magazine

David er heimsþekktur fyrirlesari sem sérhæfir sig í framtíðar "trendum" auk þess að fjalla um nýsköpun og tækifæri í rafrænum viðskiptum.  Hann hefur meðal annars fjallað um það hvernig "trend" geta haft áhrif á fjármálaþjónustu. Þá meðal annars hvernig bankar geta notað "Big Data" til að dýpka og bæta samband sitt við viðskiptavini, hvernig farsímar eru að bylta fjármálaþjónustu og um nýstárlega gerð lána eins og Wonga í Bretlandi.

Hann er ritstjóri hins þekkta tækniblaðs WIRED Magazine UK auk þess að skrifa um tækni fyrir hin marg verðlaunuðu tímarit GQ og Condé Nast Traveller.  Hann hefur starfað fyrir The Guardian, Telegraph Magazine, Sunday Times Magazine og The Observer.

 

Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka

Birna hefur verið bankastjóri Íslandsbanka frá október 2008. Birna hefur starfað í 17 ár hjá Íslandsbanka og forverum hans. Hún er með Cand. Oecon.gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá Háskólanum í Edinborg.

 

Jean Yves BRUNA framkvæmdastjóri stefnumála og þróunar hjá Sopra Banking Software

Jean Yves hefur gífurlega mikla reynslu úr fjármálageiranum og hefur hann stýrt þúsundum starfsmanna sem stjórnandi í hinum ýmsu alþjóða fjármálafyrirtækjum víða um heiminn svo sem á Ítalíu, Spáni, Póllandi og í Suður Ameríku.  Hann hefur auk þess setið í hinum ýmsu stjórnum fjármálafyrirtækja.  Hann hefur mikla reynslu af samrunum útibúa, hugbúnaðarfyrirtækja og sprota.  Sem og endurskipulagningu (Reengineering), fjármálum og leðtogaþjálfun.

 

Theódór Gíslason sérfræðingur í tölvuöryggismálum hjá Syndis

Theódór hefur meira en 14 ára starfsreynslu í tæknilegum tölvuöryggismálefnum með helstu áhugasvið í árásaprófunum, þróun og nýting öryggisvekleika, þróun tölvuöryggiskerfa ásamt veikleika greiningu. Theódor hefur framkvæmt öryggisúttektir, innbrotsprófanir, greiningu á óværu, viðbragðsþjónustu tölvuinnbrota, og ráðgjöf í upplýsingaöryggi fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum Íslands á sviði fjármála, stofnana, og önnur tækni fyrirtæki. Að auki hefur hann leitt öryggisúttektarverkefni fyrir stór erlend fyrirtæki.

 

Ragnheiður Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar

Ragnheiður H. Magnúsdóttir er vélaverkfræðingur að mennt og hefur mikla reynslu af stjórnun í hugbúnaðargeiranum. Hún er framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hugsmiðjunnar. Ragnheiður hefur óbilandi áhuga á nýsköpun, upplýsingatækni og vöruþróun og veit fátt skemmtilegra en að vinna með skapandi fólki.

 

Þorsteinn Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og ráðgjafar RB

Þorsteinn hóf störf sem framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar- og ráðgjafar við kaup Reiknistofunnar á meginhluta rekstrar Teris í Júní 2012.  Hann starfaði áður hjá Teris (áður Tölvumiðstöð sparisjóðanna) frá 1997, síðast sem framkvæmdastjóri félagsins, frá miðju árinu 2011.  Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri þróunar, eða frá 2007, sviðsstjóri þróunarsviðs frá 2005 og sem hópstjóri sjálfsafgreiðslulausna seint á síðustu öld.  Hann vann lokaverkefni á vegum TVÍ um smíði fyrsta heimabanka sparisjóðanna sem var settur í gang 1995.

Þorsteinn lauk BS-prófi í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.  Kerfisfræðingur frá TVÍ árið 1995. Sveinspróf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum árið 1991.

 

Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB

Friðrik var ráðinn forstjóri Reiknistofu bankanna í febrúar 2011. Hann var framkvæmdastjóri tækni- og rekstrarþjónustufyrirtækisins Skyggnis 2008-2011 (nú partur af Nýherja) og áður framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Nýherja. Friðrik starfaði á árunum 2000-2003 sem forstöðumaður hagdeildar Strax Inc. í Bandaríkjunum. Á árunum 1998-2000 starfaði hann sem stjórnunarráðgjafi hjá Branstock Consulting á Bretlandi. Hann starfaði einnig sem greinandi hjá Economist Intelligence Unit á árunum 1997-1999 og verkefnastjóri í þróunarteymi hjá National Heritage Lottery Fund á árunum 1997-1998.

Friðrik lauk BA-prófi í alþjóðasamskiptum frá University of Wisconsin í Bandaríkjunum 1994 og meistaraprófi í sama fagi frá London School of Economics í Englandi 1996.

 

Ráðstefnustjóri

Sigurjón Pálsson

Sigurjón tók við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Arion banka í október 2011. Á árunum 2009 til 2011 starfaði Sigurjón sem forstöðumaður í fyrirtækjalausnum Arion banka. Hann starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka frá 2005 til 2009. Frá 1998 til 2003 gegndi Sigurjón ýmsum stjórnunarstöðum hjá Ístaki hf. Sigurjón hefur setið í stjórnum fyrirtækja bæði á Íslandi og erlendis. Sigurjón útskrifaðist með meistaragráðu í stjórnun aðfangakeðju (e. Supply Chain Management) frá MIT árið 2005. Hann lauk meistaragráðu í stjórnun verklegra framkvæmda (e. Construction Management) frá KTH í Stokkhólmi árið 1998. Sigurjón brautskráðist sem verkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1996. Hann er auk þess með próf í verðbréfaviðskiptum.