Viðburðir

Framtíðin í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja

Framtíðin í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja
22.10.2013

Fagráðstefna í Hörpu Þriðjudaginn 22. október kl. 13:00 til 16:30. RB hefur sett saman gífurlega áhugaverða og spennandi ráðstefnu um það hvernig upplýsingatækni mun umbreyta tækniuppbyggingu fjármálageirans og þau hagræðingartækifæri sem í henni felast.  Þá verður fjallað um nýsköpun og hvernig hugmyndir komast í framkvæmd og verða að veruleika.

 Fyrirlesarar eru ekki af verri endanum:

  • Frans Johansson forstjóri The Medici Group, þekktur rithöfundur, frumkvöðull og fyrirlesari
  • Lene Weldum CTO hjá BankData
  • Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans
  • Þorsteinn Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og ráðgjafar hjá RB
  • Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB

Ráðstefnustjóri er Sigríður Olgeirsdóttir framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka

Ath. Uppselt er á ráðstefnuna:

Vinsamlegast hafið samband við samskipti@rb.is varðandi biðlista. Alltaf eru líkur á að einhver sem þegar er skráður komist ekki og afskrái sig.

Verð: 14.800 krónur.

4 fyrir 3.  Ef margir koma frá sama fyrirtæki þá fær fyrirtækið frítt fyrir fjórða hvern starfsmann.

Facebook síða ráðstefnunnar

 EKKI MISSA AF ÞESSU - TAKIÐ DAGINN FRÁ

Dagskrá

 

Dagskrárliður

Fyrirlesari

Tími

Afhending ráðstefnugagna

Harpa - Norðurljósasalur.

12:30-13:00

Setning ráðstefnu

Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB.

13:00-13:05

Nýting tækninnar til að þróa fjármálaþjónustu

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.

13:10-13:35

Why Denmarks 3rd largest bank gave up on their inhouse development strategy and became a member in Bankdata.It is all about cost, competiveness and the way you go about it.

Lene Weldum CTO hjá BankData.

13:40-14:15

Kynning á Forriturum framtíðarinnar

Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB.

14:20-14:30

Kaffihlé

Kaffi og með því

14:30-14:50

Nýtt tækniumhverfi fjármálafyrirtækja

Þorsteinn Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og ráðgjafar hjá RB.

14:50-15:25

The Click Moment: Seizing Opportunity in an Unpredictable World

Frans Johansson forstjóri The Medici Group, þekktur rithöfundur, frumkvöðull og fyrirlesari.

15:30-16:30

Samantekt

Sigríður Olgeirsdóttir ráðstefnustjóri.

16:30-16:35

Veitingar

Léttar veitingar

16:35

 

Nánar um fyrirlesarana

Frans Johansson forstjóri The Medici Group

Fyrirlestur: The Click Moment: Seizing Opportunity in an Unpredictable World.

Frans er heimsþekktur rithöfundur, frumkvöðull og fyrirlesari.  Hann ferðast um allan heim og heldur fyrirlestra um nýsköpun og framþróun.  Hann hefur komið fram á hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum og má þar nefna CNN, ABC og CNBC.

Hann er höfundur metsölubókanna „The Medici Effect (2006)" og „The Click Moment (2012)".  The Medici Effect fjallar um hvernig góðar hugmyndir verða að veruleika.  Inntak The Click Moment gengur út á að hjá öllum framúrskarandi fyrirtækjum og einstaklingum á sér stað eitthvað eitt augnablik sem breytir öllu.  Bókin fjallar um það hvernig á að virkja þetta augnablik og láta það gerast.

Frans er forstjóri í eigin ráðgjafafyrirtæki, The Medici Group, sem sérhæfir sig í innleiðingu og framkvæmd stefnu. Hann útskrifaðist frá hinum virta háskóla Harvard Business School.

 

Lene Weldum CTO hjá BankData

Fyrirlestur: Why Denmarks 3rd largest bank gave up on their inhouse development strategy and became a member in Bankdata. It is all about cost, competiveness and the way you go about it.

Lene Weldum hefur gífurlega mikla reynslu úr upplýsingatæknigeiranum og sem stjórnandi.  Hún er framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs BankData og hefur unnið þar síðan 1990.  Í starfi sínu ber hún ábyrgð á hugbúnaðarþróun, rekstri, viðskiptagreind, skýrslugerð o.fl.  Á árunum 1992-2002 var hún yfirmaður þróunarsviðs en frá 1990-1992 var hún deildarstjóri innan sama sviðs.  Átta árin þar áður, eða eftir að hún lauk tæknimenntun, starfaði hún í hugbúnaðardeild í dönsku framleiðslufyrirtæki.

Lene hefur stýrt mörgum stærstu samþættingarverkefnum í upplýsingatækni á Norðurlöndunum.  Í fyrirlestri sínum mun hún einmitt fjalla um eitt þeirra og ávinninginn af því.

 

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans

Fyrirlestur: Nýting tækninnar til að þróa fjármálaþjónustu.

Steinþór Pálsson hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum við banka og framleiðslufyrirtæki, bæði innanlands og erlendis, og mikla reynslu af breytingastjórnun og stefnumótun. Steinþór er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Edinborgarháskóla.

Á árum áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra lánasviðs Verzlunarbanka Íslands og varð síðar starfsmaður Íslandsbanka, m.a. sem forstöðumaður lánadeildar, fjárfestingarlána, útibúaþjónustu, áhættustýringar og fyrirtækjaþjónustu, auk þess sem hann var virkur í stefnumótunarstarfi Íslandsbanka og samrunaferli forvera hans. Hann var um hríð fjármála- og rekstrarstjóri líftæknifyrirtækisins Urður, Verðandi, Skuld, en starfaði síðan í átta ár hjá Actavis. Fyrst sem framkvæmdastjóri Actavis á Möltu, þá sem framkvæmdastjóri Actavis í Bandaríkjunum og á árunum 2008-2010 sem framkvæmdastjóri Actavis samstæðunnar á Íslandi á sviði stefnumótunar.

Steinþór er stjórnarformaður Hamla ehf. og situr í stjórn Samtaka fjármálafyrirtækja. Steinþór er formaður framkvæmdastjórnar, Áhættu- og fjármálanefndar og Lánanefndar auk þess að sitja í nefnd um upplýsingatækni bankans.

Steinþór tók við starfi bankastjóra í júní 2010.

 

Þorsteinn Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og ráðgjafar RB

Fyrirlestur: Nýtt tækniumhverfi fjármálafyrirtækja.

Þorsteinn hóf störf sem framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar- og ráðgjafar við kaup Reiknistofunnar á meginhluta rekstrar Teris í Júní 2012.  Hann starfaði áður hjá Teris (áður Tölvumiðstöð sparisjóðanna) frá 1997, síðast sem framkvæmdastjóri félagsins, frá miðju árinu 2011.  Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri þróunar, eða frá 2007, sviðsstjóri þróunarsviðs frá 2005 og sem hópstjóri sjálfsafgreiðslulausna seint á síðustu öld.  Hann vann lokaverkefni á vegum TVÍ um smíði fyrsta heimabanka sparisjóðanna sem var settur í gang 1995.

Þorsteinn lauk BS-prófi í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.  Kerfisfræðingur frá TVÍ árið 1995. Sveinspróf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum árið 1991.

 

Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB

Kynning: Forritarar framtíðarinnar.

Friðrik var ráðinn forstjóri Reiknistofu bankanna í febrúar 2011. Hann var framkvæmdastjóri tækni- og rekstrarþjónustufyrirtækisins Skyggnis 2008-2011 (nú partur af Nýherja) og áður framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Nýherja. Friðrik starfaði á árunum 2000-2003 sem forstöðumaður hagdeildar Strax Inc. í Bandaríkjunum. Á árunum 1998-2000 starfaði hann sem stjórnunarráðgjafi hjá Branstock Consulting á Bretlandi. Hann starfaði einnig sem greinandi hjá Economist Intelligence Unit á árunum 1997-1999 og verkefnastjóri í þróunarteymi hjá National Heritage Lottery Fund á árunum 1997-1998.

Friðrik lauk BA-prófi í alþjóðasamskiptum frá University of Wisconsin í Bandaríkjunum 1994 og meistaraprófi í sama fagi frá London School of Economics í Englandi 1996.

Ráðstefnustjóri

Ráðstefnustjóri er Sigríður Olgeirsdóttir framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka.

Sigríður hefur lengst af starfað sem stjórnandi í tæknigeiranum ásamt  stjórnarsetu í fjölmörgum fyrirtækjum og hefur víðtæka stjórnunarreynslu hérlendis sem erlendis.

Hún hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka frá september 2010.  Hún hefur starfað innan hugbúnaðar- og upplýsingatæknigeirans frá 1984 og var m.a. forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Tæknivals hf., framkvæmdastjóri Ax Business Intelligence A/ S í Danmörku og framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss á Íslandi.

Sigríður er kerfisfræðingur frá Danmörku, rekstrarfræðingur frá Endurmenntun HÍ og með MBA gráðu í alþjóðastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.