Viðburðir

Frá gluggaumslögum til tölvuskýja

Frá gluggaumslögum til tölvuskýja
15.05.2014

Við hvetjum þig til að taka frá fimmtudaginn 15. maí, kl. 8:30-10:00, og mæta á spennandi morgunverðarfund hjá RB. Á fundinum verður sögð reynslusaga af hjúpun grunnkerfa og þeim áskorunum sem því fylgir.

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig eru gömul kerfi hjúpuð og undirbúin fyrir framtíð sem enginn veit nákvæmlega hver verður?
  • Hvernig er staðið að því að endurmennta stóran hluta starfsmanna við að tileinka sér nýjar vinnuaðferðir tengt hjúpun grunnkerfa?
  • Hvaða árangur hefur náðst við hjúpun grunnkerfa RB?

Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum RB í Höfðatorgi, Katrínartúni 2 á 4. hæð.

Ekkert kostar á fundinn og er hann opinn öllum.

Framsögumenn eru:

  • Þorsteinn Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og ráðgjafar RB
  • Ingþór Júlíusson forstöðumaður Hugbúnaðarþróunar RB
  • Guðjón Karl Arnarson Vörustjóri hjá RB