Viðburðir
AngularJS

26.02.2015
Skráðu þig á spennandi morgunverðarfund um AngularJS. AngularJS er "javascript framework" sem auðveldar forritun á framendalausnum. Um er að ræða "open source project" sem er viðhaldið af Google. AngularJS hefur á skömmum tíma náð mikilli útbreiðslu og er að verða eitt vinsælasta tólið til að búa til falleg og notendavæn viðmót á vefsíðum.
Umfjöllunarefni fundarins:
- Hvað er AngularJS?
- Afhverju völdum við í RB að nota AngularJS?
- Samspil AngularJS og legacy kóða
- Uppbygging RB Angular viðmót
- Sniðmát fyrir þróunartól
- Verklag RB við þróun á viðmótum
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26. febrúar í höfuðstöðvum RB í Höfðatorgi, Katrínartúni 2, á 4. hæð, milli klukkan 8:30 og 10:00.
Framsögumaður er Kristján Hólmar Birgisson tölvunarfræðingur í Hugbúnaðarþróun RB.
Fundurinn er opinn öllum - AÐGANGUR ÓKEYPIS.